Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 10
10 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR UMHVERFISMÁL Sorpbrennsla á Kirkjubæjarklaustri fer enn fram á skólatíma en hefur verið seinkað um fjóra klukkutíma. Sveitarstjóri segir það á misskilningi byggt að alfarið yrði hætt að brenna sorp yfir skóladaginn. Fréttablaðið greindi frá því 14. janúar að sorpbrennslan á staðn- um, íþróttahúsið, sundlaugin, og grunnskólinn stæðu vegg í vegg. Mælingar á díoxíni árið 2007 sýndu að eitrið var langt yfir viðmiðunar- mörkum í útblæstri brennslunnar og önnur mengun hefur jafnframt mælst yfir mörkum. Oddur Bjarni Thorarensen, byggi ngaverkfræði ngur á Klaustri, ákvað að halda börn- unum sínum heima vegna meng- unar frá sorpbrennslunni, eins og Fréttablaðið sagði frá á þeim tíma. Hann ákvað hins vegar að senda börnin aftur í skólann í þeirri trú að sorpbrennslu yrði hætt á skólatíma. Byggði hann það á bréfi sveitar stjóra til foreldra og annarra íbúa um breytingar á starfsemi sorpbrennslunnar. „Við sendum börnin okkar í skólann síðastliðinn mánudag eftir bréf sveitarstjóra þar sem lofað var að ekki yrði brennt á skólatíma,“ segir Oddur. „Við sótt- um hins vegar börnin í hádeginu á miðvikudag þegar við vissum hvers kyns var. Við eigum enn eftir að ráða ráðum okkar með framhaldið.“ Oddur og eiginkona hans hafa ekki útilokað að flytja frá Klaustri vegna mengunar frá sorpbrennslunni. Eygló Kristjánsdóttir, sveitar- stjóri Skaftárhrepps, segir að ekk- ert hafi verið gefið út um klukkan hvað yrði byrjað að brenna. „Ég var beðin um að athuga með að seinka brennslutíma og talaði við Íslenska gámafélagið um það og þeir samþykktu. Þeirra tillaga var að byrja brennslu eftir hádegi og mér fannst það vera góð leið til að koma til móts við þær raddir sem hafa verið hvað háværastar.“ Kjartan Kjartansson, skóla- stjóri í Kirkjubæjarskóla, fagnaði því þegar fyrir lá að brennslutíma sorps yrði breytt. Taldi hann afar jákvætt að „börnin á Klaustri væru látin njóta vafans“, eins og hann orðaði það í viðtali við Fréttablað- ið á mánudag. Sama orðalag not- aði Eygló sveitarstjóri í bréfi til Fréttablaðsins vegna málsins. Oddur telur að kostnaður við að seinka brennslu fram yfir skóla- tíma hafi komið í veg fyrir að svo langt yrði gengið en Eygló segir það rangt. „Við höfum ekki enn skoðað hver kostnaðaraukning- in er við að seinka brennslunni alveg til þess tíma sem skóla lýkur á daginn, svo það er ekki rétt að sveitarstjórn hafi ekki verið tilbú- in að bera þann aukakostnað. Það hefur einfaldlega ekki komið inn á okkar borð ennþá.“ svavar@frettabladid.is Börnin njóta vafans hálfan skóladaginn Sveitarstjóri segir það hafa verið á misskilningi byggt að öll brennsla sorps á Kirkjubæjarklaustri yrði utan skólatíma. Ekki er brennt fyrir hádegi. Íbúi á Klaustri hefur á ný tekið börn sín úr grunnskólanum vegna sorpbrennslunnar. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Staðsetning sorpbrennslunnar við skóla og leiksvæði barna er gagnrýnd. Nýrra mengunarmælinga er beðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VETRARUMFERÐ Nagladekkjanotkun borgarbúa hefur dregist saman á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMFERÐ Hlutfall negldra dekkja á bílum í Reykjavík mælist nú 32 prósent, en var 42 prósent í janúar árið 2008. „Þetta eru ánægjulegar frétt- ir þar sem Reykvíkingar geta aukið loftgæði og bætt hljóðvist- ina í borginni með því að velja önnur dekk en nagladekk,“ segir Eygerður Margrétardóttir, fram- kvæmdastýra Staðardagskrár 21 í Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur undan- farin ár hvatt ökumenn til að velja önnur vetrardekk en þau negldu þar sem þau valda hávaða- og loftmengun og hækka veru- lega kostnað við viðhald gatna. - sv Nagladekk í Reykjavík: Notkun dregst saman um 10% ORKUMÁL Beinn kostnaður ríkis- sjóðs af eignarnámi hlutar Magma í HS orku yrði „ekki meiri en sem nemur árshagnaði af rekstri HS orku,“ segir í yfirlýsingu sem Björk Guðmundsdóttir, Jón Þóris- son og Oddný Eir Ævarsdóttir und- irrita fyrir hönd hópsins sem stóð að baki undirskriftasöfnun á vef- síðunni orkuaudlindir.is. Afborg- anir yfirtekinna lána megi einnig greiða af hagnaði fyrirtækisins. Krafa um eignarnám sé enn í fullu gildi: „Eignarnám er senni- lega ódýrt í samanburði við tap þjóðarbúsins ef eignarhald verður óbreytt.“ - pg Orkuaudlindir.is: Árshagnaður HS orku greiðir eignarnám EIGANDINN Félag Pálma Haraldssonar lánaði flugfélögunum Iceland Express og Astreusi 3,5 milljarða árið 2009. Það er jafn mikið og skiptastjóri Fons vill fá til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Fengur, félag Pálma Haraldssonar sem heldur utan um eignarhluti hans í flugfélögunum Iceland Express og Astreus í Bret- landi, hagnaðist um 588 milljónir króna árið 2009. Fengur keypti flugfélögin út úr eignarhaldsfélaginu Fons, félagi Pálma og Jóhannesar Kristinsson- ar, síðla árs 2008. Fons var tekið til gjaldþrotaskipta vorið 2009. Astreus var selt úr félaginu á 9,2 milljónir króna og segir skipta- stjóri þrotabúsins það of lága upp- hæð. Í Viðskiptablaðinu í vikunni kemur fram að hann geri kröfu um endurgreiðslu á raunvirði upp á 3,5 milljarða króna. - jab Hagnast um 600 milljónir: Skiptastjóri vill 3,5 milljarða islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4900 Það borgar sig að byrja strax að spara Það getur munað miklu að eiga við bótar líf eyris sparnað við starfs lok. Því fyrr sem þú byrjar að spara og safna, því betra – og inn eign þín verður mun meiri við starfslok. Gakktu strax frá sparnaðinum hjá eigna- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka á Kirkjusandi eða í næsta útibúi. Lífeyrissparnaður LESTARFYLLI Vart verður séð að fleiri farþegar geti ferðast með þessari lest, sem var á ferðinni í Bangladess í vikunni. Þeir eiga líf sitt undir því að lestarstjórinn fari sér að engu óðslega. NORDICPHOTOS/AFP Við sendum börnin okkar í skólann síð- astliðinn mánudag eftir bréf sveitarstjóra þar sem lofað var að ekki yrði brennt á skólatíma … ODDUR BJARNI THORARENSEN ÍBÚI Á KLAUSTRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.