Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 6

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 6
28 KYLFINGUR lega erfið, og hvort yfirleitt beri að telja að þung viðurlög hljótist af að boltinn fer ekki alveg beint eða rétt. Vegna slíkra kringumstæðna er reiknuð eftirfarandi högga viðbót. Á velli, sem er vel gerður en án sérstakra er- fiðleika.............................................1 högg Á velli, sem telst góður, en hefur ýmsa erfið- leika................................................2 — Á velli, sem telst ágætur (fyrsta flokks), svo sem St. Andrews og Hoylake (við sjó) eða Sunningdale og Gleneagles (inn í landi), eða á nýtísku velli, vel löguðum en ekki með nógu góðan jarðveg........................................3 — SSS vallarins fæst nú með því, að reikna út »standard par« hans, með tilliti til halla brautanna, lengdarleiðréttingu og ef til vill viðbót vegna fyrirkomulags vallarins. II. Forgjöf (handicap). Þau grundvallaratriði, sem verður að taka til greina við á- kvörðun forgjafar og handicapnefnd verður að hafa til hlið- sjónar, eru í aðalatriðum þessi: 1. Forgjöfin verður að ákveðast samkvæmt SSS vallarins, og sérhver kylfingur á að fá þá forgjöf, sem gerir hon- um kleift utan kappleika að ná nettohöggafjölda, er sé jafn SSS.’ 2. Kylfingur, sem ekki hefur fengið ákveðna forgjöf í nein- um klúbb, skal skila útfylltum tveim 18 holu golfkortum hið fæsta, þar sem leikið hefur verið samkvæmt reglum um höggleiki eða á annan hátt, er handicapnefnd telur hentugra að ákveða. 3. Kylfingur, sem hefur ákveðna forgjöf í einhverjum klúbb skal við inngöngu í annan klúbb, fá forgjöf er samsvar- ar forgjöf hans í fyrri klúbbnum, samkvæmt »saman- burðar-forgjafatöflu« (sjá síðar). 4. Allar forgjafir á að endurskoða ekki sjaldnar en einu sinni á ári, og breyta þar, sem þess þykir þörf.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.