Fréttablaðið - 25.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.10.2010, Blaðsíða 2
2 25. október 2010 MÁNUDAGUR MENNTAMÁL Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarna- sonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafn- mikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmt- ungur vissi ekki hvort mismun- ur væri þar á milli. Þetta eru nið- urstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskól- um – upplifun fagfólks skólanna,“ og var gerð af Huldu Karen Dan- íelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardótt- ur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinn- ar eru þær að almenn ánægja virð- ist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum upp- runa, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um átta prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekk- ist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt,“ segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess.“ sunna@frettabladid.is Rannsókn Þórodds Bjarnasonar var gerð meðal allra nemenda í 6., 8. og 10. bekk á landinu. Þóroddur segir að ein möguleg ástæða fyrir skekkjunni í könnununum tveimur sé sú að hluti af því einelti sem börnin verði fyrir eigi sér stað utan skóla og því verði starfsfólk skólanna ekki eins vart við það. Hann segir þó að mikill kynjamunur sé í niðurstöðunum og að auðveldara virðist fyrir stráka en stelpur að falla inn í hópa. Einnig kemur fram í rann- sókninni að mikill munur sé á milli skóla og mikilvægt sé að átta sig á því að langflestir nemendur upplifa ekki einelti, hvort sem þeir eru af innlend- um eða erlendum uppruna. Einelti ekki staðbundið við skólann Fagfólk skóla virðist vanmeta eineltið Börn erlendra foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti heldur en þau sem eiga íslenska foreldra. Fagfólk í skólum telur báða hópa verða jafnmikið fyrir einelti. Einelti er fátítt á Íslandi miðað við samanburðarlönd. Á SKÓLALÓÐINNI Í rannsókn Þórodds Bjarnasonar kemur fram að 16 prósent nemenda í 10. bekk, sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna, telja sig hafa orðið fyrir einelti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hilmir, ætlarðu að gefa Stefáni einn á snúðinn? Ég ætla að minnsta kosti ekki að hengja hann, en hann verður tekinn í bakaríið. Hilmir Hjálmarsson bakari og Stefán Gaukur Rafnsson, starfsbróðir hans, munu eigast við í hnefaleikabardaga um næstu helgi. Bardaginn er til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Íslendingurinn sem lést af slysförum í Riga, höfuðborg Lettlands, á föstudag, hét Árni Freyr Guðmundsson. Hann var á ferð í Lettlandi með vinnufélögum sínum þegar slysið átti sér stað. Lést í Riga FÓLK „Ég bið íslenskar konur um að styðja erlendar samstarfskonur sínar og hvetja þær á Kvennafrídag- inn,“ segir Sabine Leskopf, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Kvennafrídagurinn er í dag. Þá hyggjast konur ganga út af vinnustöðum sínum klukkan 14.25 til að minna á sameiginleg baráttumál sín. Sabine Leskopf óttast að konur af erlendum uppruna taki ekki virk- an þátt í viðburðinum. Á kvennafrídeginum 2005 hafi þátttaka erlendra kvenna verið mjög lítil. „Ástæðan var örugglega að hluta til sú að konurn- ar vissu ekki af deginum. Tengsl þeirra við kvenna- hreyfinguna voru lítil og upplýsingar voru ekki þýdd- ar. Síðan held ég að þessar konur hafi einfaldlega verið hræddar um að missa vinnunna á meðan íslenskar konur hins vegar bara gengu út; það kom ekkert annað til greina,“ segir Sabine. Þá kveður Sabine jafnvel hafa verið dæmi um það árið 2005 að atvinnurekendur hafi boðið erlendum konum aukagreiðslur fyrir að vinna á meðan íslensk- ar starfssystur þeirra gengu út. Hún hafi þó ekki heyrt af slíku nú. Sabine ráðleggur erlendum konum að leita ráða hjá íslenskum konum á vinnustöðunum. „Íslenskar konur með sína sögu og reynslu geta verið mikill styrkur fyrir erlendar samstarfskonur sínar. Þetta er mál sem snertir okkur allar og erlendar konur verða fyrir tvö- földu misrétti, ekki síst hvað varðar launamun.“ - gar Formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna óttast forföll á Kvennafrídaginn: Konur styðji útlendar starfssystur SABINE LESKOPF Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna óttast að konur af erlendum uppruna taki ekki virkan þátt í Kvennafrídeginum. HAÍTÍ, AP Heilbrigðisyfirvöld á Haítí telja að að minnsta kosti 208 manns hafi látist úr kóleru og um 2.700 til viðbótar hafi sýkst í Artibonite-héraðinu, norður af höfuðborginni Port-Au-Prince. Tala sýktra hefur hækkað jafnt og þétt og óttast yfirvöld að næstu fórnarlömb veirunnar verði þau hundruð þúsunda sem misstu heimili sín í jarðskjálft- anum á Haítí í janúar. „Ef far- aldurinn nær til Port-au-Prince, þar sem börn og fjölskyldur lifa við slæma hreinlætisaðstöðu og í allt of þröngu rými, gæti útkom- an orðið hræðileg,“ sagði Dr. Estrella Serrano hjá hjálparsam- tökunum World Vision. - fb Kólerufaraldur á Haítí: 208 hafa látist og 2.700 sýkst VEIKT BARN Óttast er að kólera muni breiðast hratt út á Haítí á næstunni. MYND/AP LÖGREGLA Milli sextíu og sjötíu manns sem heimsóttu Útvarps- húsið í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins á laugardaginn fengu sekt upp á fimm þúsund krónur fyrir að leggja bíl sínum ólöglega á meðan á heimsókninni stóð. Á vef Ríkissútvarpsins segir varðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar að um hefðbundið eft- irlit hafi verið að ræða. Þegar fólk leggi bíl sínum ólöglega fái það sekt. Alls heimsóttu tæplega sex þúsund gestir Útvarpshúsið en þar voru meðal annars til sýnis gamlir munir og fengu gestir leiðsögn um húsið. - rat Opið hús hjá Ríkisútvarpinu: Gestir sektaðir í afmælisfagnaði LÖGREGLUMÁL Talsverð ölvun var á Suðurnesjum um helgina. Þrír voru handteknir, grunað- ir um líkamsárás eftir að slags- mál brutust út í Hafnargötu í Reykjanesbæ og gistu þeir fangageymslur. Einnig leysti lögreglan á Suður- nesjum upp gleðskap þar sem unglingar höfðu áfengi um hönd og þurfti að hafa afskipti af tveimur 15 ára stúlkum vegna ölvunar. Foreldrar stúlknanna voru látnir vita og sóttu þeir stúlkurnar á lögreglustöðina. - rat Unglingadrykkja og slagsmál: Þrír grunaðir um líkamsárás Nokkrir gistu fangageymslur Alls gistu átta fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eitthvað var um pústra milli manna að sögn lögreglunnar en ekki kom til alvarlega átaka. LÖGRELGUFRÉTTIR SLYS Lítil fisþyrla brotlenti á Esjunni um kvöldmatarleytið í gær. Tveir menn voru um borð í þyrlunni og slösuðust þeir ekki samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Mennirnir gengu sjálfir niður af fjallinu. Tildrög þess að þyrl- an brotlenti eru ekki kunn. Í gær- kvöldi hugðist Landhelgisgæslan fljúga yfir Esjuna til að mynda vettvang óhappsins en aðstæður voru erfiðar vegna myrkurs. - jhh Tveir menn sluppu óslasaðir: Fisþyrla brot- lenti á Esjunni ÚTVARPSHÚSIÐ Í EFSTALEITI Lögregl- an sektaði tugi manna fyrir að leggja ólöglega þegar Ríkisútvarpið var með opið hús. STJÓRNMÁL Aðgangsharka við innheimtu opinberra aðila verður tekið til umfjöllunar á næsta fundi menntamálanefnd- ar Alþingis eftir ákall einstæðr- ar móður. Ónafngreind einstæð móðir sendi þingmönnum bréf þar sem hún fór yfir samskipti sín við Ríkisskattstjóra og Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og sagði hún farir sínar ekki sléttar. Hún hafi verið í námi en um leið þurft að greiða af námslánum, en greiðslubyrðin reyndist henni ofviða. Segir hú n me ð a l annars að „ef alþingismönn- um er í raun a lvara með því að koma til móts við skuldsettar fjölskyldur í stórum vanda þá má kannski byrja á að líta til eigin krafna ríkisstofnana sem eru að nauð- beygja fólk.“ Skúli Helgason, þingmað- ur Samfylkingar og formaður menntamálanefndar, segir að á fundinum verði farið yfir vinnu- aðferðir og verklagsreglur LÍN. „Það sem skiptir mestu máli er að reyna að tryggja það að nú, þegar stjórnvöld eru að reyna að finna bestu lausnirnar á skulda- vanda heimilanna, gangi opin- berir aðilar fram fyrir skjöldu og sýni þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er gagnvart þeim sem eiga í skuldavanda.“ -þj Fundað í menntamálanefnd Alþingis vegna innheimtuaðgerða opinberra aðila: Fundað vegna meintrar hörku LÍN SKÚLI HELGASON SPURNING DAGSINS Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 697 kr/kg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.