Kylfingur - 01.08.1937, Page 16

Kylfingur - 01.08.1937, Page 16
22 KYLFINGUR Reglur fyrir fjórleik i höggleikakeppni. Hinar sérstöku reglur um höggleikakeppni skulu gilda fyrir fjórleik í höggleikakeppni, og þar sem efni og orðalag leyfir, skal orðið „keppandi" þýða einnig meðleikandann. Reglur um »Bogey« keppni. „Bogey“ keppni er einskonar höggleikur, þar sem leikið er móti ákveðnum höggafjölda á hverri holu í hinum fyrir- skipaða hring eða hringum. Það er reiknað eins og í holukeppni, og sá vinnur, sem flestar holur heíir í vinning. Við kappleikinn gilda reglur fyrir höggleikakeppni með eftirfarandi undantekningum: 1) Sérhver hola, sem keppandi gefur ekki upp högga- fjölda á, telst töpuð. Sá er telur, ber aðeins ábyrgð á skrán- ingu rétts höggafjölda á þeim holum, sem keppandinn hefir annaðhvort færri eða jaínmörg högg á miðað við „par“ eða „bogey“ holunnar, að meðreiknaðri forgjöf. 2) Ef reglur eru brotnar og keppandi er dæmdur úr leik fyrir brotið, skal hann útilokaður frá leik á þeirri holu að- eins, sem regla var brotin á. En enginn keppandi er undan- þeginn hinni almennu útilokun frá keppni, sem lögð er á með höggleikareglu 2 (1), 4 (2) og 5 (1) og (2), þó svo, að höggleikaregla 5 (2) gildi ekki, ef villan í skráningu höggafjöldans á golfkortið hefir ekki áhrif á úrslit holunn- ar, sem rangt er skráð á. Ath. Þær holur, sem forgjöf er á, ætti að merkja á kortinu. Reglur um þríboltaleik, fjórboltaleik og valkeppni. Almennt. 1) Sérhver keppandi getur látið lyfta eða slá hvaða bolta sem er, eftir vali eiganda boltans, ef hann telur að boltinn muni trufla eða aðstoða keppanda eða leiklið; en þetta verður að gera áður en keppandinn slær sinn bolta.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.