Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 40
21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR24
sport@frettabladid.is
ARON KRISTJÁNSSON var um helgina rekinn sem þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hannover-Burgdorf.
Liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar en með því leika fjórir Íslendingar – Hannes Jón Jónsson, Vignir Svavars-
son, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigurbergur Sveinsson.
KÖRFUBOLTI KR batt um helgina
enda á 20 ára bið eftir bikarmeist-
aratitli með sigri á Grindavík, 94-
72, í úrslitum Powerade-bikar-
keppni karla. Eftir jafnan fyrri
hálfleik gerði KR fljótlega út um
leikinn í þeim síðari með öflugum
sóknarleik sem Grindavíkurvörnin
lenti í miklu basli með.
„Ég er ótrúlega ánægður með
strákana,“ sagði Hrafn Kristj-
ánsson, þjálfari KR. Hann stýrði
einnig kvennaliði KR í hinum
úrslitaleik dagsins en þá tapaði
liðið fyrir Keflavík. „Þetta var þó
alla vega góður endir á deginum,“
bætti hann við og brosti.
„Það sem mér finnst fyrst og
fremst gaman er að þeir sýndu í
dag hver þeir allra sterkasta hlið
er. Það er að dreifa álaginu, láta
mannskapinn rúlla og eiga þannig
inni kraftinn fyrir seinni hálfleik-
inn þegar við þurfum á honum á
halda,“ sagði Hrafn.
Grindvíkingurinn Þorleifur
Ólafsson meiddist í fyrri hálfleik
og segir Hrafn að það hafi breytt
miklu fyrir þá. „Það munar strax
um einn leikmann upp á að halda
mannskapnum ferskum. Þegar
upp var staðið áttum við meira
inni.“
KR-ingum gekk vel að hitta í
seinni hálfleik og flest gekk þeim
í hag þegar þeir fóru að síga fram
úr. „Það er erfitt eftir svona leik
fyrir þjálfara að hugsa um hvort
allt hafi gengið upp eða hvað.
Ég lít frekar á það þannig að við
höfum lagt mikla vinnu í okkar
leik og þegar þannig er þá fylgir
heppnin líka með,“ sagði Hrafn.
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálf-
ari Grindavíkur, segir að sínir
leikmenn hafi ekki gert neitt af
því sem lagt var upp með fyrir síð-
ari hálfleikinn. „Sá varnarleikur
og sú barátta sem var til staðar í
fyrri hálfleik var skilin eftir inni
í klefa fyrir þann síðari. Þetta má
einfaldlega skrifa á slæmt hugar-
far. Menn komu ekki einbeittir til
leiks og allt það sem við höfum æft
í vetur fór út um gluggann.“
Ómar Örn Sævarsson, leikmaður
Grindavíkur, tók í svipaðan streng.
„Þetta eru háspennuleikir og liðið
sem er betur stemmt vinnur leik-
inn. Ég tel ekki að það sé taktík-
in sem skiptir mestu máli í svona
leikjum heldur frekar hausinn og
hjartað,“ sagði hann. „Þegar þeir
komust yfir og fengu sjálfstraust
fóru þeir að taka sín skot og hittu
úr þeim. Við hittum ekki úr okkar.
Svona er þetta stundum.“
Grindavík hefur átt erfitt upp-
dráttar á síðustu vikum og tapað
fjórum leikjum í röð í Iceland
Express-deild karla. „Þetta kemur
allt í hæðum og lægðum. Jafnvel
bestu liðin tapa nokkrum leikj-
um í röð og við eigum eftir að ná
okkur aftur á strik. Það er bara
svekkjandi að við gerðum það ekki
í dag.“
Pavel Ermolinskij er fyrsti leik-
maðurinn í sögu úrslitaleik bik-
arkeppninnar sem nær þrefaldri
tvennu og það kom fáum á óvart
þegar hann var valinn maður
leiksins.
„Ef það er einhver leikur þar
sem maður hugsar ekki um eigin
afrek þá er það þessi. Ég hefði
kvittað undir það að gera mig
að fífli í leiknum með skammar-
legri frammistöðu hefði það engu
að síður þýtt sigur í dag. Þetta er
minn fyrsti stóri titill og er mér
mjög létt að hafa unnið leikinn.
Ég var stressaður fyrir leikinn en
maður ímyndar sér aldrei að tapa
fyrir fram og því er ég feginn að
þetta tókst í dag.“
eirikur@frettabladid.is
Strákarnir sýndu sína sterkustu hlið
KR varð um helgina bikarmeistari karla í körfubolta á ný eftir 20 ára bið eftir sigur á Grindavík, 94-72.
Pavel Ermolinskij fór á kostum og náði fyrstur allra í sögu keppninnar þrefaldri tvennu í úrslitaleiknum.
MAÐUR LEIKSINS Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, fór á kostum og var valinn maður
leiksins. Hér er hann með bikarinn góða. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sögulegt afrek Pavels
Pavel Ermolinskij, leikmaður KR,
varð um helgina fyrstur til að
ná þrefaldri tvennu í úrslitaleik
bikarkeppni karla.
Pavel Ermolinskij KR 2011
21 stig - 11 fráköst - 11 stoðsendingar
Aðrir sem hafa komist nálægt því:
Damon Johnson Keflavík 2003 (-2)
27 stig - 13 fráköst - 8 stoðsendingar
George Byrd Hamar/Selfoss 2007 (-2)
24 stig - 15 fráköst - 8 stoðsendingar
Hlynur Bæringsson Snæfelli 2008 (-3)
23 stig - 18 fráköst - 7 stoðsendingar
Jakob Sigurðarson KR 2009 (-3)
15 stig - 7 fráköst - 10 stoðsendingar
Justin Shouse Stjörnunni 2009 (-3)
22 stig - 8 fráköst - 9 stoðsendingar
Brenton Birmingham Njarðvík 1999 (-4)
26 stig - 10 fráköst - 6 stoðsendingar
Valur Ingimundarson Njarðvík 1995 (-4)
18 stig - 9 fráköst - 7 stoðsendingar
Brenton Birmingham Njarðvík 2002 (-4)
25 stig - 9 fráköst - 7 stoðsendingar
Matt Sayman Njarðvík 2005 (-4)
18 stig - 9 fráköst - 7 stoðsendingar
Ég hefði kvittað
undir það að gera
mig að fífli í leiknum með
skammarlegri frammistöðu
hefði það engu að síður þýtt
sigur í dag.
PAVEL ERMOLINSKIJ
LEIKMAÐUR KR
Powerade-bikar karla
KR - Grindavík 94-72 (40-39)
Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Pavel Ermo-
linskij 21 (11 frák., 11 stoðs.), Hreggviður Magnús-
son 13, Fannar Ólafsson 11, Marcus Walker 9,
Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 5,
Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.
Stig Grindavíkur: Kevin Sims 18, Ólafur Ólafsson
17 (9 frák.), Ryan Pettinella 12, Ómar Örn Sæv-
arsson 10, Páll Axel Vilbergsson 8, Björn Steinar
Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen
Soskic 2.
Powerade-bikar kvenna
KR - Keflavík 62-72 (33-30)
Stig KR: Paige Morris 19 (13 frák.), Signý Her-
mannsdóttir 14 (12 frák.), Hafrún Hálfdánardóttir
10, Hildur Sigurðardóttir 9 (7 stoðs.), Margrét
Kara Sturludóttir 6, Helga Einarsdóttir 2, Guðrún
Gróa Þorsteinsdóttir 2.
Stig Keflavíkur: Jacquline Adamshick 19 (14
frák.), Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14, Bryndís
Guðmundsdóttir 12 (10 frák./6 stoðs.), Pálína
Gunnlaugsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 8,
Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund
Jóhannsdóttir 3/6 fráköst.
N1-deild kvenna
HK - ÍBV 30-24 (13-10)
Grótta - Fylkir 16-31 (6-14)
Fram - FH 40-18 (20-7)
Haukar - Stjarnan 21-40 (10-17)
Valur - ÍR 37-20 (20-7)
Markaskorara má finna á Vísi.
Enska bikarkeppnin
4. UMFERÐ, SÍÐARI LEIKIR
Chelsea - Everton 1-1
1-0 Frank Lampard (104.), 1-1 Leighton Baines
(119.). Everton vann í vítaspyrnukeppni, 4-3.
Manchester City - Notts County 5-0
1-0 Patrick Vieira (37.), 2-0 Vieira (58.), 3-0
Carlos Tevez (84.), 4-0 Edin Dzeko (89.), 5-0
Micah Richards (90.).
5. UMFERÐ
Stoke - Brighton & Hove Albion 3-0
1-0 John Carew (14.), 2-0 Jonathan Walters (22.),
3-0 Ryan Shawcross (41.).
Birmingham - Sheffield Wednesday 3-0
1-0 Jean Beausejour (6.), 2-0 Obafemi Martins
(17.), 3-0 David Murphy (53.).
Manchester United - Crawley Town 1-0
1-0 Wes Brown (28.).
Fulham - Bolton 0-1
0-1 Ivan Klasnic (18.).
Leyton Orient - Arsenal 1-1
0-1 Tomas Rosicky (53.), 1-1 Jonathan Tehoue
(89.).
NÆSTU LEIKIR
West Ham - Burnley í kvöld kl. 20.00
Everton - Reading 1. mars
Manchester City - Aston Villa 2. mars
Arsenal - Leyton Orient 2. mars
FJÓRÐUNGSÚRSLIT
Stoke - West Ham/Burnley
Man. City/Aston Villa - Everton/Reading
Birmingham - Bolton
Manchester United - Leyton Orient/Arsenal
Leikirnir fara fram 12. og 13. mars.
ÚRSLIT