Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is 21. febrúar 2011 42. tölublað 11. árgangur ÉG ER OG BRAGÐGÓÐ JÓGÚRT SEM KEMUR Á ÓVART Kauptu mig! 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 IkeaHackers.net er vefsíða sem sýnir hvernig endurnýta og breyta megi klassískum IKEA húsgögnum. Á síðunni má sjá myndir sem fólk alls staðar að sendir inn. Þórdís Þorleifsdóttir býr til kerti með áprentuðum myndum sem rjúka út eins og heitar lummurKertin sem spurðust út Þ etta gerðist eiginlega bara óvart. Ég bjó til nokkur kerti fyrir sjálfa mig fyrir jólin sem ég skreytti í jólaþema. Vinkonur mínar voru hrifnar af þessu svo ég bjó til nokkur handa þeim og svo fóru vinkonur vinkvenna minna að fá áhuga og þannig gekk þetta koll af kolli,“ segir Þórdís Þorleifsdóttir sminka sem vakið hefur mikla athygli fyrir kerti sem hún prentar helgi-myndir á og selur á facebook-síðu sinni my stuff-þórdís þorleifs.„Fram undan eru fermingar þannig að ég er aðeins farin á stúfana með að útbúa kerti sem passa í það þema, margir eru að leita að ein-hverju skemmtilegu og öðruvísi skrauti á ferm-ingarborðið. Sjálfri finnst mér mikil ró fylgja kertunum og þau verða að hálfgerðri lukt þegar þau brenna niður og pappírinn stendur eftir.“ FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐANMEIRI SKEMMTUNMeiri Vísir. FASTEIGNIR.IS 21. FEBRÚAR 2011 8. TBL. Fasteignamarkaðurinn ehf. er með í sölu einbýlishús á tveimur hæðum auk 50 fer- metra bílskúrs að Brúnastekk. Tveggja herbergja aukaíbúð er í kjallara hússins með leigu- tekjur. Húsið er mikið endurnýjað og í góðu ástandi.Húsið stendur innst í botnlanga í Elliðaárdalnum með óbyggt svæði á tvo vegu. Fallegar gönguleiðir í kring og stutt í alla þjónustu. Ræktuð lóð með hellu- lögðum veröndum og skjólveggjum í kring. Á efri hæð er gengið inn í flísa- lagða forstofu. Hol er einnig flísa- lagt og með nýjum fataskápum og endurnýjuðu gestasalerni með glugga. Eldhúsið er flísalagt með hvítum innréttingum og góðri borð- aðstöðu. Inn af eldhúsinu er flísa- lögð forstofa með útgangi út á lóð- ina og inn af forstofunni er búr með glugga. Sjónvarpshol er flísalagt og þaðan er útgangur út á verönd. Tvö barnaherbergi með parketi á gólfi eru á hæðinni og stórt parketlagt hjónaherbergi með fataskápum. Baðherbergi er endurnýjað, flísa- lagt með sturtuklefa og stóru bað- kari. Innfelld lýsing í loftum og veggjum. Í kjallara hússins er sjónvarps- hol með parketi á gólfi, tvær stór- ar geymslur og tómstundaher- bergi m ð f b ði i flísalagt baðherbergi með sturtu- klefa og flísalagt þvottaherbergi. Í kjallara er einnig tveggja her- bergja íbúð með sér inngangi. Hún skiptist í forstofu, stofu og eldhús, herbergi, baðherbergi, geymslu og þvottaherbergi. Tvöfaldur bílskúr með rafmagni, hita og rennandi Aukaíbúð í kjallaraFASTEIGNA-MARKAÐURINN Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Höfum til sölu um 400 fm. einbýlishús á sjávarlóð á Arnarnesi Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, einungis á skrifstofu heimili@heimili.is Sími 530 6500 GENGIÐ AF FUNDINUM Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gekk með bros á vör af blaðamannafundi á Bessastöðum í gær eftir að hann tilkynnti að hann myndi ekki undirrita Icesave-lögin heldur leggja þau í dóm þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ICESAVE Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-samninginn snýst um hvort Íslendingar vilja semja um málið eða fara dómstólaleiðina. Litlar líkur eru á því að sest verði aftur að samningaborðinu. Þetta er mat Lárusar Blöndal, hæsta- réttarlögmanns og fulltrúa stjórn- arandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave. Undir orð Lárusar taka forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráð- herra. Algjör óvissa ríkir á ný um Icesave-samkomulagið. Líklegt þykir að Bretar og Hol- lendingar höfði mál verði Icesave- samningurinn ekki samþykkt- ur í þjóðaratkvæðagreiðslunni að mati Stefáns Más Stefánsson- ar lagaprófessors. Ekki er víst að niðurstaða dómstóla yrði Íslend- ingum hagstæðari en núverandi samningur. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfesting- ar í gær. Hann rökstuddi ákvörð- un sína með því að stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu hefði verið töluverður á Alþingi, tæplega 40 þúsund undirskriftum hefði verið safnað þar sem forsetinn var hvattur til að synja lögunum stað- festingar og að skoðanakannanir hefðu bent til að meirihluti þjóð- arinnar vildi koma að afgreiðslu málsins. „Þetta mál er á margan hátt erf- itt og þetta hefur ekki verið ein- föld ákvörðun,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun for- setans. Jóhanna segist óttast að með henni hafi forsetinn tekið verulega áhættu og að ekki verði lengra komist í samningaviðræð- um. Hún lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á afnámi gjaldeyrishaftanna og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið Kosið um samning eða dómstóla Forseti Íslands beitti synjunarvaldi sínu í þriðja sinn í gær og vísaði nýjasta Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin undrast ákvörðun forsetans. Kosið um samningaleið eða dómstólaleið. Óvíst að dómstólaleiðin skili betri niðurstöðu fyrir þjóðina. KR og Keflavík unnu Úrslit í bikarkeppnum karla og kvenna fóru fram um helgina. sport 24 & 26 Á fljúgandi siglingu Siglingafélagið Brokey fagnar fjörutíu árum. tímamót 16 hefur verið eftir lausn Icesave- deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér,“ sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra tók í sama streng og forsætisráðherra. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða,“ segir Steingrímur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar því að málið sé komið til þjóðarinnar en hefði þó viljað að ákvörðunin hefði verið tekin á Alþingi. Bjarni stend- ur fyllilega við stuðning sinn við Icesave-samninginn og segir að hann muni gera það áfram, sama hvernig málin þróast. Sigurður Líndal lagaprófessor segir ekkert athugavert við það að forsetinn hafi vísað málinu til þjóðarinnar. Kveðið sé á um þjóðaratkvæðagreiðslu á þremur stöðum í stjórnarskrá Íslands og forsetinn hafi lagt fram rök fyrir máli sínu. Hvort menn séu sammála þeim eða ekki sé annað mál. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir talsmanni hollenska fjár- málaráðuneytisins að samninga- viðræðunum um Icesave sé lokið, samningur sé á borðinu. Þá var haft eftir starfsmanni breska fjármálaráðuneytisins að þar á bæ biðu menn frekari skýringa á stöðunni á Íslandi. - sv, þeb, mþl, kh / sjá síður 4, 6 og 8 STJÓRNMÁL Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráð- herra segir einboðið að skoða eigi hvort æskilegt sé að halda endurtekna kosningu til stjórnlaga- þings samhliða kosning- unni um Icesave. Hvorki Bjarni Bene- d i k tsson , for maður Sjálfstæðisflokksins, né Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, voru tilbúnir til að taka afstöðu til málsins í gær. Sigmundur Davíð sagði þó hættu á því að ólík mál flæktust saman yrði kosið samhliða um fleira en eitt mál. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir eðlilegt að málið sé skoð- að. Nefnd skipuð þing- mönnum úr öllum flokk- um er nú að störfum við að skoða hvern- ig bregðast skuli við ógildingu Hæstarétt- ar á stjórnlagaþings- kosn i nga r na r. Stjór nvöld hafa gefið í skyn að líklegasta niðurstaðan sé sú að endurtaka einfaldlega kosninguna. - mþl Jóhanna Sigurðardóttir um þjóðaratkvæðagreiðsluna: Mögulega kosið sam- hliða til stjórnlagaþings JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Grundvallaratriðið sem hlýtur að ráða niðurstöðu forseta [...] er að þjóðin fór með löggjafarvald í Icesave-málinu og ekki hefur tekist að skapa víðtæka sátt um að Alþingi ráði nú eitt niðurstöðu málsins. ÚR YFIRLÝSINGU FORSETA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.