Fréttablaðið - 13.07.2010, Page 15

Fréttablaðið - 13.07.2010, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. júlí 2010 3 Mannlegt mál er mjög flókið kerfi tákna og reglna en samt ná ósjálfbjarga börn valdi á móðurmáli sínu á undraskömmum tíma. Flest börn eru orðin altalandi um 4-6 ára aldur og hafa þá náð valdi á málkerfinu í meginatriðum, þó þau eigi enn eftir að tileinka sér einstaka reglur málsins og öðl- ast meiri orðaforða. visindavefur.hi.is GOLFNÁMSKEIÐ fyrir börn verða haldin á æfinga- svæði Bása hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti í allt sumar. Hvert námskeið er vikulangt og ýmist er kennt fyrir eða eftir hádegi. Skráning á progolf.is. „Þetta var langstærsta húsið á smíðavellinum og var kallað Ráð- húsið við Naglastræti. Okkur fannst rosalega gaman að smíða það,“ segir ein stúlknanna sex sem eiga heiðurinn af tveggja hæða stórhýsi með svölum sem varð til á smíðavellinum við Háteigsskóla. Þær höfðu aðgang að vellinum frá níu til fjögur alla virka daga í þrjár til fjórar vikur en segjast ekki allt- af hafa verið allan daginn, þó svo að verkefnið hafi verið áhugavert. „Hjá okkur mátti smíða alls konar kofa en á sumum smíða- völlum urðu allir að gera eins,“ lýsa þær og telja fyrirkomulag- ið hjá þeim alveg til fyrirmyndar. En hver ákvað hvernig húsið ætti að líta út? Jú það kemur í ljós að tvær úr hópnum teiknuðu það upp en á byggingartímanum breyttust forsendur. „Við ætluðum að hafa báðar hæðirnar jafn stórar en það var svo lítið timbur eftir svo við máttum bara setja þak á hálfa efri hæðina svo við bjuggum til svalir úr hinum helmingnum. Við erum allar rosalega ánægðar með þær,“ segja þær. Við hittum þær stöllur þegar verið var að flytja húsið af smíða- vellinum heim í garð þar sem mjög vel er fylgst með því. Þær segj- ast hafa lært mikið á því að vinna svona saman. „Við tökum allar ákvarðanir saman til að við verð- um allar ánægðar í lokin. Stundum greiðum við atkvæði og þá er það meirihlutinn sem ræður. Þannig verður það örugglega þegar við förum að velja litina,“ segja þær. Það stendur semsagt til að mála slotið. „Við máttum byrja að mála á smíðavellinum en við ákváðum að gera það frekar heima því það verður mikið verk,“ segja þær. „Svo ætlum við líka að setja upp gluggatjöld.“ Inni í húsið hafa stúlkurnar smíðað bekk og tvær hillur, svo er stigi upp á loft og þaðan er gengið út á svalirnar. En hvernig ætla þær að nota Ráðhúsið? „Við ætlum að leika okkur þar með dótið okkar.“ „Já og fara þangað með nesti,“ segja þær. Sjálfsagt verða haldnar þar veislur eins og sæmir í ráðhúsi. Snittur og fínerí! gun@frettabladid.i Ráðhúsið reisulega sem byggt var við Naglastræti Margir flottir kofar urðu til í sumar á lóðinni við Háteigsskóla. Einn þeirra gnæfði þó yfir hina. Hann var smíðaður af sex knáum stúlkum sem ætla að halda áfram að prýða bygginguna til að eiga þar afdrep. Hér er verið að flytja Ráðhúsið af smíðavellinum heim í garð þar sem mjög vel er fylgst með því. Stúlkurnar heita Vala Magnús- dóttir, Valdís Eik Ragnarsdóttir, Ragnheiður Íris Ólafsdóttir, Embla Þöll Einarsdóttir og Tinna Birna Björnsdóttir en á myndina vantar Ástu Indíu Valdimarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Silkihúfur Mjúki ferðafélaginn frá Sleep sheep kominn aftur Þroskandi og falleg leikföng fyrir flotta krakka. www.krumma.is Lífrænn gæðastimpill Grunnur að heilbrigðu lífi Allir foreldrar vilja börnum sínum aðeins það besta. Leggjum grunninn að heilbrigði þeirra. www.holle.is Hræðslutakki fyrir börn er nýj- ung á Facebook í Bretlandi. Ungir notendur á Facebook í Bret- landi geta nú tilkynnt áreiti á sam- skiptasíðunni til barnaverndar- stofu. Lögregluyfirvöld og ýmsir stuðningshópar barna í Englandi, Skotlandi og Wales hafa barist fyrir hræðslutakka í nokkra mán- uði þar sem börn verða færð á síðu þar sem hægt verður að tilkynna misnotkunina. - mmf Geta tilkynnt áreiti strax Ungir notendur á Facebook í Bretlandi geta nú tilkynnt áreiti strax með því að ýta á hræðslutakkann. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.