Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 22
„Þetta er örugglega ekki mann-
sæmandi og ég er ekki viss um að
nútímafólk, sem vant er að baða sig
einu sinni á dag, mundi láta bjóða
sér slíka afarkosti sem vikulegt
bað er,“ segir Pétur Magnússon,
forstjóri Hrafnistu, þar sem starfs-
fólk kemst ekki yfir að baða heim-
ilisfólkið nema einu sinni í viku.
Á tímabili var mann eklan slík að
missti fólk af baðdegi sínum þurfti
það að bíða í
hálfan mánuð
til að komast í
bað.
„Stærstur hluti
heimilisfólksins
þarfnast hjálpar
við baðferðir og
meðan skortir
á fjármagn frá
stjórnvöldum
getur fólk ekki
baðast eins oft
og það vill,“ útskýrir Pétur.
Hrafnista er stærsta öldrunar-
heimili landsins með þrjú heimili
á höfuðborgarsvæðinu og rúmlega
500 heimilismenn.
„Svona bitnar kreppan á elstu
borgurum landsins og sárt að
þjóðfélagið geti ekki komið betur
fram við þá öldruðu. Allir sem búa
á hjúkrunarheimilum þurfa sólar-
hrings þjónustu, en fjárframlög
ríkisins, sem nú eru skert þriðja
árið í röð, duga engan veginn til
að sinna þeirri þjónustu. Það er
umhugsunarefni fyrir stjórnmála-
menn, sem eflaust yrðu hissa sæju
þeir svart á hvítu hversu mikla
þjónustu við innum af hendi fyrir
lítið fé, enda óhemju álag á starfs-
fólkinu sem heldur þessu uppi,“
segir Pétur sem útdeilir mánaðar-
legum framlögum ríkisins.
„Hrafnista, eins og önnur öldr-
unarheimili, á að starfa undir þjón-
ustusamningi við ríkið en hann
hefur ekki verið gerður þrátt fyrir
ítrekaðar beiðnir árum saman.
Nú rétt fyrir áramót var honum
svo enn frestað af hálfu ríkisins
um þrjú ár, en þegar til kastanna
kemur mun ríkið þurfa að skil-
greina þjónustu sem það er tilbúið
að borga fyrir á móti þjónustu sem
fólk ætti að greiða sjálft. Ég velti
fyrir mér hvort stjórnmálamenn
þoli slíka skoðun og samanburð,
því þá mun koma í ljós hversu lítið
fé öldrunarheimili eiga að komast
af með.“
Ævikvöld með reisn
Valgerður Katrín Jónsdóttir, þjóð-
félagsfræðingur og framkvæmda-
stjóri Landsambands eldri borg-
ara, segir málefni aldraðra víða
þurfa nánari skoðun.
„Gamalt fólk getur hvorki hótað
því að fara í verkfall né flytja til
útlanda, og því minnihlutahóp-
ur sem auðvelt er að hundsa. Því
þarf það að láta margt yfir sig
ganga sem beinlínis er mannrétt-
indamál í hugum flestra. Margt af
þessu fólki er orðið of veikt til að
bera hönd fyrir höfuð sér og þótt
það sé af kyn-
slóð sem ekki
var vön dagleg-
um baðferðum
hér áður fyrr
er krafan allt
önnur í dag og
það vitaskuld
ósátt við svo
fátíð böð enda
vill það lifa líf-
inu með sjálfs-
virðingu.
Aldraðir eru
margir farnir
að missa þvag
og annað, sem og ofan á sig mat
og drykk, og þyrftu í raun oftar
í bað en yngra fólkið,“ segir Val-
gerður, sem bíður nýrrar laga-
breytingar þegar málefni eldri
borgara flytjast til sveitarfélaga
um næstu áramót þegar öldruðum
gæti boðist notendastýrð, persónu-
leg aðstoð þar sem þeir geta ráðið
Beðið eftir baði
Gamla fólkið á Hrafnistu kemst aðeins vikulega í bað. Fjárráð leyfa
ekki frekari baðaðstoð starfsfólks á meðan ríkið lætur aldraða bíða.
Pétur Magnússon,
forstjóri Hrafnistu.
Valgerður K.
Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
Landsambands
eldri borgara.
Farðu út með ruslið er yfirskrift fyrirlestrar Sölva Fannars
Viðarssonar, einkaþjálfara og rithöfundar. Þar fjallar Sölvi meðal
annars um hagnýta læknisfræði, detox og annað sem lýtur að
heilsueflingu. Nánari upplýsingar veitir Sölvi í síma 660 1200.
Líf, styrktarfélag Kvennadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, heldur fræðslufund
um fæðingar á Landspítalanum á morgun klukkan 12. Þar verður meðal annars
fjallað um ferli fæðinga og sýnt brot úr nýju kynningarmyndbandi um fæðingar-
þjónustu spítalans.
www.landspitali.is
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur
TILBOÐ
ýmsar gerðir -
stakar stærðir
push up í ABCD skálum á kr. 4.990,-
push up í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr.
4.990,-
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Velkomin í okkar hóp!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
TT tímar í boði:
6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar
7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar
10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun
12:05 F mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun
14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar
16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun
17:40 I mánu- og þriðjud, fimmtud 18:25 Barnapössun
18:40 J mánud, - miðvikud 19:30 og lau 9:30
18:25 TT3 Mánu- og miðvikud - (16-25 ára)
NÁMSKEIÐUM
FYLGIR
FRJÁLS MÆTING
Í TÆKJASAL
Fundur fyrir alla TT flokka sunnudaginn 20. febrúar kl. 16:30
TT-námskeið hefjast 20. febrúar
telpurS onuK rStaðurinn - Ræktin
Viltu ná kjörþyngd og komast í form?
Ný námskeið að hefjast
innritun á fullu í síma 5813730
15%
afsláttur
fyrir þær konur
sem halda
áfram!
Síðustu innritunardagar!
GLÆSILEGAR
DANSKAR INNRÉTTINGAR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
EINNIG ÚRVAL RAFTÆKJA
Á FRÁBÆRU VERÐI
OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR
UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR
ELDHÚS-BAÐ-ÞVOTTAHÚS-FATASKÁPAR
UPP MEÐ GÆÐIN
NIÐUR MEÐ VERÐIÐ
OG 10% AÐ AUKI
25% AFSLÁTTUR
SÉ PÖNTUN STAÐFEST Í FEBRÚAR
www.heilsuhusid.is
Námskeiðsgjald kr. 5.900 kr. (LÆKKAÐ VERÐ!)
Skráning og nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155.
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K
með Davíð Kristinssyni næringar- og lífsstílsþjálfara.
Innifalið í námskeiði er uppfærð handbók með öllum
upplýsingum sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðli.
Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl. 20:15 - 22:00
Fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20:15
30 daga hreinsun
á mataræði!
Davíð tekur einnig að
sér einstaklingsráðgjöf,
mælingar og aðhald
á fimmtudögum.