Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 16

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 16
34 KYLFINGUR enginn geti verið svo heimskur að gleyma sínum eigin upp- götvunum og að hvað sem öðru líður, sé til ofmikils mælst, að maður dragi upp úr vasanum bók og skrifi niður annað eins og þetta: Snúðu tánum á vinstra fæti inn á við; eða: Mundu eftir að telja upp að 4 meðan á sveiflunni stendur. En, hvað um það, mikið vildi ég gefa til að hafa skrifað hjá mér, í hverju var fólgin uppfynding sú, sem ég gerði á vell- inum seinni partinn á laugardaginn var. Á morgun á ég að leika á móti Grant í einmenningskeppni og mér liggur við að örvænta. Leikur minn hefur verið með afbrigðum slæmur í dag. Ég hefi aldrei náð knettinum frá jörðu, nema til þess að stinga honum í vasann. Ég hef ekki slegið eitt einasta viðunandi högg með nokkurri kylfu í poka minum, frá driver til púttara. Og samt er ekki lengra síðan en á laugardaginn var, að mér virtist ein einföld athugun hafa opinberað mér alla leynd- ardóma golfleiksins. Og mér fannst ég ætla að rifna af sjálfs- trausti, þegar ég fór heim úr golfhúsinu. En nú gæti ég ekki komið því fyrir mig, þó að ég ætti lífið að leysa. Ég hefi at- hugað hvern lim og hver liðamót í skrokknum á mér. Ég hefi gefið gaum að gripinu um kylfuna, og stöðunni, og öxlunum, og mjöðmunum, og fótleggjunum, og handleggjunum og að ég held öllu, sem á mér er. Ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvort það geti legið í byrjunarhreyfingu aftursveiflunnar, handastöðunni i hásveiflunni, hraðanum á kylfuhausnum í framsveiflunni, eða hvernig fylgt væri á eftir högginu, en það, sem ég fann út á laugardaginn, var ekkert af þessu. Ég fór að finna yfirkylfusveininn og bað hann að hafa upp á kylfusveini mínum frá laugardeginum. Hann gerði það. »Það skyldi þó ekki vera«, spurði ég strákinn, »að þú mun- ir eftir því, hvað það var, sem ég geiði rétt, þegar ég allt i einu náði mér á strik á laugardaginn var?« »Hvað eigið þér við, herra minn?« spurði hann. »Sjáðu til — ég fann út eitthvað, sem var að leik mínum, og lék síðan aðdáanlega vel frá sjöttu holu og áfram. Manstu ekki eftir þessu?« »Jú, herra minn. Þér virtust verða ákveðnari í höggunum og hafa minna fyrir þeim, herra minn«.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.