Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 30

Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 30
 5. JÚLÍ 2010 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 SUMARMÓTIN LÍFLEGIR OG SKEMMTILEGIR ÞÆTTIR UM ÖLL HELSTU SUMARMÓT YNGRI FLOKKA Í FÓTBOLTA VEIÐIPERLUR ÓMISSANDI ÞÁTTUR FYRIR ALLA VEIÐIMENN ÞAÐ ER ÓDÝRARA AÐ SKEMMTA SÉR HEIMA FORMÚLA 1 SILVERSTONE, HOCKENHEIM OG BÚDAPEST PEPSI DEILDIN HÖRKULEIKIR Í BEINNI OG PEPSIMÖRKIN MEÐ MAGNÚSI GYLFA OG TÓMASI INGA GOLF EVRÓPUMÓTARÖÐIN PGA MÓTARÖÐIN HERMINATOR STÓRSTJÖRNURNAR MÆTA Á HERMINATOR GÓÐGERÐARMÓTIÐ Í GOLFI ● GÖMLU ÁHÖLDIN Í SUMARBÚSTAÐINN Þó að eldhúsáhöldin séu farin að láta á sjá er engin ástæða til að fleygja þeim. Þau eru tilvalin í sumarbú- staðinn því þar sem ekki þarf að nota þau daglega geta þau alveg dugað. Oft er líka mikil prýði af gömlum áhöldum svo þau skal hengja upp á vegg. Skrúfið slá upp á vegg og hengið áhöldin í stóra stálkróka. Gamli handþeytarinn hennar ömmu sómir sér vel innan um lúnar skeiðar og tætta bursta og gefur sumarbústaðn- um heimilislegan blæ. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY ● LIFUM VISTVÆNT HEIMA - Sparaðu rafmagnið. Með því að slökkva ljós í tómum herbergjum og á tölvunni í stað þess að nota skjáhvílu geturðu lækkað rafmagnsreikninginn. Þá skaltu nota sparnaðarljósa- perur í stað glópera sem menga umhverfið. - Sparaðu vatnið með því að vera styttri tíma í sturtunni og íhugaðu að skipta út stórum sturtuhaus fyrir minni sem eyðir þá minna vatni. - Kauptu vistvænar vörur og forðastu vörur sem eyða ósónlagi jarðarinnar. Fyrst þær skemma ósónlagið geta þær varla verið heilnæmar til inn- öndunar heima við heldur. - Notaðu eins lítinn pappír og þú kemst upp með. Hættu í ein- nota drykkjarmálum og notaðu ílát sem þú getur notað aftur til að minnka pappírsrusl frá þér. Afþakkaðu heimsenda reikninga og fáðu þá rafræna í heima- bankann í staðinn, og prentaðu út minna af pappír. - Þú skalt endurvinna eins og þú getur. Það er auðvelt og hægt að fá borgað fyrir sumt af því sem þarf að henda. ● MYNSTRAÐ BAKKELSI Heimabakaðar kökur bragðast betur þegar sálin er lögð í baksturinn. Falleg form gera síðan góða köku enn betri. Kökuform með fallegu munstri gera mikið fyrir bakkelsið. Víða er hægt að kaupa silíkonform með munstri sem þægilegt er að nota og skila munstrinu vel í kökuna. Þeir sem eru þó fyrir bakstur upp á gamla mátann eru munstruð kökuform úr áli áskorun en passa þarf að smyrja formin vel svo kakan komi heil upp úr forminu. Á kökuna sjálfa er svo nóg að strá flórsykri gegnum sigti, eða hella yfir hana mjög þunnum glassúr svo munstrið hverfi ekki undir hnausþykkt krem. Mynstruð kökuform úr áli eða stáli eru líka gullfalleg og ættu alls ekki að geymast ofan í skúffu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.