Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 17

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 17
KYLFINGUR 35 »Nei, nei«, sagði ég, »það var ekki þetla. Það var eitthvað annað, eitthvað alveg sérstakt«. En hann hafði enga hug- mynd um það. í klúbbhúsinu rakst ég á Brown, mótleikara minn frá því á laugardaginn. »Hallo!« sagði hann, »haldið þér enn áfram að leika með sömu afburðunum?« »Nei«, svaraði ég dapur í bragði, »ég hefi aldrei á æfinni leikið eins hörmulega og nú. Mér þætti gaman að vita, hvort þér gætuð hjálpað mér«. »Ég?« spyr hann. »Hvernig þá?« »Vitaskuld nær þetta ekki nokkurri átt,« sagði ég. »Þér munið að ég sagði yður þegar við stóðum á 6. teig, að ég hefði fundið út hvað væri að mér? Og eftir það gerði ég enga skyssu.« »Ég man það«, svaraði hann. »Já, en í öllum bænum, hvað var það?« »Það má guð vita!« sagði hann. »Hvernig ætti ég að vita það ?« »Ég var að imynda mér, að þér gætuð ef til vill hafa tek- ið eftir einhverju sérstöku.« »Allt og sumt sem ég veitti eftirtekt,« sagði hann, »varað ég koltapaði með fimm og þrjár eftir, og hafði þó verið fjór- ar holur yfir, og var farinn að hlakka til að innbyrða tíkall fyrirhafnarlaust.« Það var litla hjálp þar að fá. Og nú er komið föstudagskvöld. Og ég veit, að ef mér að- eins tækist að koma þessu fyrir mig, gæti enginn mannlegur mátiur komið í veg fyrir, að ég sigrist á Grant á morgun. En til hvers er það? Ég er engu nær um leyndardóminn. Laugardagskvöld, — Ég hefi komið því fyrir mig, Ég mundi það seinni partinn í dag, þegar ég stóð á þrettánda teignum. Allt i einu kom það yfir mig. Leikurinn var á enda. Grant hafði unnið með sjö og sex eftir. Við komum okkur saman um að leika fimmtándu holuna, sem. er rétt hjá klúbbhúsinu. Þrjár holur. Það var enginn dónaleikur hjá mér á þessum þremur holum! Löng, þráðbein teigskot, næsta högg framúr-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.