Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Síða 19

Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Síða 19
19 nieð fjárreiður eða eignir stofnunarinnar í umdæminu. Hann skal eiga frumkvæði að tillögugerð um framkvæmdir stofnunarinnar og bættan rekstur. Nánar skal kveðið á um starfssvið og skyldur umdæmisstjóra og starfsskipt- ingu innan umdæmisins í reglugerð, sem ráðherra setur. 8. gr. Pósl- og símamálastjóri skal eigi sjaldnar en ársfjórðungslega kalla saman fund með framkvæmdastjórum aðaldeilda og umdæmisstjórum stofnunarinnar. Á þeim fundum skal póst- og símamálastjóri leggja fram rekstrar- og framkvæmdaáætlanir, sbr. 9. gr., til umræðu, ásamt öðrum þeim málum, sem á dagskrá eru hverju sinni, og skulu þar rædd meginstefnumál og verkefni stofnunarinnar. Ár hvert skal a. m. k. einn þessara funda vera sameiginlegur með starfsmannaráði póst- og símamála- stofnunar, sbr. 10. gr. 9. gr. Póst- og símamálastjóri lætur gera, til fjögurra ára í senn, áætlun um fram- kvæmdir stofnunarinnar. Skal áætlunin taka mið af 1. mgr. 3. gr. laga þessara, byggja á raunhæfum fjárhagsforsendum og skal framkvæmdum raðað eftir for- gangsröð. Áætlun þessa skal endursltoða árlega, þannig að ávallt liggi fyrir áætlun til fjögurra ára. Áætlunin skal greina markmið stofnunarinnar á einstökum þjónustusviðum og hafa að geyma yfirlit um æslcilegar þjónustubreytingar á áætlunartimanum. Þá skal áætlunin innihalda rekstraráætlun í meginatriðum og fjármögnunaráætlun fyrir sama timabil. Póst- og símamálastofnun skal senda samgönguráðuneytinu framkvæmdaáætl- unina eigi síðar en 31. maí á undan fyrsta ári áætlunartímabilsins. Samgönguráð- herra leggur framkvæmdaáætlunina fyrir Alþingi og skal hún höfð til hliðsjónar við afgreiðslu fjárlaga. Endurskoðaða áætlunin skal lögð fyrir Alþingi á sama hált, en árleg töluleg endurreiknun skal fylgja fjárlagatillögum stofnunarinnar. 10. gr. Komið skal á fót starfsmannaráði póst- og símamálastofnunar, skipuðu full- trúum samtaka starfsmanna stofnunarinnar og forstöðumönnum liltekinna þátta i stofnuninni. Ráðherra setur reglur mn skipan og síarfssvið starfsmannaráðs, þar sem leitast skal við að tryggja gotl samstarf og samheldni milli starfsfólksins og stjórnenda stofnunarinnar. 11. gr. Ráðherra ákveður í gjaldskrá gjöld þau, sem greiða ber póst- og símamála- stofnun fyrir þjónustu þá, sem hún veitir, þ. á m. fyrir póstgiró og uppsetningu, leigu og viðhald hvers konar f jarskiptatækja. Stefnt verði að því við gjaldskrárgerð, að sömu gjöld gildi innan livers svæðis- númers, og skal ákveðið í reglugerð, hvenær framkvæmd þessa ákvæðis kemst á. Ráðherra er heimilt að ákveða, að sama gjald skuli krafið fyrir símtal við helstu stjórnsýslustofnanir ríkisins i Reykjavík, hvaðan sem talað er af landinu. Að því skal stefnt, að tekjur samkvæmt gjaldskrá nægi til að rekstrarjöfnuður náist, miðað við að rekstur og fjárfestingar fari eftir meginstefnu 1. mgr. 3. gr. og fyllsta aðhalds sé gætt.

x

Póst- og símatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.