Fréttablaðið - 25.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.10.2010, Blaðsíða 18
 25. OKTÓBER 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Umhverfis hús við Sigtún í Reykjavík er eftirtektarverð girðing. Þar svífa svanir um heiðloftið blátt og elta hver annan. Bjarney Jónsdóttir, íbúi í húsinu, kann söguna bak við listaverkið. „Það var faðir minn, Jón Bjarna- son trésmiður, sem teiknaði girð- inguna. Hann var Reykvíkingur, fæddur 1888 og hafði sem ungl- ingur lært teikningu hjá Stefáni Eiríks syni myndskera. Hann dund- aði alla tíð við teikningu og list- málun þegar tími gafst frá störf- um,“ byrjar Bjarney Jónsdóttir frásögn sína þegar forvitnast er um tilurð grindverksins kring um hús hennar. Bjarney hefur átt heima í húsinu frá 1950 ásamt manni sínum, Ein- ari Elíassyni vélstjóra, og nú býr dóttir þeirra í kjallaranum. „Við byggðum húsið sjálf ásamt föður mínum og fluttum inn í það hálf- byggt því þá var ekki mikið um lán í bönkum og það var kannski ágætt. Svo var girðingin sett upp tíu árum seinna. Faðir minn teikn- aði upp skapalónið af fuglunum og fékk sér járn til að smíða þá úr. Maðurinn minn hjálpaði honum að sjóða grindverkið saman með logsuðutæki en til að gera það end- ingarbetra fóru þeir með það í raf- suðu í Vélsmiðjuna Héðin. Svo var það sett í galvaniseringu og síðan borin á það rauð skipamenja sem grunnur. Eftir það var það málað í þeim litum sem það er í núna.“ Vegna hins góða frágangs í upp- hafi hefur grindverkið aldrei ryðg- að neitt að ráði, að sögn Bjarneyj- ar en það hefur verið málað reglu- lega. „Eitt sinn var ég að búa mig í að mála þegar nágrannakona mín kom að mér og spurði hvort ég ætl- aði nokkuð að fara að breyta litun- um? Hún vildi fyrir alla muni hafa þá eins og þeir voru. Sjálfri fannst mér þetta dálítið skrautlegt þegar það var sett upp fyrst og var svona allt öðru vísi en allstaðar í kring. En nú vildi ég ekki hafa það öðru- vísi.“ Húsið er hvítt með rauðu þaki og bláum gluggum með rauðum línum neðan við. Þegar haft er orð á að fánalitirnir séu ráðandi brosir Bjarney. „Já, pabbi var þjóðlegur í hugsun. Hann valdi litina á húsið og við höfum haldið þeim. Það var líka meiningin hjá honum að hafa grindverk meðfram tröppunum en þá þurfti að safna fyrir öllum hlut- um og hann var orðinn svo fullorð- inn að það komst aldrei upp. Hann var samt búinn að teikna það og drögin eru til. Þau sýna par í þjóð- búningum að dansa upp tröppurn- ar. Ég held að hann hafi fengið hug- myndina þegar hann vann við end- urbætur í Laugarnesskóla. Þar sá hann myndirnar af börnunum sem eru í handriðinu meðfram stigan- um. Þær eru eftir Ásmund Sveins- son sem var nágranni okkar hér í Sigtúninu.“ - gun Heimasmíðað grindverk með svönum á flugi við Sigtún „Sjálfri fannst mér grindverkið dálítið skrautlegt þegar það var sett upp fyrst og var svona allt öðru vísi en allstaðar í kring en nú vildi ég ekki hafa það öðruvísi,“ segir Bjarney Jónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fánalitirnir hafa alltaf prýtt húsið því fyrir neðan bláa gluggana eru rauðar rendur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nú er samkvæmt íslensku dagatali komin vetur á Fróni og því til sönn- unar hefur snjór tekið að falla og frost bitið í kinnar. Sumarið var óvenju gott ræktunarsumar og haustið milt. Því má enn finna fagurlita berja- klasa, nýpur og fræ hangandi utan á greinum trjáa og runna, fuglum og mönnum til gleði og gagns. Fyrir garðeigandann eru mörg verk sem hentar að framkvæma á haustin og fram í fyrstu vetrardag- ana. Sé jörð frostlaus má enn pota niður síðbúnum haustlaukum á útsöluverði úr næstu gróðrarstöð. Pottar, ker og önnur ílát sem ekki þola frost þarf að flytja inn. Einnig þarf að flytja til plöntur sem ekki þola frost, til dæmis rósmar- ínrunnann úr kryddjurtabeðinu. Fyrstu vetrarverkin snúa þó fyrst og fremst að skýlingu. Tilvalið er að nýta lauf og aðra visnaða plöntuhluta í þekjur í beðum, til dæmis yfir fjölæringa eða aðrar viðkvæmar plöntur og rætur. Í snjónum hafa plönturnar gott skjól og einangrun. Þar sem honum er ekki alltaf til að dreifa, til dæmis á Suðurlandi, getur vetrarskýling gert gæfumuninn þegar plöntur standa mjög áveðurs og á móti ríkj- andi vindátt. Svo kölluð rótarskýling er hvers konar þekja af laufi, greinum, trjákurli eða hálmi sem sett er ofan á beðin. Athugið að hreinsa beðin ekki of snemma á vorin. Lauf- blöð og önnur lífræn þekja skýlir undirliggjandi gróðri og lífverum moldarinnar. Á haustin þegar lauf tekur að falla er æskilegt að raka mesta laufið af grassvæðum en óþarfi er að henda því, frekar að dreifa laufinu í beðin í of- angreindum tilgangi. Svo kölluð skjólgerði geta verið úr margvíslegu efni og oft er hægt að nota þau ár eftir ár. Oftast eru timburstaur- ar reknir í jörðu og klæðning fest á milli. Æskilegt er að hafa klæðningu ekki allt of þétta enda má gjarnan leika um plönturnar einhver vindur. Einnig geta of þéttar skjól- grindur valdið því að vindurinn brotnar ekki heldur steyp- ir sér yfir þær. Skjólhlífar eru oftast gerðar úr timburhælum og klædd- ar með striga, til dæmis hið hefðbundna ,,indjánatjald” það er þegar hælum er stungið skáhallt í jörðu og þeir mætast í toppinn þar sem þeir eru bundnir saman. Utanum er svo vafið striga, þó þannig að lofti á milli. Upp úr áramótum er nauðsynlegt að skýling sé komin í kringum plönturnar en seinnipart vetrar og fram á vor er hættan á skemmdum mest. Fjarlægja þarf skýlinguna þegar næturfrostum linnir og frost hverfur úr jarðvegi. Lesa má meira um vetrarskýlingu í bók- inni „Vinnan í garðin- um“ og á heimasíðunni www.horticum.is. Um vetrarskýlingu plantna GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ MAGNÚS BJARKLIND GARÐYRKJUFRÆÐINGUR ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.