Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 21. febrúar 2011 13 AF NETINU Málstaðurinn er „Ég” Ég tilheyri þjóð Ólafs Ragnars. Nú hafa tugir þúsunda þjóðarinnar ákallað Ólaf í þeirri bæn að hann stöðvi gildistöku nýrra Icesavelaga. Við eigum ekki að borga fyrir mis- heppnað peningabrall einkafyrir- tækis er sagt. Samt hefur enginn þessara mótmælenda fundið neitt því til foráttu að almenningur borgi upp í topp íslenskum viðskipta- vinum Landsbankans, sem sumir voru blekktir og sumir blindaðir af græðgi. Nei, málið er að við eigum ekki að borga fyrir svik okkar manna gagnvart útlendingum, þó við bætum að sjálfsögðu svik sömu manna gagnvart okkar fólki upp í topp. Málstaðurinn er „Ég”. Icesave var svikamylla. Tombóla bíræfinna stráka sem ekki hikuðu að taka við peningum venjulegs fólk og góðgerðafyrirtækja til eigin brúks og vissu að þeir gætu ekki staðið við sín orð. Þeir söfnuðu peningum frá gömlu fólki fyrir mál- staðinn „Ég”. Um það er aldrei rætt á Íslandi hvaða afleiðingar svona framferði eigi að hafa. Nú safna Íslendingar undirskriftum fyrir sama málstað, „Ég”, „Við Íslend- ingar”. Ólíklegustu menn koma í bljúgri bæn til Bessastaða knúðir af hinum mikla málstað. Þessu til undirbúnings kom Ólafur Ragnar fram í sjónvarpinu. Vinalaus spinnur forsetinn að vana vef eigin mannkosta og málar með orðum myndir af mikilfenglegri þjóð, sem stundar viðskipti eins og þeir bestu í heiminum og býr að sterkari lýðræðishefð en nokkrir aðrir. Mér líður illa að horfa á þetta. [...] Þjóð sem gerir það að lífskalli sínu að afneita kröfum án þess að íhuga málið frá annarri hlið en eigin buddu og fyllist í raun stolti yfir bíræfnum strákum sem svíkja fé af saklausum vegfarendum hefur sjálf dæmt sig til útlegðar í eigin landi, eigin glæpanýlendu. Ekkert efnahagshrun gerir landið jafn óbyggilegt og siðferði Ég-mál- staðarins getur gert. hjabeck.blogspot.com Hans Jakob Beck Í krafti fjöldans getum við allt Og þá er maður sem sagt kominn með löggjafarvald. Áfram hefur maður samt þessa óþægilegu tilfinningu um að vera á fleygiferð í einhverja átt á stjórnlausum farkosti. Ef við beygjum til hægri bíður hengiflugið. Nei annars, ef við beygjum til hægri finnum við aftur veginn. Eða var það vinstri? Við sjáum ekkert út um gluggann. Spunaverkið Ísland Áfram hefur maður þessa óþægilegu tilfinningu um að Ísland sé spunnið áfram með dyntum og klækjum. Áfram heldur Ólafur Ragnar Gríms- son að spinna áfram stjórnskip- un landsins eftir því sem honum virðist hverju sinni að þetta eigi að vera. Það er kannski gaman – engin lognmolla – en samt pínu- lítið óþægileg þessi nagandi til- finning um að fulltrúalýðræðið – þingræðið sem við höfum haft hér – sé í hættu. Fulltrúalýðræði höfum við nefnilega meðal annars til þess að hægt sé að taka ákvarðanir sem við viljum sjálf ekki bein- línis taka en vitum að þarf að taka. Þegar forsetinn var spurður út í það á Bessastöðum í gær hvernig hann réttlætti það að synja staðfestingar lögum sem sjötíu prósent þingmanna höfðu samþykkt – höfðu á bak við sig eindreginn þingvilja – þá svar- aði hann með því að vísa til vilja minnihluta þingsins í öðru máli, sem var hvort vísa ætti málinu til þjóðaratkvæðis. Það svar var einkennilega út í hött. Forsetinn gat þess hins vegar að í þessu tiltekna máli hefði verið virkjað „tvískipt löggjaf- arvald“ sem maður hefur aldrei heyrt um áður. Þjóðin kaus um allt annan samning sama máls, og ekki hefur verið kosið nýtt þing síðan, og þar með segir forsetinn löggjafarvaldið vera orðið tvískipt. Jamm. Þá er bara að reyna að rýna út um gluggann og mynda sér skoðun á því hvorum megin vegurinn sé – og hvorum megin hengiflugið. Gluggabréfið ógurlega Icesave-málið snýst um ábyrgð. Og væri auðveldara viðfangs ef þjóðin skynjaði að sjálfir hinir gömlu eigendur Landsbankans fengju að axla sína ábyrgð á þessu máli. En málið snýst samt líka um ábyrgð þjóðarbúsins á því að hafa látið undir höfuð leggjast að koma á fót nægilega sterkum innistæðutryggingasjóði til að inna af hendi þá lágmarkstrygg- ingargreiðslu sem bar að gera við fall banka samkvæmt samn- ingum undirrituðum af fulltrú- um okkar. Það snýst líka um það að standa við skuldbinding- ar sem viðurkenndar hafa verið af fulltrúum Íslendinga frá tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde. Það snýst líka um áreiðanleika í alþjóðlegum samskiptum. Og það snýst kannski ekki síst um hugsanlegar afleiðingar þess að þjóðin hafni þessum samning- um – hvort þá blasir við hengi- flugið: að íslenska þjóðarbúið verði dæmt til að borga allar innistæður Icesave-samning- anna, ekki bara lágmarkið. Og þá erum við farin að tala um alvöru upphæðir. Þjóðarbúið er eins og heimili og Icesave er eins og ískyggi- legt gluggabréf. Við vitum að það er bara hægt að gera tvennt við gluggabréf: að borga eða fara og reyna að semja. Það er ekki hægt að halda atkvæða- greiðslu um það í fjölskyldunni að láta það hverfa … Um hríð höfðum við foreldra sem voru ansi hressir. Þeir gáfu nokkrum af strákunum úr barnahópnum eignir fjöl- skyldunnar og sögðu: Þið hérna eigið fiskinn í sjónum, og þið hérna eigið þennan banka og þú – Bjöggi minn – mátt eiga þenn- an banka, við vitum að þegar þið eigið þetta sjálfir munið þið fara miklu betur með eignina en ef allir ættu þetta saman, það væri bara fé án hirðis. Strákarnir sem fengu gefins eignir fjölskyldunnar veðsettu þær aftur og aftur. Til varð ein- hver óraunveruleiki. Sumir voru afar hrifnir og fóru jafnvel í nálægar sóknir til að halda þar ræður um það hvernig strák- arnir okkar bæru af öðrum. Við fylgdumst með þessu, hin börnin, það voru oft veislur, sum okkar tóku þátt, önnur ekki, sum fengu sér pallbíla og gljájeppa, önnur ekki. Þetta var óraunveruleiki og svo kom veruleikinn og þeir beint á hausinn. Þá kom á dag- inn að þeir höfðu tekið stór- kostleg lán í nafni heimilisins og heimilið var í ábyrgð. Og það var enginn óraunveruleiki. Var þá allt okkur að kenna? Nei. Var allt á okkar ábyrgð og ekki annarra? Nei. Var þetta kannski ekkert okkar mál? Jú, því miður; þetta var ekki síst okkar mál. En sem sagt. nú er maður kominn með löggjafarvald. Mér finnst að við ættum að fá öll kaup fyrir það. Nógu mikil byrði er það. Þegar maður hefur einu sinni sannfært sig um að hann eigi ekki að borga eitthvað er erfitt að sannfæra hann um annað. Nema hann viti að hengiflugið bíður ef hann beygir í vitlausa átt. Hengiflugið eða vegurinn Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Áfram hefur maður þessa óþægilegu til- finningu um að Ísland sé spunnið áfram með dyntum og klækjum. FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI GLAMÚR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.