Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 22
22 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR Húsdýragarður í brekkunni Þægilegt skíðasvæði er fyrir ofan þorpið. Frá hóteli þeirra Dodda og Þurýjar er aðeins um 100 metra gangur í lyftu sem á tæpum tuttugu mínútum flytur fólk upp eftir skógi vöxnu fjallinu uns nýr heimur opnast og snævi þaktar brekkurn- ar blasa við. Frá St. Michael er líka stuttur akstur til ann- arra skíðasvæða. Þeirra á meðal er Aineck. Í brekkunum þar getur fólk heilsað upp á uxa í girðingu og jafnvel séð lamadýr, geitur og kanínur. Má segja að lítil útgáfa af húsdýragarði sé í skíðalandinu. Ástæða þess er sú að landeigand- inn, bóndinn á Kösselbacheralm, heldur þar skepnur sínar. Dádýra- rækt er meginbúskapurinn og á sumrin eru þau á beit í grösugum brekkunum. Þegar kólna tekur og snjóar setur bóndinn dádýrin á hús og hagarnir breytast í skíða- svæði og býlið í veitingaskála. S ankt Michael er í Lungau-héraði í Salzburgerlandi og lúrir undir fjallinu Speiereck sem teygir sig hátt til himins. Öfugt við suma aðra skíðastaði í Ölpunum hefur þorpið staðið lengur en frá því að skíðalyftan var fundin upp. Og reyndar mun lengur, í St. Michael hefur verið búið í mörg hundruð ár. Bragurinn í þorpinu, sem í búa um 3.000 manns, er notalegur. Götur eru þröngar og bílaumferð lítil og húsin eru eins og sprottin upp úr jörðinni, þau passa akkúr- at hvert við hlið annars eins og tré við tré. Nokkrar verslanir eru í St. Michael; sumar gamlar með tilheyrandi stemningu og úrvali en aðrar móðins og bjóða upp á nýjasta nýtt hvort heldur er í mat eða skíðavörum. Ferðaþjónusta er snar þáttur í þorpslífinu. Margir íbúanna hafa lifibrauð sitt af því að veita ferða- löngum mat, drykk og húsaskjól eða annað það sem þeir þurfa. Á veturna snýst allt um skíðin en á sumrin kemur fólk til ann- arrar útivistar. Aðstaða til hvoru tveggja er góð. Skíðabrekkurnar liggja sína leið með tilheyrandi snjóframleiðslukerfum og lyft- um og um skógi vaxnar hlíðarn- ar og dali gengur fólk eða hjólar að sumarlagi. Beint frá býli Fyrir nokkrum árum festu hjón- in Þuríður Þórðardóttir og Þor- grímur Kristjánsson, Þurý og Doddi, kaup á hóteli í St. Michael sem kennt er við Speiereck-fjall. Doddi hafði þá kennt þar á skíði um nokkurra ára skeið og kynnst vel dásemdum Alpalífsins. Hótelið er heimilislegt í anda þorpsins og þau hjónin leggja sig fram um að bjóða upp á veiting- ar úr hráefni úr sveitinni. Mjólk og ostar koma til dæmis af býli í grenndinni. Þau viðskipti eru í engu flóknari en að hlaupa út í búð. Jafnvel þvert á móti. Henti það um daginn að viðskiptavin- ur var kakóþyrstur eftir marga klukkutíma í skíðabrekkunum. Mjólkurlaust var á hótelinu og léttadrengur sendur af stað, ekki út í búð (sem hvort eð var lokuð vegna helgidags) heldur til bónd- ans. Skömmu síðar kom hann til baka með nokkra spenvolga mjólkurlítra í brúsa og brátt var kakóið komið á borðið. Það sem til fellur Fleira er með þessum hætti á hótelinu. Eplasafinn sem boðið er upp á á morgnana er pressað- ur úr eplum sem þau hjón tína af trjánum í garði nágranna. Hann er auðvitað góður í samræmi við það. Sama er að segja um snafs- ana sem gjarnan eru bornir fram með ölglasi. Þeir eru lagaðir á hótelinu úr berjum og könglum og öðru því sem finna má í náttúr- unni við þorpið. Viðkvæðið varð- andi hráefni er að það skuli vera úr héraði og helst beint frá býli. Binni Doddi og Þurý eru ekki einu Íslendingarnir sem búa í St. Michael. Þar er líka Binni sem kenndi lengi á skíði, bæði á Íslandi og í Austurríki og sjálf- sagt víðar en er nú sestur í helg- an stein, yfir sig saddur af skíða- kennslu. Í gamla daga vann Binni hjá Varnarliðinu og sá um viðhald á híbýlum yfirmannanna á Vell- inum. Frá þeim tíma kann hann margar sögur sem hann segir ef vel liggur á honum. Binni kann líka sögur frá öðrum slóðum og fer með vísur ef svo ber undir. Hann lítur reglulega við á hótel- inu og spjallar við gesti og gang- andi. Góðir fulltrúar Það er líklega af tilviljun einni sem Ísland tengist líka fleirum í fámenninu þar um slóðir. Frú doktor Edith Heinrich-Eben veit fátt merkilegra og yndislegra en íslenska hestinn. Sjálf á hún þrjá: Árvak, Sigur og Lukku. Edith er heilluð af náttúrulegu eðli íslenska hestsins og segir hann kynnast fólki eins og það honum. Hún hefur umgengist og fylgst með mörgum tegundum hesta en aðrir standast ekki samanburð við þann íslenska í hennar augum. Hún telur það helgast af þeirri staðreynd að í gegnum aldirnar hafi hann verið alinn í friðsöm- um tilgangi en ekki til þátttöku í stríðum. Edith hefur ekki komið til Íslands, „ekki enn“ segir hún en það stendur til. Í St. Michael er líka innfæddur herra sem hefur mikinn áhuga á íslenskunni sem hann kann ágæt- lega og leggur rækt við. Um leið er hann forvitinn um land og þjóð. Svona hafa hesturinn og tungan verið góðir sendiherrar. -30 gráður Ef fólk ekur sjálft á bíl með dísil- vél upp í austurrísku fjöllin þarf það að standa klárt á að olían þoli frostið sem þar getur ríkt. Leigi það bíl með fullum tanki á lág- lendinu er vissara að spyrja. Ég lenti sem sagt í því að einn hroll- kaldan morguninn fór bílaleigu- bíllinn ekki í gang. Eftir að hafa gert margar tilraunir til að ræsa vélina og ráðfært mig við nær- stadda kölluðu hótelhaldarar á vin sinn Werner. Sá varði starfs- ævinni undir stýri á póstbílum og rútum og hefur ekið um nán- ast gjörvalla Mið-Evrópu. Werner var ekki lengi að átta sig á vand- anum. „Þú ert með olíu sem er gerð fyrir fimmtán gráðu frost en við þessar aðstæður þarf olían að þola mínus 30 gráður,“ sagði hann og ýtti bílnum út af bílastæðinu og á nærliggjandi verkstæði. Þar var málum bjargað og bílaleigan fékk að heyra það og ég brenni mig ekki aftur á þessu. Vonandi að aðrir lendi ekki í þessu. Skammt frá St. Michael er skíða- bærinn Obertauern. Þar er bragurinn annar. Aðalstrætið er líkt og í strandbæ á Spáni; verslanir með fíneríi á báðar hendur. Skíðasvæðið í Obertauern varð heimsfrægt árið 1965 en þar voru skraut- legar skíðasenur Bítlamyndarinnar Help! teknar upp. Hljómsveitin dvaldi á Hótel Edelweiss sem enn stendur og mynd- ir af fjórmenningun- um frá Liverpool eru þar á veggjum. Raun- ar hanga Bítlamyndir víða um bæinn. BÍTLARNIR Í AUSTURRÍSKU ÖLPUNUM Í friðsælum faðmi fjallanna Þorpin í austurrísku Ölpunum skipta líklega hundruðum. Í einu þeirra hafa íslensk hjón komið sér notalega fyrir og reka þar hótel. Það sækir skíðafólk að vetrarlagi en göngu- og hjólreiðafólk á sumrin. Björn Þór Sigbjörnsson heimsótti Sankt Michael. ST. MICHAEL Götur þorpsins eru þröngar og húsin litskrúðug. Eins og jafnan í smáþorpum Evrópu er kirkjan helsta stolt íbúa St. Michael. Efst til hægri má sjá hjónin Dodda og Þurý sem reka Skihotel Speiereck. Doddi á það til að bregða sér á skíði með gestum þeirra en hann vann við skíðakennslu um árabil. Uppi til vinstri sést ungur skíðamaður heilsa upp á uxa í brekkunni í Aineck. Neðar voru lamadýr í girðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/SÖLVI BJÖRNSSON VÍN Salzburg AUSTURRÍKI St. Michael KLÁRIR Í SNJÓKAST John, Paul, Ringo og George voru við tökur á kvikmyndinni Help! í skíðabænum Obertauern í mars 1965. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.