Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 73
LAUGARDAGUR 29. janúar 2011 49 HM 2011 Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari bar sig nokkuð vel eftir tapið gegn Króötum þó svo að hann sé vitan- lega afar svekktur með síðari hlutann á mótinu. „Þetta var grátlegt tap. Það voru tveir tíu mínútna kaflar sem voru ekki nógu góðir. Við fylgdum ágætri stöðu ekki nógu vel eftir. Það vantaði herslumuninn og ég er vonsvikinn að við skyldum ekki hafa klárað leikinn,“ sagði Guðmundur. „Við þurfum að skoða hvað gerðist í þessu móti. Við spilum frábærlega í riðl- inum en urðum að fara á fullu í alla leiki. Síðan hittum við ekki á góðan leik gegn Þjóðverjum. Það varð mikið spennufall og vonbrigðin mikil því við ætluðum okkur meira eða í undanúrslit. Eftir það var á brattann að sækja,“ sagði Guðmundur og bætti við að ná sjötta sæti væri samt mjög góður árangur. „Það var ekki innistæða fyrir því að fara lengra að þessu sinni. Í október var ég svartsýnn því við vorum að spila illa. Okkur tókst að búa til frábæra vörn á skömmum tíma og hún skilaði okkur raunverulega þessu sjötta sæti. Það er ég ánægður með en við vorum ekki nógu góðir til að fara lengra og við verðum að átta okkur á því.“ - hbg Guðmundur Guðmundsson er þokkalega sáttur við árangurinn á HM: Við ætluðum okkur meira ALVEG BÚINN Á ÞVÍ Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorvarðarson tala hér saman eftir tapleikinn á móti Króatíu í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 Aron Pálmarsson var virkilega svekktur eftir tapið gegn Króatíu í gær. Hann var bæði svekktur með leikinn og sjálfan sig. „Ég get ekki talað fyrir allt liðið en ég var eins og fáviti í þessum leik. Ég mætti ekki stemmdur. Það er ekki hægt að afsaka sig með því að vera eitt- hvað lemstraður því það eru allir lemstraðir. Þetta er ömurlegt og ég er drullufúll,“ sagði Aron hundsvekktur. „Það er ömurlegt að enda mótið svona. Við erum búnir að vera í ákveðinni lægð og ég er hund- fúll að við skyldum ekki drullast til þess að vinna þennan leik. Við vorum komnir í fína stöðu í leikn- um en svo hrundi allt. Ég veit ekki hvort það var ein- beitingarleysi eða menn þreytt- ir. Ég á erfitt með að tala því ég er ógeðslega fúll yfir þessu öllu saman.“ - hbg Aron Pálmarsson: Ömurlegt að enda svona SNORRI STEINN OG BJÖRGVIN Strákarnir voru svekktir í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 Eftir leik Íslands og Króatíu yfirgáfu strákarnir okkar Svíþjóð og héldu til Kaupmannahafnar. Þar var slegið upp mikilli veislu í boði skartgripajöfurs- ins, Jespers Nielsen, sem er eig- andi þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og danska liðsins AGK. Guðmundur landsliðsþjálfari þjálfar Löwen og með því leika Guðjón Valur, Ólafur Stefáns- son og Róbert Gunnarsson. Þeir Snorri Steinn og Arnór Atlason leika með AGK. - hbg Strákarnir okkar í gærkvöldi: Djammað í boði Jespers TEKIÐ Á BALIC Sverre Jakobsson reynir hér að stoppa leikstjórnanda Króata í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI útsala afsláttur 30 70til prósenta útivistarfatnaður sundfatnaður sportfatnaður íþróttaskór barnafatnaður o.fl. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 53 27 1 01 /1 1 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND www.utilif.is Enn m eiri út sala. Allt að 70% afslát tur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.