Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 11

Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 11
KYLFINGUR 45 ekki voru rúmfastir, en það var ritari klúbbsins, Gunnar Guðjónsson, og þótti öllum illt, að jafngóður „sportsmaður" skyldi ekki geta tekið þátt í þessari fyrstu glímu í klúbbhús- inu. Að vísu var húsið „heiðið“ enn þá, þ. e. óvígt, en því villtari mundi viðureignin. I fundargerð þessa fundar segir svo: ,Það kom brátt í ljós, að formaður hafði hugsað sér að fremja þarna seið mikinn, einskonar stjórnarvígslu á hús- inu, og hafði hann útbúnað með sér og viðbúnað mikinn. Var húsið hitað, kynnt í miðstöð með klepruðu spreki og auk þess kveikti formaður á voldugri ferðaolíuvél í kenn- araherberginu. Við vélkyndinguna hafði hann fengið sér til aðstoðar Sigmund Halldórsson, formann húsbyggingarnefnd- ar, en í kjallara kynnti Guido Bernhöft, sem fulltrúi hús- nefndar. Meðan á þessari upphitun stóð, skoðuðu menn hús- ið hátt og lágt, og varð meðal annars litið út um glugga nið- ur á völlinn. Varð þá fyrir þeim sú hraustlega sjón, að sjá kappa tvo úr kylfingaliði heyja einvígi á vellinum. Hafði fundarmönnum fundist mikið til koma síns eigin dugnaðar og hraustleika, að brjótast gegnum óveðrið út í klúbbhús, en að nokkur reyndi að leika golf í því veðri, það hafði eng- an þeirra dreymt um. Reyndust kappar þessir að vera Kristján Skagfjörð og Brynjólfur Magnússon, og var þeim fagnað á viðeigandi hátt, er þeir stundu síðar komu upp í húsið, að einvíginu loknu. Fundurinn hófst nú með því, að formaður sauð á olíu- vélinni bæsblöndu, er nota skyldi á tréverk innanhúss, og reyndu fundarmenn fyrst litinn á sjálfum sér“..... Síðan ávarpaði formaður fundinn nokkrum vel völdum og viðeigandi orðum, og primsigndi húsið og fundarherberg- ið, og aðstoðuðu fundarmenn eftir föngum. Bað formaður blessunar yfir hæli það, er golfíþróttinni hefði hér verið reist, og tóku menn fúslega undir þær óskir.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.