Fréttablaðið - 05.07.2010, Qupperneq 46
30 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Við erum ennþá á staðnum,“
segir Danni Pollock, forsprakki
tónlistarþróunarmiðstöðvarinn-
ar (TÞM) úti á Granda.
Eins og Fréttablaðið greindi
frá á dögunum þá stóð til að loka
TÞM 1. júlí ef hún næði ekki að
fjármagna húsaleigu ársins. 12
milljónir kostar að leigja húsnæði
TÞM úti á Granda á ári og Reykja-
víkurborg greiðir helminginn af
því. Landsbankinn styrkti starf-
semina um hinar sex milljónirn-
ar áður en bankinn féll í október
árið 2008, en nú er svo komið að
bæði sýslumaður og síðar héraðs-
dómur hafa úrskurðað að starf-
semin verði borin út í sumar.
„Félagsmenn hafa byggt TÞM upp
frá 2002 og heildarupphæð sem
hefur verið lögð í starfsemina er
í kringum 140 milljónir,“ sagði
Danni í Fréttablaðinu í júní. „Um
90 milljónir eru beint frá krökk-
unum sjálfum. Borgin er að reyna
að spara sex milljónir með því að
henda 140 milljónum.“
Danni segir fólk frá ÍTR hafa
spjallað við sig og að vilji sé fyrir
því að leysa málið á farsælan hátt.
„Það eru jákvæðar bylgjur í okkar
átt,“ segir Danni sem býst við að
meira komi í ljós á næstu vikum.
- afb
Tækniþróunarmiðstöðin enn í gangi
UNNIÐ Í MÁLINU Loka átti Tækniþróunarmiðstöðinni 1. júlí, en starfsemin er ennþá í
gangi og Danni Pollock vonast til að málið leysist á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FERÐALÖGIN
„Ég mæli
með Home
með Edward
Sharpe and
The Magnetic
Zeros til að
minna á að
ferðafélagarnir
skipta máli.
Líka laginu
Hvers vegna
varst’ekki kyrr með Pálma og
svo loks Summer Wine með
Lee og Nancy til að minna
mann á að passa upp á sitt á
tjúttinu í fjarlægu landi.“
Margrét Erla Maack útvarpskona.
Darri Ingólfsson fer með aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni Boðbera
sem frumsýnd verður á miðviku-
daginn kemur. Darri hefur verið
búsettur í Los Angeles undanfarið
ár og upplifað ýmislegt skemmti-
legt á þeim tíma.
Darri nam leiklist í Arts Edu-
cational í London og útskrifaðist
þaðan árið 2003 en dvaldi áfram
í borginni eftir útskrift. „Ég held
ég hafi verið hálf athyglissjúkur
allt frá barnæsku og ég hef allt-
af haft sterka þörf fyrir að tjá
mig. Leiklistin er ágæt leið til
að tjá sig, þótt það séu ekki allt-
af þínar eigin skoðanir sem þú
ert að tjá. Nema kannski í þessu
tilfelli, það er mjög margt í Boð-
bera sem endurspeglar mínar
lífsskoðanir,“ segir Darri. Hann
kynntist leikstjóra myndarinn-
ar, Hjálmari Einarssyni, í Cann-
es árið 2006 en Darri segist hafa
smyglað sér á hátíðina og alla
leið í veislu á vegum tímaritsins
Vanity Fair. „Vinur minn hafði
ætlað fara ásamt nokkrum vin-
konum sínum en forfallaðist og
lét mig fá passann sinn í staðinn.
Við ákváðum svo að smygla okkur
inn í Vanity Fair-veisluna, klædd-
um okkur í okkar fínasta púss og
gengum beint inn á staðinn. Þetta
var sama ár og Al Gore sýndi
heimildarmyndina sína á Cann-
es og ég hitti hann þarna á dans-
gólfinu þar sem hann dansaði við
eiginkonu sína.“
Darri hefur verið búsettur í
Los Angeles undanfarna mán-
uði og segir hann borgina fulla af
atvinnulausum leikurum, handrits-
höfundum og leikstjórum. „Þetta
er búið að vera mikið ævintýri en
líka rosalegt hark. Ég hef þurft
að vinna við ýmislegt bara til að
halda mér á floti og vann um tíma
sem pylsusendill.“ Darri segist
hafa hitt ótrúlegasta fólk í gegnum
það starf og nefnir tónlistarmann-
inn Busta Rhymes í því samhengi.
„Hann er orðinn feitur núna og var
hálf dónalegur en ég klesst‘ann
þegar við kvöddumst,“ segir Darri
og hlær. „Núna vinn ég sem þjónn
á veitingastað á Sunset Strip. Stað-
urinn er beint á móti Marmont-
hótelinu og við fáum því mikið af
þekktu fólki til okkar. Jason Segel
úr How I Met Your Mother er til
dæmis fastakúnni hjá okkur.“ Inn-
tur eftir því hvort hann fái aldrei
nóg af harkinu í borg englanna
svarar hann því neitandi. „Maður
er alltaf að upplifa eitthvað nýtt
þannig að mér finnst þetta þess
virði.“ - sm
DARRI INGÓLFSSON: KLESST‘ANN Á BUSTA RHYMES
Harkar í Hollywood innan
um atvinnulausa leikara
HARK Í HOLLYWOOD Darri Ingólfsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Boðbera
sem frumsýnd verður á miðvikudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÁRÉTT 2. kjaft, 6. hljóm, 8. nögl, 9.
fúsk, 11. á fæti, 12. fýla, 14. krapi, 16.
tveir eins, 17. traust, 18. kk nafn, 20.
utan, 21. mergð.
LÓÐRÉTT 1. drykkur, 3. kúgun,
4. planta, 5. gaul, 7. afsökun, 10.
eldsneyti, 13. flík, 15. knippi, 16. átti
heima, 19. átt.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gogg, 6. óm, 8. kló, 9. kák,
11. il, 12. óloft, 14. slabb, 16. bb, 17.
trú, 18. jón, 20. án, 21. ótal.
LÓÐRÉTT: 1. kókó, 3. ok, 4. glitbrá,
5. gól, 7. málsbót, 10. kol, 13. fat, 15.
búnt, 16. bjó, 19. na.
Íslenska kvikmyndadúóið Árni
& Kinski eru staddir hér á landi
til að taka upp auglýsingu fyrir
bandarísku útgáfuna af Gulu síð-
unum. Stefán Árni og Siggi Kinski
eru báðir búsettir í Bandaríkj-
unum með fjölskyldum sínum en
segjast nýta hvert tækifæri til að
koma og taka upp auglýsingar hér
heima. „Við mælum gjarna með
því við kúnnana okkar að taka upp
á Íslandi. Fyrir nokkrum árum var
það frekar erfitt því allt var svo
dýrt en nú er öldin önnur. Það eina
sem var næstum búið að setja strik
í reikninginn var Eyjafjallajökull
og eldgosið en Kanarnir voru frek-
ar smeykir við það,“ segir Árni
og bætir við að þeir séu vonandi
búnir að róa sig. „Ég meina, það
er alltaf verið að taka upp á Hawa-
ii sem er líka eldfjallaeyja og því
ástæðulaust að vera hræddur við
litlu eyjuna okkar.“
Fyrirtækið Yellow Pages er að
halda innreið sína á netmarkað-
inn og verður auglýsingin ein-
föld í sniðum og tekin upp í stúdío
næstkomandi föstudag. Fyrirtæk-
ið True North kemur að tökunum
og verða tveir íslenskir leikarar
í aðalhlutverkum. Ekki er ennþá
búið að festa niður hverjir eiga að
leika í auglýsingunni en ljóst er
að þeir eiga eftir að verða nokk-
uð þekkt andlit í Bandaríkjunum
enda Yellow Pages mikið notað og
vel þekkt fyrirbæri,
„Ég og konan mín ákváðum að
koma með dætur okkar og eyða
smá tíma hér á landi. Við reynum
að koma hingað á sumrin en við
erum bæði mikið í hugleiðslu og
Ísland kjörið í þess konar iðkun,“
segir Árni og mælir hiklaust með
hugleiðslu.
Kvikmyndateymið Árni &
Kinski hefur meðal annars gert
auglýsingu fyrir Mercedes Benz-
bílana og tónlistarmyndbönd við
Sigurósarlögin, Gobbledigood,
Glósóla og Hoppípolla og mynd-
band fyrir hljómsveitina Travis.
- áp
Taka upp auglýsingu fyrir
Yellow Pages hér á landi
ÁRNI & KINSKI Kvikmyndateymið sem
dregur bandaríska kúnna til að taka upp
auglýsingar á Íslandi.
ERTU
AÐ FARA Í
SUMARFRÍ?
Þú getur afpantað Fréttablaðið
á meðan þú ert að heiman.
Hafðu samband í grænt númer
800-1177 eða sendu póst á
netfangið dreifing@posthusid.is
Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins,
nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing
Íslendingar í Kaupmannahöfn eru
að gera það gott þessa dagana.
Hárgreiðslumaðurinn Kristinn
Óli Hrólfsson opnaði fyrir stuttu
hárgreiðslustofuna Mugshot við
Nýhöfn. Stofan hefur vakið mikla
athygli þar í landi enda nokkuð
óhefðbundin að því leytinu að
viðskiptavinirnir sitja meðal annars
við hringborð þar sem allir geta
spjallað saman. Danska dagblaðið
Københavneravisen fjallaði um
opnun stofunnar á forsíðu sinni í
lok júní. Aðrir Íslendingar sem hafa
verið að gera það gott í Kóngsins
Köben eru þær Dóra Takefusa og
Dóra Dúna Sighvatsdóttir, sem reka
skemmtistaðinn Jolene, og Friðrik
Weisshappel sem rekur einnig
nokkur kaffihús þar í borg. Hinn
íslenski Sigurður Helguson rekur
einnig vinsælan bar í miðborg
Kaupmannahafnar, Café
Blasen, en þangað venja
margir Íslendingar
komu sína og hefur
útvarpsmaðurinn
Andri Freyr
gjarnan þeytt
skífum fyrir
mannskapinn
um helgar.
Kvikmyndagerðarmaðurinn og
trymbillinn Frosti Jón Runólfsson er
kominn heim eftir að hafa dvalið
bæði á Filippseyjum og í Dan-
mörku undanfarna mánuði. Frosti
vinnur nú hörðum höndum að því
að leggja lokahönd á að klippa
mynd sína sem hlotið hefur titilinn
„Hudas Hudas”, sem þýðist „Júdas
Júdas”.
Það sást til leikkonunnar Ísgerðar
Elfu Gunnarsdóttur á Dýrafjarðar-
dögum um helgina. Hátíðin þótti
heppnast vel en þetta er í sjötta
sinn sem hún er haldin hátíðleg.
Ýmislegt var hægt að
gera sér til dundurs á
hátíðinni, þess á meðal
var markaðsstemning
á víkingasvæðinu á
sunnudaginn auk
þess sem tvær leik-
sýningar einleikja-
hátíðarinnar Act
alone fóru fram
í Félagsheimili
Þingeyjar. - sm
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
svör við spurningum á bls. 8
1 Jón Ólafsson.
2 Jón Magnús Jónsson.
3 26 kílóum.