Fréttablaðið - 13.07.2010, Page 13

Fréttablaðið - 13.07.2010, Page 13
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er ekkert að reyna að byggja upp einhverja rosalega vöðva en ég finn fyrir gjörbreyttri heilsu eftir að ég fór að hreyfa mig reglulega. Ég hef miklu meira úthald en áður og mér finnst ég mun hraustari núna og í betra formi en fyrir tíu árum, “ segir Þórhallur Birgisson, framkvæmdastjóri póstkorta- og minjagripafyrirtækisins Sólar- filmu. Frá því haustið 2008 kveðst hann hafa mætt reglulega í World Class í Laugum og vera búinn að léttast um ein sex eða sjö kíló. En hvaða æfingar eru þetta sem hann stundar helst? „Til að þjálfa þolið eru það skíðagöngutækin sem virka vel. Svo eru önnur tæki sem vinna á móti þyngdarlögmálinu með lóðum og í þau fer ég til að byggja upp þrek. Í kjölfar hverr- ar æfingar syndi ég svo líka,“ lýsir hann og telur sundið ekki sístu heilsubótina. Þórhallur kveðst lengi hafa átt við bakvandamál að stríða og æfingarnar séu meðal annars við- leitni til að sporna við því. Skyldi hann hafa fengið tilsögn í æfing- unum í byrjun eða er hann kannski búinn að vera undir eftirliti allan tímann? „Já, ég hef haft einkaþjálf- ara verulegan hluta æfingatím- ans og svo líka mætt þess á milli,“ segir hann og kveðst einnig hafa verið hjá kírópraktor nýlega og það hafi verið áhugaverð reynsla. Innblásturinn að þessari þjálfun kveðst Þórhallur hafa fengið frá elsta syni sínum, Ingimar. „Strák- urinn er duglegur að hreyfa sig og hann ýtti mér svolítið út í þetta,“ segir hann brosandi. „Að horfa á hans líkamlegu uppbyggingu og styrk verða til fyrir framan nefið á mér, það vakti áhuga minn.“ Þórhallur kveðst hafa farið fremur rólega af stað í byrjun en síðar fjölgað æfingum í fimm á viku. Þær taki þó ekki mikinn tíma hverju sinni. „Ég er mætt- ur í Laugar svona um sjö leytið á morgnana og er kominn í vinnuna kortér, tuttugu mínútur yfir átta. Í mínu tilfelli er um langtíma- verkefni að ræða. Þetta er lífsstíll sem ég hef tileinkað mér og ætla að iðka áfram af því ég finn hvað hann gerir mér gott.“ gun@frettabladid.is Innblástur nýs lífsstíls kom frá elsta syninum Þórhallur Birgisson framkvæmdastjóri hóf markvissa líkamsrækt fyrir tæpum tveimur árum. Nú mætir hann yfirleitt í Laugar fimm daga vikunnar, iðkar þrek og þolæfingar og syndir að þeim loknum. „Ég hef miklu meira úthald en áður og mér finnst ég mun hraustari núna og í betra formi en fyrir tíu árum, “ segir Þórhallur Birg- isson, framkvæmdastjóri póstkorta- og minjagripafyrirtækisins Sólarfilmu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með hátalara til allra átta. Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu. SURROUND KRINGÓMA Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 341.0 00 krLyon B se tt 3+1 +1 Verð frá 59.90 0 kr Glæs ileg ú tskor in sófa borð verð frá FULLKOMNUNARÁRÁTTA getur haft bæði góð og slæm áhrif á heilsu fólks. Kostirnir eru að hún fær fólk til að fylgja ströngum reglum við meðhöndlun á sykursýki tvö en ókostirnir eru aukin geðræn pressa.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.