Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 12
12 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Vaðlaheiðargögn eru
flýtiframkvæmd sem ekki
verður af án veggjalda.
Framkvæmdin á ekki
að bitna á öðrum verk-
efnum Vegagerðarinnar.
Samfélags kostnaður vegna
slysa er margfalt meiri á
öðrum vegköflum en þeim
sem Vaðlaheiðargöng leysa
af hólmi.
Meðan öryggissjónarmið knýja
á um vegbætur á suður- og
suðvestur horni landsins virðast
byggðasjónarmið lögð til grund-
vallar við flýtimeðferð við gerð
fyrirhugaðra ganga um Vaðla-
heiði.
Tölur úr slysaskrá Umferðar-
stofu sýna að á meðan 50 slys og
höpp hafi orðið á veginum norður
fyrir Vaðlaheiði á níu ára tíma-
bili, hafi orðið sex sinnum fleiri
óhöpp á sambærilegum vegkafla
á Vesturlandsvegi og átta sinnum
fleiri á 27 kílómetra kafla á
Suðurlands vegi.
Í tölum sem Fréttablaðið kall-
aði eftir frá Umferðarstofu
kemur fram að frá ársbyrjun
2002 til septemberloka 2010 hafi
einn látist á veginum sem Vaðla-
heiðargöng myndu leysa af hólmi.
Fimm slösuðust alvarlega og 33
lítið. Óhöpp án meiðsla eru 50
talsins. Á svipað löngum vegar-
kafla á Vesturlandsvegi létust
á sama tíma fimm manns og 20
slösuðust alvarlega. Og á vegar-
kafla á Suðurlandsvegi létust sex
og 32 slösuðust alvarlega.
Spurning um forgangsröðun
Uppreiknaðar tölur verkfræðistof-
unnar Línuhönnunar um kostnað
vegna slysa sýna að gífurlegur
munur er á samfélagslegum kostn-
aði vegna þessara þriggja vegar-
kafla á tímabilinu, að ekki sé talað
um þær þjáningar sem alvarleg
slys hafa í för með sér. Sé miðað
við uppreiknaðar tölur nemur
kostnaður vegna slysa á veginum
norður yfir Vaðlaheiði á tímabilinu
rétt rúmum 975 milljónum króna.
Kostnaður vegna slysa á vegar-
kaflanum á Vesturlandsvegi er
svo tæpir 4,4 milljarðar króna og
6,2 milljarðar á vegarkaflanum á
Suðurlandsvegi.
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, segist vona að
til lengri tíma auðnist mönnum
að fara í framkvæmd á borð við
Vaðlaheiðargöng. „Skylda okkar
hlýtur hins vegar að vera að for-
gangsraða, meðal annars út frá
slysum,“ segir hann og bendir á
að sá vegarkafli þar sem umferð
myndi minnka verði af gerð Vaðla-
heiðarganga sé í 54. sæti á lista
yfir vegarkafla þar sem slys eru
tíðust. „Síðan má horfa til Suður-
landsvegar þar sem er að finna
nokkra kafla sem eru á topp
tuttugu.“
Göngin taka ekki frá öðru
Undir lok janúar fundaði innan-
ríkisráðherra fyrir norðan til að
ganga úr skugga um að ekki væri
þar sama andstaða við veggjöld
til að fjármagna framkvæmdir
og vart hefur orðið í nágrenni
höfuðborgarinnar. Svo reyndist
ekki vera og hefur því verið hald-
ið áfram með undirbúning Vaðla-
heiðarganga. „Það liggur ekki
annað fyrir en verið sé að búa til
hlutafélag í samræmi við lög sem
samþykkt voru á þingi í fyrra.
Fyrsta verkefni félagsins yrði svo
að senda út svokallað forval og svo
útboð í framhaldinu,“ segir Hreinn
Haraldsson vegamálastjóri. Hann
segir vonir standa til að af þessu
FRÉTTASKÝRING: Hvað á að ráða vegaframkvæmdum?
Engin flýtiframkvæmd án veggjalda
Tíu hættulegustu vegarkaflarnir í dreifbýli
Slys, með og án meiðsla, árin 2005 til 2009
Vegur Fjöldi slysa Vegalengd Slys/km
1 Hringv. frá Þrengslavegi (brú-sýslumörk) 115 4,41 km 26,1
2 Reykjanesbr. (Grindavíkurv.-Njarðvíkurv.) 66 4,56 km 14,5
3 Reykjanesbr. (brú yfir Vatnsl.str.veg-Grindavíkurv.)1 58 11,62 km 13,6
4 Hringv. (Þorlákshafnarvegur-Þrengslavegur) 213 16,63 km 12,8
5 Hringv. (Hvalfjarðarv.-Hvalfjarðargöng) 11 0,94 km 11,7
6 Hringv. (Þingvallav.-Brautarholtsvegur) 134 11,96 km 11,2
7 Hringv. (Borgarfjarðarbr.-Borgarnes, Borgarbraut) 26 2,48 km 10,5
8 Hringv. (Akrafjallsv. við Urriðaá-Hvalfjarðarvegur) 11 1,1 km 10,0
9 Hringv. (Hvalfjarðargöng) 55 5,76 km 9,5
10 Hringv. (Hafravatnsv.-Breiðholtsbraut) 31 3,41 km 9,1
Heimild: Ársskýrsla slysaskráningar Umferðarstofu árið 2009.
Vegurinn norðan fyrir Vaðlaheiði Vesturlandsvegur Suðurlandsvegur
Vegur norður f. Vaðlaheiði 26,4 km
Látnir ........................................................................1
Alvarlega slasaðir .................................................5
Lítið slasaðir ........................................................ 33
Samtals ............................................................... 39
Óhöpp án meiðsla ..........................................50
Vesturlandsvegur 26,5 km
Látnir ........................................................................5
Alvarlega slasaðir ..............................................20
Lítið slasaðir ......................................................125
Samtals ..............................................................150
Óhöpp án meiðsla ........................................275
Suðurlandsvegur 27,11 km
Látnir ........................................................................6
Alvarlega slasaðir .............................................. 32
Lítið slasaðir ......................................................218
Samtals ............................................................. 256
Óhöpp án meiðsla ........................................391
Samanburður á fjölda slysa 2002-2010
Vesturlands-
vegur frá
Þingvallavegi
að Akrafjallsvegi
við Urriðaá
að slepptum
Hvalfjarðar-
göngunum.
Suðurlandsvegur frá Þrengsla-
vegi að Biskupstungnabraut.
Fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng
Núverandi vegur um Víkurskarð
Akureyri
Fn
jó
sk
ad
al
ur
Reykjavík
Hv
alf
jör
ðu
r
Hveragerði
Ölfusá
Akranes
Selfoss
Hlutfallslega meiri fjöldi slysa og óhappa en á vegi norður fyrir Vaðlaheiði: 478% 727%
OKKAR líftryggingar hf. • Sóltúni 26 • 105 Reykjavík • Sími 540 1400 • Fax 540 1401 • www.okkar.is
Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma
í æsku sem haft geta í för með sér ævilanga örorku. Þeir sem ekki hafa fest sig í sessi á vinnumarkaði standa utan lífeyriskerfisins og
njóta því einungis bóta Tryggingastofnunar.
OKKAR framtíð er ný og kærkomin framtíðartrygging barna og ungmenna sem skipt getur sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á
fullorðinsárum. Með OKKAR sparnaði, sem laus er til útborgunar við átján ára aldur, má treysta undirstöðurnar enn frekar.
Framtíð
- framtíðartrygging barna fyrir „efin” í lífinu og fjárhag fullorðinsáranna.
„En mamma, þegar ég verð stór langar mig að verða svona lagari sem getur lagað alls konar dót og
svoleiðis. Svo langar mig að verða blómalæknir svo að öll blómin geti lifað þó að veturinn komi. Best
væri samt að vera hjólamaður. Þá getur maður hjólað allan daginn og haft nesti með sér og skoðað fuglana
á leiðinni og svoleiðis. Svo langar mig að vera alltaf glaður - svona eins og Óli frændi. Ég held að hann
þurfi aldrei að sofa eða borða fisk.”
„…Svo langar mig að vera alltaf glaður -
svona eins og Óli frændi.
Ég held að hann þurfi aldrei að sofa…”
Sjá nánar um Framtíð á okkar.is.
z
e
b
ra