Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 24
15. FEBRÚAR 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● hestavörur
Vefsíðan sponn.is er orðin
þekkt meðal hestamanna en
fyrirtækið Fengur hefur getið
sér gott orð með innlendri
framleiðslu á spóni, undirlagi
í hesthús og rekur spónaverk-
smiðju í Hveragerði.
„Við höfum verið í stöðugri sókn
frá því að Fengur var stofnaður
árið 2009 og þar hefur haft mest
að segja að góð vara spyrst út,“
segir Sigurður Halldórsson, stofn-
andi og eigandi Spóns.
Hestamenn þekkja flestir Feng
undir nafninu Spónn en á vefsíð-
unni sponn.is má finna allar upp-
lýsingar um spóninn, framleiðslu
hans sem og fyrirtækið.
„Það var mestmegnis innflutt-
ur spónn sem stóð hestamönnum
til boða áður en við hófum fram-
leiðslu okkar. Við fórum upphaf-
lega að skoða þann möguleika
þegar ljóst var hve mikið sá út-
gjaldaliður hestamennskunn-
ar hafði hækkað,“ segir Sig-
urður. „Við skoðuðum hvort
hægt væri að nota það timb-
ur sem féll til í landinu og
framleiða spón sem stæð-
ist hæstu gæðakröf-
ur en væri jafnframt
ódýr. Vörubretti og
afsagað hreint timbur
stóðu þar til boða en
þar til að við hófum
endurvinnslu á hrá-
efninu hafði timbrið
verið urðað þar sem
ekki hafði fundist farvegur til að
nýta það.“
Fengur framleiðir nú bæði
bundinn timburspón og spóna-
köggla og framleiðslan nemur um
tveimur tonnum á klukkutíma en
íslenski spónninn er kominn inn
í flest stærstu hestabúin á Suður-
landi. Spóninn er einnig farinn að
sjást í kjúklinga- og svínabúum.
„Það má segja að spónninn hafi
slegið í gegn. Varan hefur verið
þróuð talsvert frá því að við hófum
framleiðslu, þannig er hún nú ryk-
hreinsuð, þannig að spónninn ertir
ekki öndunarfæri dýranna. Einnig
eru sótthreinsandi efni í spóninum
sem heldur stíunum sótthreinsuð-
um.“ Áhersla er lögð á að nota vist-
væna orkugjafa til framleiðslunn-
ar þar sem jarðgufan í Hveragerði
nýtist vel til verksins.
„Það má segja að þessi fram-
leiðsla sé þannig bæði uppbyggileg
fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Við
höfum náð að byggja upp nokkur
störf í kringum reksturinn og við
hvetjum fólk til að prófa vöruna
sem hefur fengið meðmæli þeirra
sem nota hana.“
Sótthreinsandi
íslenskur spónn
Framleiðsla Fengs er um tvö tonn af spóni á klukkustund. MYND/ÚR EINKASAFNI
Hestar hafa verið mönnum yrkisefni frá
ómunatíð, allt frá því að vera frjósemistákn
og verndarar skáldskapar í boðbera dauðans,
stundum í aukahlutverki og annars staðar
aðalpersónur í sögum og seinna kvikmyndum.
Efirfarandi eru nokkur dæmi hins síðarnefnda.
Sagan um Fagra Blakk
er sjálfsagt ein sú þekkt-
asta og vinsælasta. Hún
byggir á endurminning-
um samnefnds hests,
allt frá fyrstu árunum
á fyrirmyndarbóndabæ
og fram undir ævilokin
í sveitasælu. Þess á
milli er hann seldur
milli bæja og upplifir
til skiptis góðmennsku
og harðræði. Bókin
kom fyrst út árið 1877,
nokkrum mánuðum áður
en höfundurinn Anna Sewell lést eftir langvarandi
veikindi. Síðan þá hefur sagan komið út í talsvert
styttri útgáfu og nokkrar aðlaganir á henni hafa
ratað á hvíta tjaldið.
Annar svartur hestur og ekki síður frægur er Svarti
folinn eða The Black Stallion í metsölubók Walt-
ers Farley frá árinu 1941. Hún segir af arabísk-
um gæðingi og drengnum Alec Ramsay sem verða
strandaglópar á eyðieyju eftir að skip sem þeir voru
farþegar á ferst.
Þar læra þeir
að treysta hvor
öðrum og tengj-
ast ævivarandi
tryggðarböndum.
Nokkrar sögur
um Svarta fol-
ann og afkvæmi
hans fylgdu og
fjölmargar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir
bókaflokknum, einna þekktust kvikmyndaaðlögun
á þeirri fyrstu frá 1979.
Sagan um Seabiscuit (The Story of Seabiscuit)
byggir á sannsögulegum atburðum, fjallar um
hálfblindan knapa sem kemst yfir hest sem virð-
ist í fyrstu ólíklegur til afreka en verður loks einn
fremsti
veðhlaupa-
hestur
Banda ríkj-
anna, þegar
kreppan
var í há-
marki.
Tvisvar
hefur verið
gerð kvik-
mynd um hestinn Seabiscuit, fyrst árið 1949 og
síðar 2003 með Jeff Bridges og Tobey Maguire í
aðalhlutverkum og fyrrnefnd bók þá höfð til hlið-
sjónar.
Eilíft yrkisefni listamanna
● ÚR ORÐA-
BÓKINNI Mörg
orð eru til í íslensk-
unni yfir hest svo
sem: jór, drösull,
farar skjóti, fákur, foli,
gandur, gangvari,
klár og mar.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson
benediktj@frettabladid.is s. 512 5411