Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Síða 12
12
1977-03-30 Umburðarbréf nr. 7.
— Umdæmisstöðvarnar —
Póstnúmeraskrá hefur verið send öllum póststöðvum og skal henni dreift til
allra heimila, stofnana og fyrirtækja.
Tilkynnið eftir þörfum.
1977-03-31 Umburðarbréf nr. 8.
— Umdæmisstöðvarnar —
Eftirtaldar símstöðvar verða lagðar niður frá og með 1. 4. 1977:
Símstöðin Ásgarður, Grimsneshreppi, Árnessýslu. Frá sama tíma verða sím-
notendur frá Ásgarði tengdir símstöðinni á Selfossi.
Bólstaðarhlið í Bólstaðarhlíðarhreppi og Svinavatn í Svínavatnshreppi, Austur-
Húnavatnssýslu. Handvirkir notendasímar verða tengdir til símstöðvarinnar á Blöndu-
ósi en 12 notendasímar verða tengdir við sjálfvirku símstöðina í Bólstaðarhlíð.
Símstöðin Tjarnir í Fellshreppi, Skagafirði. Handvirkir notendur verða tengdir
til símstöðvarinnar á Hofsósi.
Tilkynnið eftir þörfum.
1977-03-30 Umburðarbréf nr. 9.
— Umdæmisstöðvarnar —
Póst- og símamálastjórnin hefur gefið út bókina íslensk lrímerki í hundrað ár —
Saga íslenska frímerkisins. Ákveðið hefur verið að hún verði til sölu á póst- og
símstöðvum og geta þær pantað hana hjá Birgðavörslu pósts og síma. Verð bókar-
innar er kr. 30 000.00, með söluskatti.
Tilkynnið eftir þörfum.
1977-04-18 Umburðarbréf nr. 10.
— Umdæmisstöðvarnar —
Nýtt gengi fyrir útborganir úr norskum póstsparibankabókum hefur verið
ákveðið frá 18. apríl 1977, sem hér segir:
100 nkr. = 3 400 íkr.
Tilkynnið eftir þörfum.
1977-04-27 Umburðarbréf nr. 11.
— Umdæmisstöðvarnar —
Eftirtaldar símstöðvar verða lagðar niður frá og með 1977-05-01. Símstöðin
Kiðjaberg, Grímsneshreppi, Árnessýslu, og símstöðin Minni-Borg, Grímsneshreppi,
Árnessýslu. Frá sama tíma verða símnotendur frá þessum stöðvum tengdir sím-
stöðinni á Selfossi.
Tilkynnið eftir þörfum.