Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Side 15

Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Side 15
15 Umburðarbréf nr. 22. — Umdæmisstöðvarnar — Bandaríska póststjórnin hefur tilkynnt, að vegna verkfalls hafnarverkamanna falli niður afgreiðsla á skipspósti. Skipspóstur verður því ekki sendur héðan til Bandaríkjanna meðan verkfallið slendur, en flugpóstur verður með eðlilegum hætti. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-10-10 Umburðarbréf nr. 23. — Umdæmisstöðvarnar — í morgun barst í bréfi eftirfarandi tilkynning frá kjaradeilunefnd: „Á fundi Kjaradeilunefndar 7. október 1977 var samþykkt svofelld bókun: a) Nefndin er sammála um að starfsemi símans verði haldið gangandi að því marki, að liægt sé að sinna neyðarverkefnum svo sem að ná til læknis, sjúkrabíls, lögreglu og slökkviliðs. Einnig verði veitt nauðsynleg þjónusta vegna veðurskeyta til Veðurstofu íslands. b) Samþykkt að allar símstöðvar og fjarskiptastöðvar (strandstöðvar) verði mann- aðar til að sinna neyðarþjónustu. Samkvæmt því er nauðsynlegt að allir sím- stöðvarstjórar verði verði undanþegnir verkfallsskyldu og stjórni örvggisgæslu og neyðarþjónustu. c) Samþykkt að loranstöðvar á Gufuskálum, Vík í Mýrdal og Loran Monitorstöðin á Keflavíkurflugvelli verði full-mannaðar, ef verkfall verður. d) Samþykkt að sendistöðin á Rjúpnahæð og endurvarpsstöðin á Vatnsenda starfi þótt verkfall verði. e) Samþykkt að starfsmenn radióflugþjónustunnar í Gufunesi hlusti eftir flugvélum og veiti þjónustu í neyðarlilvikum. f) Samþykkt að strandstöðvar sbr. b. lið hér að framan, veiti nauðsynlega þjónustu vegna tilkynningarskyldu skipa. g) Samþykkt að sá starfsmannafjöldi símstöðvarinnar í Reykjavík sem skv. fylgi- skjali II með bréfi Kristjáns Helgasonar, er minnsti hugsanlegi fjöldi starfsmanna til að annast neyðarþjónuslu í verkfalli vinni þótt til vcrkfalls komi. Starfsmannafjöldi þessi er samþykktur án þess að með því sé tekin afstaða til verkskipulags á fylgiskjali II. Vegna framangreindra ákvarðana, er óskað eftir nafnalista þeirra starfsmanna, sem vinna skulu í verkfalli." Til frekari upplýsinga í sambandi við tilvitnun i bréfi Kristján Helgasonar eru umdæmisstjórarnir beðnir að bafa símasamband við Kristján Helgason ef þörf krefur. Ennfremur eru umdæmisstjórarnir beðnir að tilkynna framkvæmdastjóra um- sýsludeildar nafnalista þeirra starfsmanna, sem vinna skulu i verkfalli, vegna fram- angreindra ákvarðana kjaradeilunefndar. Tilkvnnist eftir þörfum. 1977-10-25 Verkfalli aflétt. Umburðarbréf nr. 24. — Til allra stöðva —

x

Póst- og símatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.