Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Side 18

Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Side 18
4. gr. Forseti íslands skipar póst- og símamálastjóra, sem veitir póst- og símamála- stofnun forstöðu. Samgönguráðherra skipar annað starfsfólk stofnunarinnar, að fengnum tillögum póst- og símamálastjóra og starfsmannaráðs póst- og símamálastofnunar, sbr. 10. gr. Ráðherra getur þó falið póst- og símamálastjóra að auglýsa lausar stöður og ganga frá skipunarbréfum í stöður hjá póst- og símamálastofnun. 5. gr. Starfsemi pósL- og símamálastofnunar greinist í meginatriðum í stjórnunarhluta stofnunarinnar og rekstrarhluta. Stjórnunarhluti stofnunarinnar skiptist í fjórar aðaldeildir, fjármáladeild, tækni- deild, umsýsludeild og viðskiptadeild. Rekstrarhluti stofnunarinnar skiptist í fjögur póst- og símaumdæmi. Hverri aðaldeild stjórnar framkvæmdastjóri, en umdæmisstjóri hverju umdæmi- Framkvæmdastjórar og umdæmisstjórar heyra beint undir póst- og símamálastjóra. 6. gr. Aðaldeildir vinna að stefnumörkun í störfum stofnunarinnar, áætlanagerð, eftir- liti, almennum fyrirmælum og öðrum heildarstefnumálum, sem varða stofnunina. Helstu verkefni hverrar aðaldeildar eru m. a. sem rér segir: 1. Fjármáladeild: fjárhagsáætlanir stofnunarinnar, þ. m. t. allar almennar áætl- anir vegna rekstrar og framkvæmda, reikningshald stofnunarinnar og aðalhókhald, fjárreiður og gerð greiðsluáætlana, endurskoðun undir yfirumsjón ríkisendurskoð- unar, rekstraryfirlit, hagkvæmnisútreikningar, innkaup, aðalbirgðavarsla og gjald- skrármál. 2. Tæknideild: læknileg áætlanagerð varðandi sima og önnur fjarskiptamál, uppsetning á sjálfvirkum stöðvum, sambandabúnaður, radíósambönd stofnunarinnar, radíóeftirlit, tíðnieftirlit, fjölþjóðasamskipti um síma- og fjarskiptamál. 3. Umsýsludeild: skipulags- og hagræðingarmál, starfsmannamál, fræðslumál stofnunarinnar, bygging og umsýsla fasteigna og almenn þjónustumál innan stofn- unar, skipulag skjalasafna og umsjón mötuneyta. 4. Viðskiptadeild: mál sem lúta að þjónustu stofnunarinnar við notendur al- mennt, bæði að því er varðar póstmál og símamál, skipulag póst- og símaþjónustu, póstþjónustu og póstdreifingar, póstgíró, umferðarmáladeild, frímerkjaútgáfa og varsla, símaskrá, almannatengsl og upplýsingaþjónusta, útgáfa reglna og fyrirmæla um framkvæmd póst- og símaþjónustu og eftirlit með þvi, að þeim sé fylgt, kvart- anir og skaðabótamál. Nánar skal kveðið á um starfsemi aðaldeilda í reglugerð, sem ráðherra setur. 7. gr. Póst- og simaumdæmin skulu annast allan rekstur stofnunarinnar hvert á sínu svæði. Umdæmi I nær af Skeiðarársandi í Gilsfjarðarbotn, umdæmi II þaðan að mörk- mn Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu, umdæmi III þaðan að rnörkum Norður- Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu, umdæmi IV þaðan á Skeiðarársand. Umdæmisstjórar hafa hver i sinu umdæmi yfirstjórn og eftirlit með rekstri póst- og símastöðva, verkstæða, birgðastöðva og öðrum rekstri á vegum póst- og símamálastofnunar i umdæminu, í samræmi við rekstraráætlanir og önnur þau fyrirmæli, er gilda um rekstur stofnunarinnar. Umdæmisstjóri skal hafa eftirlit með fjárreiðum og birgðum hjá póst- og símaslöðvum og öðrum þeim, sem fara

x

Póst- og símatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.