Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 3

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 3
0 7 T ctAr - 4 COIMM KLflUDÍ KYLFIH6UR 3. ár Keykjavik, Nóvember 1937 3. hefti s. s. s. og forgjafir. Standard scratch score, skammstafað S S S, þýðir útreikn- aðan höggafjölda, sem ágætur golfleikari (scratch-player) á að þurfa á 18 holur á vellinum. The British Golf Unions’ Joint Advisory Council setti árið 1925 reglur um það, hvernig þetta skyldi reikna út, og hvernig ákveða skyldi forgjöf (handicap) í golfleik, og voru þær reglur fyrst notaðar fyrir breska golfvelli árið 1926. Á næstu árum þar á eftir var golf- boltanum breytt talsvert, svo að unt varð að slá mun lengri högg en áður. Jafnframt varð óhjákvæmilegt að endurskoða fyrnefndar reglur, og voru hinar endurskoðuðu reglur sam- þykktar og látnar gilda í Bretlandi frá 1. jan. 1933. Sænska Golfsambandið hefur innleitt þessar reglur hjá sér og gilda þær þar frá ársbyrjun 1935. I. Standard scratch score. SSS golfbrautar er sá höggafjöldi, eins og áður er sagt, sem ætla má að ágætur leikari þurfi utan kappleika, vor eða haust, i góðu veðri, þegar völlurinn er í góðu ástandi. Það, sem aðallega verkar á leikinn og ræður því, hvaða SSS er ákveðið fyrir völlinn, er eftirfarandi. /. Flokkun brautanna. Talið er, að bolti ágæts leikara fari að jafnaði 180 m, áðurenhann snertirjörð, þegar hann slæraf teig (leiklengd hans). Hvað boltinn veltur þar á eftir á sléttum velli, fer eftir jarðlagi

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.