Fréttablaðið - 25.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.10.2010, Blaðsíða 4
4 25. október 2010 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 9° 9° 9° 9° 3° 9° 9° 23° 10° 25° 21° 32° 4° 11° 15° 5° Á MORGUN 5-10 m/s. MIÐVIKUDAGUR 8-13 m/s. 0 0 -3 -2 2 -2 2 -4 4 7 23 10 9 15 8 7 6 12 7 7 5 -1 3 5 6 1 2 0 3 5 7 2 VONSKUVEÐUR um sunnan og vestanvert landið í dag en búist er við stormi og mikilli úrkomu um tíma. Norðan og austan til verður heldur hægari vindur og úrkomulítið fram á kvöld. Það hlýnar í veðri og má búast við slyddu norðan til á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LANDEYJAHÖFN Dýpkun Landeyjahafnar gengur vel og samkvæmt áætlun en ófært hefur verið um höfnina vegna ösku og sands. Bæði dæluskipin, Sóley og Perlan, hafa verið að störfum í höfninni undanfarna daga en sogrör frá dæluskipinu Perlunni hefur í tvígang brotn- að við dýpkun hafnarinnar. Síðan á föstudag hafði hluti rörsins setið fastur í höfninni en dæluskipið Sóley kom til aðstoðar á fimmtudag. Í gær var búið að dýpka í kringum rörið og fór kafari niður til að kanna aðstæður. „Ég reikna fastlega með því að rörið hafi náðst upp,“ sagði Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar í gær. Ekki er ljóst hvenær Herjólfur getur aftur hafið siglingar um Landeyjahöfn en samkvæmt upplýsing- um Siglingastofnunar er ölduspá fyrir næstu daga ekki góð. Þegar líður á vikuna mun því verða farið yfir verkáætlun miðað við ölduspá og þá kemur í ljós hvernig framhaldið verður. Herjólfur siglir nú milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. - rat Enn ríkir óvissa um það hvenær Landeyjahöfn verður opnuð: Bæði dæluskipin að störfum í höfninni SÓLEY Í LANDEYJAHÖFN Dæluskipið Sóley kom til Landeyja- hafnar á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SAMFÉLAGSMÁL Björgunarsveit- irnar á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið í notkun nýjan stjórnstöðv- arbíl sem ber heitið Björninn. Smíði bílsins tók tuttugu mán- uði og var hún að mestu unnin í sjálfboðavinnu. Þetta er einn fullkomnasti stjórnstöðvarbíll Evrópu. Í honum er nýjasta fjar- skiptatækni sem völ er á, þar á meðal þrettán tölvuskjáir, raf- stöð, símstöð og tveir kílómetrar af rafmagnsköflum. Áður en bíln- um var breytt var hann í notkun hjá Mjólkursamsölunni í Búðar- dal. - fb Björninn tekinn í notkun: Einn flottasti bíllinn í Evrópu BJÖRNINN VÍGÐUR Björninn var vígður fyrir utan Grand Hótel þar sem ráðstefn- an Björgun fór fram um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVÍÞJÓÐ Íbúi í Malmö í Svíþjóð kom auga á holu eftir byssuskot í svalahurð sinni er hann vaknaði í gærmorgun. Grunur leikur á um að byssumaðurinn, sem hefur skotið ítrekað á innflytjendur í borginni, hafi verið þar að verki. Íbúinn vaknaði við hávaða um nóttina en hélt að verið væri að sprengja flugelda. Hann hélt áfram að sofa en kom síðan auga á holuna um morguninn og hringdi þá í lögregluna. Þetta var átjánda skotárásin af þessu tagi í Malmö undanfarið ár. - fb Enn ein skotárásin í Malmö: Skaut úr byssu á svalahurð UMFERÐIN Tvær bílveltur urðu á Ólafsfjarðarvegi á laugardag- inn. Ekki urðu slys á fólki. Jeppi valt við bæinn Krossa um klukk- an fimm og var ökumaður bílsins fluttur á slysadeild til skoðunar. Meiðsl hans reyndust ekki alvar- leg. Þá valt annar bíll rétt fyrir miðnættið. Fimm voru í bílnum og sluppu með minniháttar meiðsli. Þriðja bílveltan varð í Öxna- dal á föstudag, en ekki urðu slys á fólki. Slysin má öll rekja til hálku á vegum að sögn lögreglunnar á Akureyri. - rat Bílveltur á Ólafsfjarðarvegi: Fólkið slapp lítið slasað EVRÓPUMÁL Steingímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafn- ar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksfor- ystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á mál- þinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginleg- an farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörns- son, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB- aðild, enda sé mikill samhljómur milli grund- vallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismál- um. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurn- ar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af ein- hverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vand- ræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Stein- grímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýð- ræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Ekki gjá milli forystu og grasrótar innan VG Formaður Vinstri grænna segist líta á áskorun frá hópi flokksmanna sem hvatningu til forystunnar. Formaður ASÍ furðar sig á andstöðu VG við ESB- aðild. Utanríkisráðherra hefur ekki áhyggjur af efasemdarröddum innan VG. Við erum ekkert feimin við hreinskipt- in skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur. SETINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ÖRYGGISMÁL Skátahreyfingin dreifir endurskinsmerkjum á næstu dögum til allra 6 ára barna á höfuðborgarsvæðinu og í pósti til allra barna á landinu. Tilefn- ið er endurskinsmerkjaherferð Arion banka, Skátahreyfingar- innar, Umferðarstofu og ríkislög- reglustjóra, Láttu ljós þitt skína. Einnig verður hægt að nálgast merkin í útibúum Arion banka og fengið þau send heim ef sendur er póstur á Umferðarstofu á net- fangið fraedsla@us.is. - sv Endurskinsmerkjaherferð: Öll sex ára börn fá frí merki ENDURSKINSMERKI Á BÖRNIN Átakið undirstrikar mikilvægi þess að vegfar- endur séu vel sýnilegir í umferðinni til að forðast slysin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þingmenn styðji Helguvík Bæjarráð Garðs segir að hver og einn eigi að líta til ábyrgðar sinnar um framgang álvers í Garði og skorar á Oddnýju G. Harðardóttur, Atla Gíslason og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Suðurkjördæmis, að styðja frumvarp Árna Johnsen um að ríkið komi að kostnaði við uppbyggingu hafnar í Helguvík á sambærilegan hátt og gert hafi verið við aðrar stór- skipahafnir á liðnum árum. SVEITARSTJÓRNARMÁL AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 22.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,3695 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,04 112,58 175,78 176,64 155,84 156,72 20,896 21,018 19,142 19,254 16,800 16,898 1,3802 1,3882 175,92 176,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.