Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 8

Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 8
42 KYLFINGUR En svo er margt sinnið sem skinnið. Þeir, sem hús vildu hafa, gátu heldur ekki orðið sammála um það, hvernig skyldi byggja. Einn flokkurinn vildi byggja bráðabirgðahús, skúr a la Louxembourg, sem kostaði lítið, væri skýli í skúraveðri, en ekki til skemmtunar eða hvíldar, ekki upphitaður og — engum til ánægju. Aðrir vildu byggja lítið hús og ódýrt, upp- hitað og með nokkrum þægindum, í laut. þar sem lítið bæri á og skjól fengist utanhúss. Þröngt mega sáttir sitja, sögðu þeir, og klúbbfélagar eru enn þá fáir, en kunningjar góðir, og gerir því lítið til, þótt ekki séu sæti né salur fyrir alla í einu til að byrja með. Þegar húsið færi að verða of lítið, sem hefði orðið næsta ár, mætti byggja viðbót eða annað hús hjá, ef þá fengjust peningar til þess að byggja fyrir. Fáist þeir ekki, þá látum þá óánægðu vera óánægða, þeir verða alltaf einhverjir hvort eð er. Þriðji og fjórði flokkurinn vildi byggja nokkuð stórt hús, sem bæði nægði klúbbnum alveg, eins og hann er nú, og væri auk þess til frambúðar, að minnsta kosti næstu 10 árin. Skyldi þar vera salur til fundahalda, veitinga og kennslu, búningsherbergi karla og kvenna ásamt geymslu- skápum fyrir áhöld og hlífðarföt, salerni og steypubaði; herbergi fyrir kylfusveina og kennara, íbúð fyrir húsvörð og eldhús og framreiðsluherbergi fyrir veitingar; miðstöð, geymslur, rafmagn o. fl. Höfðu þeir látið gera teikningu að slíku húsi og kostnaðaráætlun, og enda fengið tilboð í bygg- Íngu þess fyrir um 18000 kr. Þetta töldu þeir kleift, þar sem fyrir lá loforð um 30000 kr. lán og skuldir ekki nema 7500 kr. Að vísu þurfti að kosta vatnsleiðslu, vegi, viðgerðir á vellinum o. fl., en samkvæmt áætlun átti lánsféð að nægja til þess. Samkvæmt þessari áætlun átti ekki í þetta sinn eða þetta árið að pússa húsið; það átti að vera óþiljað, ómálað, upphitun aðeins í setusal og íbúðarherbergjum, vatns- og skolpleiðslur innanhúss ekki fullgerðar nema það nauðsyn- legasta, vatnsleiðsla upp holtið að húsinu átti að vera ofan- jarðar o. s. frv. Það átti með öðrum orðum að koma upp hentugu framtíðarhúsi, úr því að fé var til þess og húsið fékkst svo ódýrt, að þetta reyndist kleift, en ganga betur frá

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.