Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 18

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 18
36 KYLFINGUR skarandi og ljómandi stuttskot — 4, 5, 4, eitt högg undir bogey! Hugsið ykkur. Og þið getið því nærri, hvilikur léttir það er, hvað sem því liður að hafa tapað þessum kappleik, að vera sér þess meðvitandi að hafa fundið golfið aftur í eitt skifti fyrir öll — að vita að ég muni aldrei gleyma aftur þessum eina öldungis óbrigðula leyndardómi golfsigranna. Ég ætla að segja þér í hverju leyndardómurinn er fólginn; það liggur svo vel á mér, að ég vildi helzt láta allan heim- inn fá hlutdeild í þessu með mér, og bið þig, svo framarlega sem þér þykir vænt um golfíþróttina og berð umhyggju fyr- ir þinni eigin framtíðarheill, um að táka pappírsblað og blý- ant, og skrifa það niður strax, um leið og ég segi frá því. Það getur verið að þú hafir heyrt það áður, en þú mátt trúa því, að það er aðeins af því, að þér hefur hætt svo við að gleyma þessu, að golfleikur þinn hefur svo oft verið fyrir neðan allar hellur. Þetta er það: Horfdu á boltann þegar höggið ríður af. Ýmislegt. Starfsár sænska Golfsambandsins er frá 1. nóvember til 31. október næsta ár. Árið 1934—1935 varð Malmö Golfklubb að hætla störfum vegna þess, að völlur klúbbsins var tekinn til þess að stækka flugvöll- inn i Bulltofta. Það hefur oftar orðið árekstur rnilli flugvéla og golf- bolta. Framannefnt starfsár voru 1800 meðlimir i sænska Golfsambandinu. 1 fyrsta skifti frá því að golf byrjaði í Sviþjóð var árið 1935 veitt fé ur rikissjóði Svia til golfleika. Þá voru veittar 180,000 kr. til þess, i samvinnu við Halmstadborg, að byggja i atvinnubótavinnu 18 holu golfvöll við Tylösands Havsbad. Völlurinn á að vera tilbúinn i ár og vera 6100 m. samanlögð holulengd.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.