Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 54
30 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR 1 Eldsnemma, klukkan 9.30, skonsast ég í gegnum snjó-flygsurnar við 8. breiðgötu frá lestinni. Ég er svo kát með snjóinn að mér er skapi næst að dansa ballett – ég er alveg ein um það. Ken vill byrja aftur með Barbie eins og sést á skiltinu og hér notar fólk regnhlífar í snjókomu! 2 Skólinn gekk fínt. Öll erindi mín eftir skólann, með til-heyrandi lestarferðum þvers og kruss, endalausu labbi og flótta frá slabbsugunum (ryksugur sem sjúga slabb) voru meira og minna árangurslaus svo ég ákvað að gera eitthvað yndislegt fyrir útspýtta hundskinnið mig. Ég ætl- aði barasta að freista gæfunnar og fá miða, og það góðan miða, á Ibsen-leikritið John Gabriel Borkman í BAM, með Fionu Shaw, Alan Rickman og Lindsay Duncan! 3 Sigurreif og fékk miða á besta stað á leikritið og er skítsama þó ég fari ein! Þá fæ ég betri miða og enginn reynir að blaðra við mig meðan á sýningu stendur. Nokkuð veðruð en himinlifandi og fékk mér aukaverðlaun eftir að hafa lagt þetta allt á mig, góðan espresso og bók um Weimer-kvikmyndasenuna 1919-1933. 4 Ég var orðin svo spennt að sýna miðann og hress af kaffinu að ég hljóp heim að skipta um föt. Ingrid hrifs- aði miðann af mér og fannst hann ekkert merkilegur. Hún var bara reið yfir að ég skyldi ætla út og hún ein heima. Ég gældi við það í smástund að smygla henni í Mary Popp- ins-töskunni minni inn í BAM, en hún er til alls líkleg. Ég var líka að verða sein. 5 Ég hljóp í stórhríð-inni, sem þá var skollin á, í fínum fötum og föðurlandi að BAM. Fékk vitlausar leiðbein- ingar frá viðutan vegfar- endum og hljóp í öfuga átt nokkrum sinnum og fann samt æðruleysi! Náði inn í leikhús rjóð eins og humar og var vísað á vitlausan stað tvisvar, en fékk sætið mitt löðursveitt á elleftu stundu og þegar búin að draga að mér óþægilega mikla athygli. Sjötta röð fyrir miðju! Sviðsmynd- in fannst mér falleg, snjóskaflar á sviðinu sem minntu mig á uppruna minn og viðeigandi stórhríð. Ég hló og skældi til skiptis og fauk í mig við og við með persón- unum, þó einkum með Gunhild Borkman, leikinni af Fionu Shaw af ótrúlegri fegurð í öllum litum. Hún er sannkallað náttúruafl, kona sem mér hefur alltaf þótt mikið til koma. 6 Snjókoman eftir sýninguna var orðin enn þá meiri og 20 mínútna labbið varð mun lengra því allt var umlukið snjóbreiðunni og ég varð að taka myndir. Hvað náttúran er falleg, vefur sig utan um það sem manneskjan býr til og lætur mann verða fyrir hughrifum. Deginum sem virtist vera á leið í vaskinn lauk stórkostlega! Ég varð fyrir mikl- um hughrifum og er umlukin náttúruaflinu Fionu Shaw. Hinn 30. janúar árið 1933, fyrir réttum 78 árum, átti sér stað hinn afdrifaríki gjörningur að Adolf Hitler var skipaður kanslari Þýskalands. Hindenburg forseti setti Hitler í embætti að áeggjan íhalds- manna á þýska þinginu, sem héldu að hann yrði auðsveipur sem leppur þeirra. Um framhald- ið þarf vart að fjölyrða. Rúmum tólf árum síðar lauk valdasetu hans þegar hann svipti sig lífi í neðanjarðarbyrgi í Berl- ín. Óhætt er að segja að enginn einstaklingur í gjörvallri mann- kynssögunni hafi skilið eftir sig verri eftirmæli, enda er nafn hans samnefnari fyrir grimmd- arverkin sem framin voru af hersveitum nasista í nafni Þriðja ríkisins. - þj Adolf Hitler kemst til valda Í ÞÁ TÍÐ … 1900ÁR 20111933 Á flótta undan slabbsugunum MYNDBROT ÚR DEGI | Miðvikudaginn 26. janúar | Tekið á iPhone 4 Það snjóar í New York þessa dagana og þar á meðal á Tinnu Kristjánsdóttur sem leggur stund á leiklistarnám í stóra eplinu. Skólinn, sambýliskanínan Ingrid Bergman og örvæntingarfull leit að leikhúsmiða áttu hug hennar óskiptan á miðvikudaginn. Heilnæm safahreinsun Bættu heilsuna á lífrænan hátt Nú getur þú fengið sérpakkaðar umbúðir af lífrænum og næringarríkum söfum á sértilboði í næstu matvörubúð. Yggdrasils safarnir eru framleiddir undir ströngustu gæðastöðlum í lífrænni ræktun. Safarnir henta vel til safahreinsunar eða einfaldlega sem hollur safi til drykkjar. Engin kemísk rotvarnar ,efni litarefni eða sætuefni. Engar erfðabreyttar afurðir. Ekki úr þykkni. lífrænt.00% 1 Náðu þér í kassa!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.