Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 28
FASTEIGNIR.IS10 21. FEBRÚAR 2011 Auglýsingasími Albert Bjarni Úlfarsson Löggiltur fasteignasali [+354] 821 0626 albert@domusnova.is albert.domusnova.is Ágætu viðskiptavinir / kaupendur og seljendur það er mér sönn ánægja að tilkynna ykkur að ég hef hafið störf á Domusnova fasteignasölu... Við seljum fyrir þig ! Hringdu í 821 0626 Turninum 12 hæð - Smáratorgi 3 - 201 Kópavogi - Axel Axelsson - Löggiltur fasteignasali - www.domusnova.is Fyrir nokkru birti Seðlabankinn greiningu á þróun í efnahags- og peningamálum þar sem bankinn telur að fasteigna- verð eigi eftir að lækka eitthvað á þessu ári og húsnæðisverð nái lágmarki á seinni hluta þessa árs en síðan taki við hægfara bati. Í greiningu bankans kemur jafn- framt fram að lækkun íbúðarverðs hafi orðið minni en Seðlabankinn hafi spáð áður. Nýleg spá Íslands- banka gerir á hinn bóginn ráð fyrir 10% hækkun fasteignaverðs á árinu. Þessi munur á spám um fast- eignaverð byggir á mismunandi forsendum og niðurstöður verða þ.a.l. ólíkar. Vitaskuld er þarna um spár að ræða en spár bankanna hafa oft illa gengið eftir enda oft erfitt að ráða í fasteignaverð og þróun þess. Hver er á hinn bóginn staðan á fasteignamarkaði nákvæmlega núna og síðustu vikur? Fasteigna- salar eru almennt sammála að fast- eignamarkaðurinn hafi verið mjög líflegur, mikil eftirspurn og sala hafi verið langt umfram það sem hefur verið undanfarin ár. Þessi viðskipti koma á hinn bóginn ekki inn í opin- berar tölur fyrr en allt að 4- 6 vikum eftir að kauptilboð er gert. Þetta byggir á að fyrst er kauptilboð gert en talsverður tími líður síðan þangað til kaupsamningur er gerður og honum þinglýst, þá fyrst kemur fjöldi samninga fram hjá hinu opinbera þ.e. Þjóðskrá Íslands. Opinberar tölur munu á næstu vikum sýna fram á verulega fjölgun frá þvi sem verið hefur. Þær breytingar sem hafa orðið undanfarnar vikur á eftirspurn og sölu fasteigna virðist Seðlabank- inn ekki taka tillit til í sinni spá enda ekki fyrir hendi opinberar tölur. Fasteignasalar sem eru með púlsinn á markaðinum merkja á hinn bóginn umtalsverðar breyt- ingar á fjölda samninga, en eins og gefur að skilja skiptir eftirspurn miklu fyrir verðþróun fasteigna. Vitaskuld er erfitt að segja nákvæmlega hvert fasteignaverð muni þróast en ef eftirspurn mun verða eins og undanfarnar vikur og fjöldi kauptilboða einnig þá er hæpið að frekari lækkun fast- eignaverðs sé fram undan eins og Seðlabankinn telur. Grétar Jónasson hdl. og lgf., framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala Spár um fasteignaverð Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.