Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. febrúar 2011 11
VIÐSKIPTI Velta á fasteignamarkaðinum á höfuð-
borgarsvæðinu jókst verulega í síðustu viku. Alls
var þinglýst 81 kaupsamningi, sem er rétt tæplega
20 samningum meira en nemur meðaltali síðustu
12 vikna.
Heildarveltan reyndist tæpir 2,9 milljarðar
króna, sem er milljarði meira en nemur meðal-
talinu. Meðalverð á fasteign var 35,4 milljónir
sem var sex milljónum hærra en meðaltal síðustu
12 vikna. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár
Íslands.
Á vefsíðunni segir að fjöldi þinglýstra kaup-
samninga á höfuðborgarsvæðinu 4. febrúar til og
með 10. febrúar 2011 var 81. Þar af voru 50 samn-
ingar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um sér-
býli og sex samningar um annars konar eignir en
íbúðarhúsnæði.
Á sama tíma var einum kaupsamningi þing-
lýst á Suðurnesjum og var hann um eign í fjöl-
býli. Upphæð samnings var 11 milljónir króna.
Á Akureyri var sex samningum þinglýst. Þar af
voru fimm samningar um eignir í fjölbýli og einn
samningur um sérbýli. Heildarveltan var 104
milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,3
milljónir króna.
Á Árborgarsvæðinu var þremur kaupsamning-
um þinglýst. Þar af var einn samningur um sér-
býli og tveir samningar um annars konar eignir
en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 122 milljónir
króna og meðalupphæð á samning 40,7 milljónir.
Aukin velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu:
Viðskipti fyrir 2,9 milljarða króna
REYKJAVÍK Í síðustu viku var 81 kaupsamningi
þinglýst á höfuðborgarsvæðinu.
FJARSKIPTAMÁL Líklega þarf að
breyta lögum til að netöryggishóp-
ur Póst- og fjarskiptastofnunar sem
stofnaður verður á árinu geti sinnt
hlutverki sínu. Þetta kom fram
í erindi Þorleifs Jónssonar, for-
stöðumanns tæknideildar Póst- og
fjarskiptastofnunar á ráðstefnu um
netöryggi í síðustu viku.
„Hópurinn getur spriklað en
lítið gert án lagaheimilda,“ sagði
Þorleifur. Skilgreina þurfi ábyrgð
hópsins og umboð í lögum áður en
hann tekur til starfa.
Ríkisstjórnin ákvað í nóvem-
ber síðastliðnum að koma ætti net-
öryggishópi á laggirnar, og hefur
undirbúningur að stofnun hans
staðið síðan, sagði Þorleifur. Stefnt
er að því að hópurinn verði stofn-
aður á árinu og taki til starfa um
næstu áramót.
Hlutverk hópsins verður meðal
annars stefnumótun í netöryggis-
málum, áfallastjórnun og uppbygg-
ing innviða. Þá mun hann hafa með
höndum vernd og fræðslu almenn-
ings.
Þorleifur benti á að ekki sé
komið á hreint hvernig fjárheimild-
ir netöryggishópsins verði. Póst- og
fjarskiptastofnun hafi fengið leyfi
til að nota ónýttar fjárheimildir til
að stofna hópinn, en fyrir næsta ár
þurfi að ákveða hvernig kostnað-
ur við varnirnar verði greiddur. Í
ljósi þess að hægt sé að auka öryggi
landsins verulega sé peningum til
þessa málaflokks vel varið. - bj
Skilgreina þarf ábyrgð og umboð netöryggishóps áður en hann tekur til starfa:
Gera lítið án lagaheimildar
Ýmsar ógnir geta steðjað að á netinu sem netöryggishópur stjórnvalda
verður að vita af og kunna að bregðast við.
■ Meiriháttar netárás gæti lamað allar íslenskar vefsíður.
■ Hægt er að gera netárásir á sæstrengi til að takmarka netsamband Íslands
við umheiminn.
■ Netárás gæti truflað dreifikerfi eða framleiðslu raforku.
■ Dæmi eru um að netárásir séu notaðar til að mótmæla, eins og gert hefur
verið til að sýna stuðning við Julian Assange, stofnanda Wikileaks.
■ Með spilliforritum geta netþrjótar náð stjórn á veitukerfum eða tækni-
væddum verksmiðjum á borð við álver.
Ógnir á netinu
SKÓLAMÁL Lilja Dögg Jónsdóttir
var kosin nýr formaður Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands, á
skiptafundi ráðsins á föstudag-
inn var. Lilja
Dögg tekur við
að Jens Fjalari
Skaptasyni.
Hún er oddviti
Vöku sem vann
meirihluta í
stúdentaráði
í kosningum
2. og 3. febrú-
ar síðastlið-
inn. Lilja telur
brýnt að koma nýju fyrirkomu-
lagi Stúdentaráðs í gagnið í
samræmi við tillögur sem Vaka
hefur lagt upp með. Einnig legg-
ur Lilja áherslu á LÍN-málin og
endurheimtingu upptökuprófa
við Háskólann. - rat
Nýr formaður Stúdentaráðs:
Lilja Dögg
nýr formaður
LILJA DÖGG
JÓNSDÓTTIR
RÚSSLAND, AP Viktor Danilkin,
dómarinn sem kvað upp dóm
yfir Mikhaíl Khodorkovskí í
desember, var ekki sáttur við
dóminn sem hann las upp.
Þetta fullyrðir Natalja Vasil-
jeva, aðstoðarmaður dómarans
og kallar dómsuppkvaðninguna
farsa. Hún segir Danilkin ekki
hafa skrifað dóminn sjálfur en
látið sig hafa að lesa upp annan
dóm þegar ljóst þótti að æðri
valdhafar yrðu ekki sáttir við
dóminn, sem hann hefði kveðið
upp sjálfur.
Khodorkovskí er fyrrverandi
olíukaupmaður og harður gagn-
rýnandi rússneskra stjórn-
valda. Hann var í desember
dæmdur sekur um að hafa
stolið frá eigin olíufélagi og
fangelsisvist hans lengd til árs-
ins 2017. - gb
Dómur Khodorkovskís farsi:
Dómarinn ósátt-
ur við dóminn
AÐEINS
Á MÁNUÐI
2.890 KR.
SKJÁREINN
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
5
0
12
GAME TÍVÍ
SP
JA
LL
IÐ
SAKAMÁL Betur fór en á horfðist
eftir að fjórtán mánaða dreng
í barnavagni var rænt í austur-
hluta Kaupmannahafnar á sunnu-
dag.
Móðir drengsins svæfði hann
í vagninum um hálftvöleytið.
Þegar hún ætlaði að líta eftir
honum tuttugu mínútum síðar var
vagninn með drengnum í horfinn.
Um einni klukkustund eftir að
móðirin hringdi skelfingu lostin
í lögregluna fannst drengurinn
heill á húfi í barnavagninum í
nærliggjandi götu. - fb
Sakamál í Kaupmannahöfn:
Barni í barna-
vagni stolið