Fréttablaðið - 25.10.2010, Blaðsíða 16
Sýningin Handverk og hönnun
hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur,
fimmtudaginn 28. október
klukkan 17. Þar gefst gestum
og gangandi tækifæri til að kynn-
ast íslensku handverki, listiðnaði
og hönnun en listamennirnir
kynna sjálfir vörur sínar í
Ráðhúsinu.
Þetta er í fimmta sinn
sem Handverk og hönnun
stendur fyrir þessum við-
burði. Í ár verða einn-
ig Skúlaverðlaunin
veitt í þriðja sinn,
verðlaun um besta
nýja hlutinn, og
hefur verðlaunahaf-
inn verið valinn úr hópi
þeirra þátttakenda sem tilkynntu
Handverki og hönnun um nýja
vöru. Skúlaverðlaunin eru styrkt
af Samtökum iðnaðarins og mun
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri
samtakanna, afhenda þau klukkan
19.00.
Sýningin hefur verið vel sótt
undanfarin ár og segja aðstandend-
ur hennar gróskuna og fjölbreytn-
ina í vörum aldrei hafa verið meiri
en nú en yfir 60 hönnuðir, hand-
verks- og listafólk taka þátt.
Hægt er að skoða kynningu á
öllum þátttakendum á heimasíð-
unni : www.handverkoghonnun.is
Sýningunni lýkur mánudaginn 1.
nóvember klukkan 19.
heida@frettabladid.is
Sæunn
Þorsteinsdóttir
www.frusa-
eunn@gmail.
com
Steinunn Vala Sigfúsdóttir www.hrin-
geftirhring.is
Helena Sólbrá
www.helenasolbra.is
Nýir konfektkassar frá Nóa
Síríusi eru að koma í verslanir
þessa dagana. Kassana prýða
myndir af málverkum eftir
Gunnellu Ólafsdóttur.
„Þeir höfðu samband við mig frá
Nóa Síríusi og sögðu að í tilefni af
90 ára afmæli fyrirtækisins væru
þeir að fara af stað með nýja línu
af konfektkössum og hefðu áhuga
á að bjóða upp á íslenska mynd-
list. Þeir spurðu hvort ég væri
til í samstarf og ég náttúrulega
játti því,“ segir Gunnella Ólafs-
dóttir myndlistarkona, en myndir
af málverkum hennar prýða nýja
gerð konfektkassa frá Nóa Síríusi,
sem eru að koma í verslanir þessa
dagana.
„Það varð úr að þeir völdu fjórar
myndir eftir mig, tvær með vetr-
arstemningu og tvær með sum-
arstemningu,“ segir Gunnella.
„Myndirnar eru notaðar á tvenns
konar kassa, 600 gramma og 300
gramma. Myndirnar sem þeir
völdu voru þegar til staðar, sumar
óseldar og aðrar í einkaeign, en
ég átti til ljósmyndir af þeim sem
voru notaðar fyrir prentunina.“
Gunnella er ánægð með hvernig
til tókst. „Ég er ánægð, en fyrst og
fremst stolt og ánægð með verk-
efnið. Mér finnst heiður að hafa
fengið þetta tækifæri og þetta er
góð kynning á því sem ég er að
gera. Fyrir utan það að mér finnst
alveg frábært að stórt og virt fyr-
irtæki skuli kynna íslenska mynd-
list á þennan hátt. Eini gallinn á
þessu er að nú veit fjölskyldan
hvað verður í jólapakkanum í ár.“
Gunnella veit ekki af hverju hún
varð fyrir valinu. „Kannski er það
af því að myndirnar mínar eru svo-
lítið þjóðlegar og litríkar og hver
segir sína sögu. Myndefnið og hug-
myndirnar koma víða að, bæði úr
nútímanum og æsku minni. Ég set
oft hugmyndir í gamalt form og
umhverfi frá tímum afa og ömmu.
Ég hef alltaf haft gaman af því
sem er gamalt og á sér einhverja
sögu,“ segir Gunnella. - fsb
Jólagjafirnar eru
ekki leyndarmál
Vetrarstemning á konfektkössum. Gunnella Ólafsdóttir umkringd frummyndunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
● Konur eru þrisvar sinnum lengur á
baðherberginu en karlar.
● Manneskja fer að meðaltali 2500
sinnum á klósettið á ári.
● Á heimsvísu er talið að sjö milljónir
farsíma lendi árlega í klósettinu.
● Fólk eyðir minnst þremur árum
af ævi sinni á
baðherberginu.
● Bandaríkjamenn
eiga heimsmet
í notkun
klósettpappírs.
● Fólk hefur orðið
uppvíst að því
að sturta ýmsu
í klósettið,
þar með talið
gullfiskum,
fölskum
tönnum, músum,
hömstrum,
tannburstum,
nærbuxum, sokkum og leikföngum.
● Barn notar að meðaltali tíu þúsund
bleiur þar til það lærir að fara sjálft
á klósettið.
● Karlmenn eyða að meðaltali140
dögum af ævi sinni í að raka sig.
● Fjórir lítrar af vatni fara til spillis ef
fólk lætur vatnið renna meðan það
burstar í sér tennurnar.
● Sú tala hækkar upp í 16 lítra ef vatn
er látið renna meðan menn raka sig.
● Það fyrsta sem fólk rekur augun í
þegar komið er inn á baðherbergi
er hversu mikið er eftir á
klósettrúllunni.
● Langflestir ganga úr skugga um
að til sé meiri klósettpappír í
baðherbergisskápnum.
Tölfræði um bað-
herbergisferðir
MARGT SEM VIÐ EKKI VISSUM EN
GRUNAÐI KANNSKI UM NÁÐHÚSIÐ.
Ólöf Erla
Bjarnadóttir
www. kirs.is
Elísabet Jóns-
dóttir og Olga
Hrafnsdóttir
www.volki.is
Handverk í Ráðhúsinu
Gróska og fjölbreytni er sögð einkenna sýninguna Handverk og hönnun sem hefst á fimmtudaginn kem-
ur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Yfir 60 hönnuðir, handverks- og listafólk kynna vörur sínar á sýningunni.
Þórdís Jónsdóttir
www.thor-
disjonsdottir.
com
Létt leikfimi í Rauða kross húsinu Kl. 10:00 Vöflukaffi Kl. 14:00-15:30
Gönguhópur Kl. 13:00-14:00 Hláturjóga kl. 15:00-16:00
Listin að lifa - Art of Living - Öndunartækni og hugleiðsla sem hjálpar
til við að lifa í núinu. Umsjón Lilja Steingrímsdóttir. Kl. 13:00 -14:00
Enskuhópur - Viltu æfa þig í að tala ensku? Komdu og æfðu þig í að tala
ensku og fáðu leiðsögn í hvernig þú getur bjargað þér á ensku í daglegu tali.
Umsjón: Ásgerður Einarsdóttir, ferðamálafræðingur. Kl. 14:00 -15:00
Gönguhópur kl. 13:00 -14:00 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14:00 -16:00
Skiptifatamarkaður kl. 14:00 -16:00
Borgartúni 25 | Reykjavík |
raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is |
Opið mánudaga til föstudaga kl. 13-16
Dagskrá vikunnar
Rauðakrosshúsið Reykjavík
- fyrir atvinnuleitendur
Vikan 25. - 29. október
Mánudagur 25. október
EFT og djúpslökun - Lærðu að innleiða EFT (Emotional Freedom
Techniques) í þitt daglega líf og umbreyttu heftandi viðhorfum. Þú átt skilið
að njóta tilfinningalegrar gleði, góðrar heilsu og slökunar.
Umsjón: Viðar Aðalsteinsson EFT sérfr. Kl. 14:00 -16:00
Þriðjudagur 26. október
Miðvikudagur 27. október
Fimmtudagur 28. október
Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Briddsklúbbur kl. 14:00 -16:00
Indland - Matur og menning. Fjallað verður um menningu landsins og
sýndar myndir. Eldaður Indverskur réttur í lokin og borðað saman.
Umsjón: Hrafnhildur Gísladóttir. Kl.13:00-14:30
Hvað liggur þér á hjarta? - Spjallhópur Býflugna. Kl.13:30-15:00
Föstudagur 29. október
Qi-Gong - Fáðu leiðsögn í Qi-Gong æfingum sem hjálpa fólki að afla,
varðveita og dreifa orku um líkamann. Umsjón: Viðar H. Eiríksson. Kl. 12 -13
Bowen tækni - kynning á Bowentækni sem getur lagað kvilla og bætt
líðan til muna. 20 mínútna einstaklings prufutími. Skráning nauðsynleg.
Umsjón: Guðmann Elíasson, Bowen tæknir. Kl.13:00-15:00
Myndlist - Býr listamaður í þér? Nú er tækifærið að finna hann og þroska
með aðstoð myndlistarkennara sem leiðbeinir í olíu- og vatnslitamálun,
meðferð pastellita og teikningu. Umsjón: Teresa Rodrigues, mynd- og
leirlistakona. Kl. 13:30 -15:30
Ljósmyndaklúbbur kl. 13:00 -14:00 Prjónahópur kl. 13:00 -15:00
Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur - Skráning æskileg. Kl. 14:00 -16:00
Saumasmiðjan Kl. 13:00-15:00 Jóga Kl. 14:30-15:30 ATH!! Breyttur tími.
Áríðandi er að umgangast heita vatnið á heimilinu af varkárni, meðal annars með
því að vera með hitastýrð blöndunartæki, tryggja gott eftirlit með þeim og láta
renna úr þeim til að ná réttu hitastigi svo fátt eitt sé nefnt. Nánar á www.or.is