Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 10

Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 10
44 KYLFINGUR á sig leggjandi til þess, að húsið yrði strax vistlegt og vina- legt, svo að bæði „golf-enþjúsíastar“ og selskabsmenn klúbbs- ins kynnu þar vel við sig. Þyrfti þá enginn frá að hverfa af þeim sökum og mundi klúbbnum aukast fylgi og félagsstyrk- ur við það, að agnúar til árekstrar yrðu fáir og smáir. í viðbót við það erfiði, umstang og fyrirhöfn, sem stjórn- in og ýmsir nefndamenn höfðu haft við framannefndar framkvæmdir, bættist nú það, að útvega fé til þeirra, er gerð- ar voru utan áætlunar. Var það lítið öfundsvert starf, en stjórnin, og þó aðallega nokkrir meðlimir hennar, gengu að því með hinni sömu atorku og ósérplægni, og einkennt hefir öll störf þeirra fyrir klúbbinn. Fengu þeir safnað gjöfum og samskotum umfram allar vonir, og verður að segja það klúbbfélögum og öðrum, er til var leitað, til maklegs lofs, að þeir brugðust yfirleitt vel við þessum málaleitunum, og því betur, þegar tekið er tillit til þess, að ástand er erfitt hjá at- vinnuvegunum og viðskiftalífinu yfirleitt. Af öðrum framkvæmdum klúbbsins má nefna búskapar- baslið, heyskapinn. Átti vallarnefnd ekki sjö dagana sæla við að sjá um það, því bæði varð spretta með versta móti, kal víða á vellinum og kuldar fram eftir öllu, og þegar slátt- ur gat loks byrjað, gerði óhemju vætutíð fram á haust, svo að langt er slíks að minnast. Heytekjur urðu því miklu minni en áætlað var, þrátt fyrir haganlega ráðstöfun og forsjálni af hendi nefndarinnar, en tilkostnaður meiri vegna erfið- jeika við heyþurkun og fleira. Sláttuvélar, valtarar og önn- ur heyskapartæki höfðu verið keypt samkvæmt áætlun, og einnig bíll til dráttar, en hann reyndist nokkuð útdráttar- samur. Sunnudaginn 17. október hélt stjórnin fyrsta fund sinn í hinu nýja klúbbhúsi. Var það að vísu ekki fullgert þá að innan, en þó svo, að vel var fundarfært inni, eftir að formað- ur hafði gert nauðsynlegar ráðstafanir. Suðaustanrok og rigningahryðjur voru allan daginn, og var því harðsótt að mæta á fundi suður á Bústaðahálsi. En með því að þetta var fyrsti fundurinn suður frá, mættu allir stjórnarmenn, er

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.