Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 50
6 fjölskyldan tónlist hlustum og njótum ... Þegar Helga Rut Guðmunds- dóttir tónmenntakennari kynntist tónlistarnámskeið- um fyrir ungabörn opnaðist henni nýr heimur. Hún hóf að halda slík námskeið árið 2004 og þau njóta vin- sælda. Við fæðumst öll með þörf fyrir tónlist,“ segir Helga Rut Guðmundsdóttir, doktor í tónmenntafræðum, sem í fyrirtæki sínu Tónagulli býður upp á tónlistarnámskeið fyrir unga- börn. Þar mæta þau með foreldrum og jafnvel eldri systkinum. „Það er mjög skemmtilegt að vera með lítil kríli í hópi,“ segir Helga Rut brosandi. „Markmiðið með námskeiðunum er að foreldr- arnir tileinki sér tónlistaruppeldi frá byrjun. Að svo miklu leyti sem vitað er hvernig heilinn vinnur fyrstu mánuði ævinnar er ljóst að orðaleikir, vísur og kroppaþulur örva þroska barna á einstakan hátt.“ Helga var í doktorsnámi í tón- listarmenntunarfræðum og búsett í Bandaríkjunum þegar hún sá auglýst tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 0-9 mánaða og ákvað að fara þangað með yngri telpuna sína, sem var þá nokkurra mánaða. „Ég fór bara af forvitni því sjálf hafði ég kennt litlum börnum en aldrei svona litlum og fannst það í fyrstu svolítið galin hugmynd. En þarna smitaðist ég. Hélt að ég væri súpertónlistar- mamma, kennaramenntuð í tónlist og kunni ótal lög og leiki en þetta var sérstök upplifun fyrir okkur mæðgur báðar. Þegar Helga Rut kom heim fannst henni að hún yrði að þróa aðferðina þannig að hún hentaði íslenskum veruleika og tók tvö ár í að melta hugmyndina. „Það er til fullt af erlendu efni sem hægt er staðfæra en ég vildi heldur leita í íslenskan menningararf, Klappa saman lófun- um, Ríðum heim til Hóla, Vindum, vindum vefjum band og fleira gam- alt og gott. Hef meðal annars verið að endurvekja efni sem var nánast gleymt,“ lýsir hún. Hún kveðst lítið hafa þurft að auglýsa námskeiðin. Vinsæld- irnar sjái um það. Í kennslunni styðst hún við geisladisk og bók, hvort tveggja gefið út af Tónag- ulli. „Geisladiskurinn er vinsæll, lágstemmdur og látlaus, með ein- földum hljóðum og smekklegum útsetningum. Þar er mikill söng- ur og líka þulur sem hafa heilm- ikið gildi. Ég fæ stundum til mín foreldra af erlendu bergi brotna sem finnst gaman að fá þennan íslenska arf í æð en ég hvet þá líka til að vera með barnadiska á fóninum með tungumáli uppruna- landsins.“ Meira er hægt að fræðast um Tónagull á heimasíðu þess: www. tonagull.is - gun Vísur, leikir og kroppaþulur Doktorinn „Ég fór bara af forvitni því sjálf hafði ég kennt börnum en ekki svona litlum,“ segir Helga Rut um smábarnanámskeiðið sem hún fór á með dóttur sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Í Tónagulli Foreldrar og börn finna taktinn saman. MYND/TÓNAGULL KRÚTTAKÓRINN er hluti kórskóla Langholtskirkju og er hann ætlaður börnum frá fjögurra til sex ára. Krúttakórinn æfir á miðvikudögum undir stjórn Huldu Daggar Proppé og Þóru Björnsdóttur, söngkvenna og söngkennara. Sjá www.kirkjan.is Íslendingaslóðir í Ameríku Sumarferðir 2011 Ferð 1: Amish og Íslendingar: 17. - 26. maí Flug með Icelandair til Minneapolis. Átta daga ferð um nýlendur Amish í Minnesota og Iowa og Íslendinga í Minnesota. Ferð 2: Vesturströnd: 29.ágúst – 7.september Flug með Icelandair til Seattle. Afkomendur vesturfara heimsóttir í Seattle, Blaine, Vancouver og Victoria. Skoðunarferð til Whisler, í Butchart Gardens og víðar. Nánari upplýsingar hjá Jónasi Þór í síma 861-1046 eða jonas.thor1@gmail.com Amish í Iowa Whistler í Kanada hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.