Fréttablaðið - 21.02.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 21.02.2011, Síða 18
Þjóðverjinn Thomas Schnur fékk innblástur frá hinum einfalda en fræga plaststól „Monoblock” þegar hann hannaði þetta húsgagn sem er sam- bland af stól og bekk. www.thomasschnur.com Félag trérennismiða á Íslandi opnaði sýn- ingu í Listasafni Erlings Jónssonar í Grófinni í Reykjanesbæ á laug- ar daginn var. Sýningin stendur til 27. febrú- ar og er lifandi að því leyti að rennibekkur verður þar allan tímann í gangi. Heimild: www. trerennismidid.is „Leiktækin eru byggð á flæðinu í náttúrunni, skrið- jöklum, vatni og rennandi hrauni, öllu sem hefur áhrif á mótun náttúrunnar,“ útskýrir Dóra Birna Sigurjónsdóttir, markaðsstjóri Krumma. „Það er alltaf freistandi að klifra í hrauni en það er ekki öruggt. Nú hefur okkur tekist að gera hraun bæði öruggt og skemmtilegt en leiktæk- in hafa áferð hrauns og eru jafn spennandi en for- eldrarnir geta verið rólegir,“ segir Dóra og tekur fram að öll leiktæki Krumma séu öryggisvottuð af Dansk Technologisk Institute með tilliti til evrópsks öryggisstaðals EN1176. Leiktækin eru ætluð börnum frá sex ára aldri og upp úr. Aðalhönnuðir að baki línunnar eru Jenný Ruth Hrafnsdóttir, verkfræðingur og framkvæmda- stjóri Krumma ehf., og Hrafn Ingimundarson, véla- verkfræðingur og eigandi fyrirtækisins. Leik- tækin eru ætluð á opin svæði svo sem tjaldstæði, almenningsgarða og skólalóðir. Þau eru framleidd af Krumma en formin eru fræst út í þétt frauðplast sem síðan fær sérstaka yfirborðsmeðhöndlun til að líkja eftir áferð hrauns. „Þessi tæki líta ekki út fyrir að vera leiktæki og eru ólík öllu því sem við höfum gert áður,“ segir Dóra. „Við erum ánægð með útkomuna og sjáum fyrir okkur að þróa línuna áfram. Við eigum inni fullt af góðum hugmyndum.“ heida@frettabladid.is Freistandi að klífa hraun Leikfangaframleiðandinn Krumma ehf. kynnti nýja vörulínu í Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn. Nýja línan kallast Krumma Flow og sækir innblástur sinn til íslenskrar náttúru. Einingarnar eru stórar og bjóða upp á mikla möguleika í ævintýralegum leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hægt er að klifra fyrir horn, upp, bæði bratt og flatt. Það eru engar fastmótaðar gönguleiðir í tækinu og því hægt að upp- götva nýja leið í hvert skipti sem lagt er í hraunið. Köngulóarvefur spunninn í hrauni fangar ekki flugur heldur unglinga í vinalegt spjallumhverfi. Gaman er að klifra í vefnum, rúlla sér eða ganga. Í hellinum er hægt að nýta skynfærin og skapa umhverfi sem örvar, með ljósi, skuggum, hlustun og hljóði. VIÐ BJÓÐUM BETUR 10%ELDHÚSBAÐ ÞVOTTAHÚS FATASKÁPAR 25% Markmið Góðverkadaga er að bæta mannlífið með hjálpsemi og vináttu – að gera góðverk. Kynntu þér málið nánar á 2 1 . - 2 5 . F E B R Ú A R 2 0 1 1 BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.