Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 6
6 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Sjálfvirk hjartastuðtæk örugg og einföld í notkun með íslensku tali. Getur þú bjargað Fjölskyldufaðirinn, Zhou Zhi, stýrir harðri hendi sem ættfaðir á grundvelli hefðbundinna kínverskra gilda. Í þrjósku sinni sóar hann fjármunum fjölskyldunnar með svo alvarlegum hætti að hún rambar á barmi gjaldþrots. Með fæðingu stúlkubarns í fjölskylduna rofar til í samskiptum fjölskyldumeðlimanna, en þá tekur Zhou Zhi að viðurkenna að þörf sé á nýjum nálgunum. Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildamyndina: Stórfjölskyldan (2006) Askja, st. 132, fimmtudagur 24. febrúar 2011, kl. 17:30 Aðgangur ókeypis og öllum opið! Lengd: 54 mín. Vegna breytinga á allt að seljast í Herra Hafnarfirði Dýrasta flíkin er á 4.990,- Nýjar vörur eru ekki á útsölu Firði, Hafnarfirði • Sími 565 0073 Þór Saari, formaður Hreyfingarinnar, telur að for- sætisráðherra og fjármálaráðherra eigi að segja af sér eftir ákvörðun forseta Íslands um Icesave. Þór segist ánægður með ákvörðun forsetans og telur hana fyllilega eðlilega og rökrétta með hliðsjón af sögu og framvindu málsins. Hann telur hana ekki vera gagnrýni á störf Alþingis. „Það er alveg skýrt í stjórnarskránni að forset- inn hefur þennan rétt,“ segir Þór. „Hann styðst við ýmislegt, það voru 30 þingmenn sem vildu málið í þjóðaratkvæði. En auðvitað hefði Alþingi átt að afgreiða þetta þannig.“ Þór hyggst greiða atkvæði gegn samningnum þegar að þjóðaratkvæðagreiðslunni kemur. Hann segir að það sé ekki þar með sagt að málið fari fyrir dómsstóla. „Við skul- um ekki gleyma því að alveg frá fyrsta stigi málsins sagði Lee Buchheit að Íslendingar ættu ekki að borga þetta og þeir ættu ekkert að gera í málinu,“ segir Þór. „Það ætti bara að leyfa Bretum og Hollend- ingum að fá það sem kemur úr þrotabúinu. Ef þeir vilja svo fara í mál út af afganginum, þá verður það bara að koma í ljós.“ Þór bendir á að verið sé að tala um þrotabú einkafyrirtækis sem verið sé að gera upp. „Að velta þessu yfir á íslenskan almenning er fáránlegur málaflutningur,“ segir hann. „Það á að láta þetta kyrrt liggja þar til það er búið að gera upp þrotabúið. Ef það er eitthvað sem stendur út af er hugsanlega hægt að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga um afganginn. Við búum hér við ákveðna stjórnskipan í lýðræðisríki sem fullvalda þjóð og það verður að virða.“ - sv Greiðir atkvæði gegn samningnum Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, telur forseta Íslands hafa tekið rétta ákvörðun í Icesave-málinu miðað við forsögu þess. „Maður treysti sér ekki til að giska á hver niðurstaðan yrði en maður vildi samt trúa því að hann yrði sam- kvæmur sjálfum sér, sem hann reyndist vera,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir næstu skref í málinu ráðast af því hvaða skilaboð stjórnvöld sendi. „Nú eins og síðast er mikilvægt að menn sendi út mjög sterk skilaboð um það að eftir sem áður muni Íslendingar standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þetta sé ekki spurning um það.“ Sigmundur Davíð vill ekki blanda þjóðaratkvæða- reiðslunni við stöðu stjórnarinnar en segir það vissulega hafa áhrif á stöðu hennar að málið fari núna í dóm þjóðarinnar eftir að ríkisstjórnin lagðist gegn því. - mþl Forsetinn tók rétta ákvörðun FORSETI ÍSLANDS SYNJAR AFTUR STAÐFESTINGU ICESAVE-LAGA ÞÓR SAARI SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun for- seta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forset- inn hafi með henni tekið veru- lega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samninga- viðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður geng- ið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dóm- stóla,“ segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur.“ Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinn- ar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatrygg- ingarálagið,“ segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningur- inn felldur gæti það valdið seink- un á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér.“ Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða,“ segir Stein- grímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörð- un sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmála- flokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarand- stöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka,“ segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hing- að til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkis- ráðuneytið fari nú í það að undir- búa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reynd- ar að þau séu byrjuð að funda nú þegar.“ thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Ekki verður samið frekar um Icesave Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar voru undrandi á ákvörðun forsetans, en segja hana ekki hafa áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar því samningar hafi verið í höndum allra flokka. Ef málið verður fellt blasir við að það fer fyrir dómstóla. FUNDAÐ Í ALÞINGISHÚSINU Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fundaði með þingflokki sínum um ákvörðun forsetans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MÆTT TIL FUNDAR Jóhanna Sigurðardóttir og Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður hennar, mættu til fundar við aðra þingmenn Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.