Fréttablaðið - 05.07.2010, Síða 20
5. JÚLÍ 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
A
llt lífrænt efni, sem til fellur í garðinum, má nýta til jarðgerð-
ar eða moltugerðar. Molta er ræktunarefni sem inniheldur
mun meira af næringarefnum en mold, hefur eiginleika til að
halda næringu vel og er því bæði áburðargjafi og jarðvegs-
bætir.
Laufblað sem fellur að hausti er óþekkjanlegt fáeinum mánuðum
síðar. Við líkjum eftir þessu þegar við jarðgerum heima í garði. Líf-
rænu úrgangsefni er blandað saman í haug og þegar réttu skilyrðin
skapast í haugnum, það er nóg af raka og súrefni, tekur niðurbrots-
bakteríum að fjölga og niðurbrot og hitamyndun hefst. Allt hráefnið
þarf að hitna og því er mikilvægt að snúa haugnum og blanda. Æski-
legt er að halda hita í haugnum, á bilinu 50-70°C í 3-4 daga. Hitinn í
haugnum fellur síðan hægt, massinn breytir um lit og má þá leggja
efnið í nýjan haug, til frekara niðurbrots.
Allt lífrænt efni sem fellur til í eldhúsi er í raun hægt að jarðgera.
Hráefni sem laðar að meindýr, til dæmis matarleifar, þarf að jarðgera
í lokuðu íláti eða safntunnu (lokuð jarðgerð). Garðaúrgang má hins
vegar jarðgera í opnum safnkassa eða í haug (opin jarðgerð). Ílátið
þarf að þol íslenskt veðurfar og velja skal skuggsælan stað í garðinum
fyrir jarðgerðina. Tveggja eða þriggja hólfa safnkassar eru mjög hent-
ugir fyrir garðaúrgang svo sem greinar, lauf og gras.
Gróflega má skipta hráefni í tvo flokka: grænt efni sem er köfnunar-
efnisríkt (til dæmis nýslegið gras) og hins vegar brúnt efni (stoðefni til
dæmis trjágreinar) sem er kolefnisríkt.
Í eldhúsinu er gott að koma fyrir sérstakri fötu fyrir lífræna úr-
ganginn. Þegar fatan er full er hún losuð í jarðgerðartunnuna utan-
dyra. Setjið hálfa fötu af stoðefni (lauf, sag, dagblöð, hálm) á móti
sorpfötunni í jarðgerðartunnuna. Þannig er efninu safnað yfir vetur-
inn. Um sumarið er rétt að setja jarðgerðina í gang. Nýslegnu grasi af
lóðinni er blandað saman við hráefnið og hrært vel saman við stoðefni
(1/3 hluti).
Timburkassi (2-3 hólfa) hentar yfirleitt vel fyrir garðaúrganginn
þar sem þeir eru stórir og taka við töluverðu efni. Setjið ekki eldhús-
úrgang í kassann. Hægt að færa hráefnið á milli hólfa einu sinni á ári
og er það þá tilbúið til notkunar á þriðja til fjórða ári. Hægt er að láta
ferlið ganga hraðar fyrir sig ef hiti næst upp í efninu (sem drepur ill-
gresisfræ) og haugnum er snúið reglulega.
Moltu er auðvelt er að nýta í allri ræktun. Almennt næst bestur ár-
angur ef moltan er notuð í efsta jarðvegslagið. Nánari upplýsingar á
www.horticum.is.
Safnhaugar í heimilisgörðum
ERTU AÐ FARA
Í SUMARFRÍ?
Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins,
nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing
Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman.
Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst
á netfangið dreifing@posthusid.is
● ÓVENJULEG BLÓMAHIRSLA Sumarblómin eru komin á útsölur
víða í blómabúðum og tilvalið að ná sér í falleg blóm í garðinn enda mikið
eftir af sumrinu. Þau þarf svo ekki endilega að gróðursetja í beð heldur getur
verið gaman að stilla út í garðinn fallegum blómapottum eða gróðursetja
blómin í postulínsvasa sem venjulega væru inni í stofu. Hér hefur einhver
hugmyndaríkur dregið gamla kommóðu út í garð, málað hana í hressandi
og sumarlegum lit og gróðursett blómin i skúffurnar. Ofan á kommóðuna
eru svo settir vasar og gamall kassi undan mandarínum undir blómin.
Skemmtileg og sumarleg hugmynd ef til stendur að henda gamalli hirslu
af heimilinu.
Helga Ragnarsdóttir íbúi í
Vogum á Vatnsleysuströnd
ástundar vistvænan lífsstíl,
bæði innan veggja heimilisins
og í garðinum.
„Ég held að þetta sé uppeldið. For-
eldrar mínir hafa alltaf verið með
garð. Vistvæn garðyrkja var ekki
til þá en það sem þau voru að gera
var í þá áttina,“ segir Helga Ragn-
arsdóttir flugfreyja sem stundar
vistvæna garðyrkju. „Við notuð-
um það lífræna sem til féll.“
Helga er alin upp í Vogum á
Vatnsleysuströnd þar sem hún
býr enn þann dag í dag. Hún flutti
fyrir tveimur árum í hús við sjó-
inn þar sem hún horfir yfir til
Keflavíkur og er að byrja að rækta
nýja garðinn. „Við tyrfðum lóðina
í fyrra. Svo erum við að planta
núna. Þetta er spennandi verk-
efni,“ upplýsir Helga sem segir
skjólið helst til lítið. „Við þurfum
að byrja á því að koma okkur upp
svolitlu skjóli. Við gerum það með
matjurtagarðinum. Þar erum við
með kartöflur, blaðsalat, matlauk,
jarðarber, rabarbara, gulrætur og
hnúðkál.“
Helga segist ástunda vist-
vænan lífsstíl sem byrjaði inni á
heimilinu en fluttist svo út í garð.
„Ómeðvitað er ég að stunda vist-
væna garðyrkju. Hún er orðin
svo inngreipt í mig að ég er ekk-
ert að spá í það lengur,“ segir
Helga. „Við umhirðu í garðinum
eru flest verk vistvæn. Grasflat-
ir eru slegnar vikulega og gras
látið liggja eða sett í göturnar í
kartöflugarðinum. Allt illgresi
er upprætt um leið og það birtist
en á það er ekkert eitur notað,“
útskýrir hún.
Helga segir að það skemmti-
legasta við vistvæna garðyrkju
sé samvinnan við nágrannana.
„Samnýting á verkfærum og
tækjum er auðveld og ódýr leið.
Það er líka gaman að hjálpast
að og eiga skemmtilegar stund-
ir saman við garðverkin. Svo má
líka deila ráðum og hugmyndum.“
- mmf
Samstarf við nágrannana
veitir almenna ánægju
Helga segir að gott sé að byrja smátt við
vistvæna garðyrkju.
Í matjurtagarðinum eru meðal annars ræktaðar kartöflur, blaðsalat og hnúðkál. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fyrir neðan garð Helgu er kúmenræktun
þar sem gömul kona í kaupstaðnum fær
að tína kúmen og því má ekki slá grasið
þar.
Breitt yfir matjurtaræktunina svo flugur komist ekki að henni. Þá þarf ekki að eitra.
GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ
BALDUR GUNNARSSON