Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 24
24 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR
H
vort sem fólk trúir
því eða ekki finnst
mér óþægilegt
að horfa á sjálfan
mig í sjónvarpinu.
Þetta segja auð-
vitað allir sjónvarpsmenn, líklega
vegna þess að þeir halda að það lýsi
einhverri hógværð, en ég er alls
ekkert hógvær og hef aldrei verið.
Svona er þetta bara og ég veit ekki
af hverju, en vonandi venst þetta,“
segir skemmtikrafturinn, eftir-
herman, rithöfundurinn og nú síð-
ast sjónvarpsmaðurinn Sólmundur
Hólm Sólmundarson, sem er annar
liðsstjóra skemmti-/spurningaþátt-
arins HA? sem hóf göngu sína á Skjá
Einum um síðustu helgi.
Nýi þátturinn er frábrugðinn
flestum íslenskum forverum hans
að því leyti að umræður og vanga-
veltur í kjölfar spurninganna skipta
meira máli en kórrétt svör. Slík dag-
skrárgerð hefur meðal annars lengi
notið vinsælda í Bretlandi, meðal
annars í þáttaröðum á borð við QI,
Never Mind the Buzzcocks og Have
I Got News for You, og segir Sól-
mundur ekkert launungarmál að
þaðan séu fyrirmyndirnar komnar.
Hinn liðsstjórinn er leikkonan Edda
Björg Eyjólfsdóttir og annar leikari,
Jóhann G. Jóhannsson, er umsjón-
armaður, en höfundur spurninga er
sagnfræðingurinn Stefán Pálsson.
Sólmundur lætur vel af sjón-
varpsstarfinu, en það er þó aðeins
hluti af starfi hans í þágu skemmt-
anabransans. Samhliða treður hann
upp á mannamótum með gítar, eftir-
hermur og misgróft grín um daginn
og veginn að vopni og hefur hann á
stuttum tíma orðið einn eftirsóttasti
skemmtikrafturinn til slíkrar iðju á
landinu. Þá hyggst Sólmundur fylgja
eftir fyrstu bók sinni, ævisögu Gylfa
Ægissonar sem kom út árið 2009, á
árinu, svo fátt eitt sé nefnt.
„Ég er mjög þakklátur fyrir að
geta þetta og veit það núna að í fram-
tíðinni vil ég vinna við að skemmta
og skrifa. Ég verð að minnsta kosti
ekki endurskoðandi eða fjármála-
stjóri, nema þá í mesta lagi yfir sjálf-
um mér,“ segir hinn 27 ára gamli
skemmtikraftur ákveðinn.
Bestur í búningsklefanum
Hólm er ekki ættarnafn Sólmundar
eins og margir kynnu að halda held-
ur millinafn, en hann var skírður
í höfuðið á foreldrum sínum, Sól-
mundi og Hólmfríði. „Bróðir hans
pabba heldur því fram að mér hafi
verið gefið þetta nafn með það fyrir
augum að bjarga hjónabandi for-
eldra minna. En samkvæmt honum
kom svo í ljós hversu krakkinn var
ljótur og þá hrundi allt. Kannski
er eitthvað til í þessu,“ útskýrir
Sólmundur og hlær.
Hann fæddist á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Selfossi en ólst upp í Hvera-
gerði til fjögurra ára aldurs, þegar
hann flutti ásamt móður sinni í
Langholtshverfið í Reykjavík í kjöl-
far skilnaðar foreldranna. Nú búa
nánast allir ættingjar hans á þessum
slóðum og eðli málsins samkvæmt
er skemmtikrafturinn tíður gestur
þar syðra.
Hann tekur fram að þrátt fyrir
ræturnar hafi hann einungis einu
sinni aflitað á sér hárið, en það var
fyrir mörgum árum og aðeins í þeim
tilgangi að leyfa vinkonu hans, sem
var hárgreiðslunemi, að æfa sig á
honum. „Þegar ég fékk bílprófið fór
ég alltaf til Hveragerðis og keyrði
þar um, en þar þótti mjög töff að
vera á rúntinum á þessum árum,“
Hef aldrei verið hógvær
Skemmtikrafturinn,
eftirherman og rithöf-
undurinn Sólmundur
Hólm Sólmundarson
er liðsstjóri í nýjum
spurningaskemmti-
þætti á Skjá Einum og
hyggst gefa út bók fyrir
næstu jól. Kjartan Guð-
mundsson ræddi við
þúsundþjalasmiðinn
yfir kaffibolla.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KALDHÆÐNI ER LYKILLINN „Það besta við
íslenska áhorfendur er að þeir ná kaldhæðni.
Þeim hefur verið kennt að skilja það sem sagt
er undir rós,“ segir Sólmundur.
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
sendum um allt land
Bjóðum uppá
vaxtalaust
lán til 6 mánaða
ÚTSALAN
ER Í FULLUM GANGI
25-60%
AFSLÁTT
UR