Fréttablaðið - 21.02.2011, Page 42

Fréttablaðið - 21.02.2011, Page 42
 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR 9. HVER VINNUR! ÞÚ SENDIR SMS SKEYTIÐ ESL KILL Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU. ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VILTU VINNA PS3 + KILLZONE 3 + SHARPSHOOTER? GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR Killzone 2 PS3 DVD myndir Tölvuleikir Fullt af gosi! AÐA LVIN NIN GUR : VINNINGAR VERÐA AFHENTIR Í ELKO LINDUM, KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 149 KR/SMS-IÐ. ÞÚ FÆRÐ 5 MÍN TIL AÐ SVARA SPURNINGU. LEIK LÍKUR 4. MARS 2011 KÖRFUBOLTI Keflavík fagnaði um helgina sínum tólfta bikarmeistaratitli frá upphafi er liðið bar sigurorð af KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72- 62. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem KR hafði forystu, 33-30, tók Keflavík öll völd í síðari hálfleik og vann leikinn á öflugum varnarleik og sterkri liðsheild. „Ég held að það hafi verið vörnin í síðari hálfleik sem skóp þennan sigur,“ sagði Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir eftir leikinn. „Í fyrri hálfleik ætluðu allir að gera eitthvað upp á sitt einsdæmi en það komst enginn í gegnum þvöguna og ekkert gekk upp. Við náðum svo aðeins að slappa af í hálfleik og þegar við fórum að tala betur saman í þeim síðari fór þetta að rúlla betur hjá okkur. Þegar við spilum vörn sem lið þá kemur sóknin með. Við erum góðar í að spila varnarleikinn maður á móti manni en svæðisvörnin er að koma mjög sterk inn hjá okkur og það hjálpar okkur mikið.“ Þjá lfar i nn Jón Ha l ldór Eðvaldsson var á sama máli. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er eðlilegt að það komi smá hökt á svæðisvörnina þegar maður fær 1- 2 körfur á sig. En svo small þetta hjá okkur. Við höfum æft þetta vel og unnið í þessu lengi og það er að skila sér núna.“ Hann hrósaði einnig liðsheildinni í liði Keflavíkur. „Það var enginn einn leikmaður að bera uppi okkar leik. Liðið mitt er mjög gott þegar það vinnur saman og það sýndi sig í dag. Við vorum rólegri í seinni hálfleik, spiluðum okkar leik og þá gekk þetta mun betur hjá okkur.“ Jón Halldór hafði fjórum sinnum farið með Keflavíkurliðið í bikarúrslit sem þjálfari en þetta var hans fyrsti sigur í keppninni. „Auðvitað er þetta persónulegur sigur fyrir mig en mér finnst þetta miklu flottara fyrir stelpurnar en nokkru sinni mig sjálfan. Það má alltaf segja að það hafi verið erfitt fyrir mig að landa þessum bikar í höllinni en ég hef áður unnið aðra titla hér og nú er þessi kominn líka. Menn geta því verið rólegir,“ sagði hann í léttum dúr. Birna Valgarðsdóttir var valinn maður leiksins en hún var að leika sinn níunda bikarúrslitaleik á ferlinum. Marín Rós Karlsdóttir, liðsfélagi hennar, var að leika sinn tíunda á ferlinum. „Birna er algerlega óborganlegur leikmaður. Hún var á annarri löppinni í dag og samt að dekka einn besta leikmann KR. Það er líka mjög dýrmætt að geta gripið í leikmann eins og Marín Ósk sem hefur verið að berjast við meiðsli í allan vetur og er í raun enn meidd. Hún kom inn, skoraði fjögur stig og skilaði sínu. Það er einfaldlega nauðsynlegt að vera með leikmenn í liðinu sem þekkja þetta og vita hvað þarf til.“ Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, segir að liðið sitt hafi ekki brugðist rétt við í seinni hálfleik. „Við misstum aðeins hausinn. Við vorum búnar að tala um að við þyrftum að bregðast rétt við þegar þær myndu veita okkur svona högg. Keflavík er með frábært lið og skorar oft í kippum. En við náðum ekki að gera það þegar þær tóku sprettinn í þriðja leikhluta og var það sárt.“ eirikur@frettabladid.is Vörn og sterk liðsheild Keflavík varð um helgina bikarmeistari kvenna í körfubolta í tólfta sinn í sög- unni eftir sigur á KR í úrslitaleik. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill þjálfarans Jóns Halldórs Eðvaldssonar sem hafði tapað þremur úrslitaleikjum í röð. SIGURDANS Keflvíkingar fögnuðu titlinum vel og innilega í Laugardalshöllinni um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÉIL FRJÁLSAR A-lið ÍR varð á laugar- daginn bikarmeistari innan- húss en bikarmót FRÍ fór fram í Laugardalnum. ÍR-ingar hlutu samtals 133 stig og voru með talsverða forystu á næstu lið – Norðurland og HSK sem bæði hlutu 103,5 stig. Norðurland var með fleiri sigurvegara og fékk því silfurverðlaunin. ÍR fékk 63 stig í karlakeppninni en FH kom næst með 56 stig og svo Norðurland með 54. ÍR fékk einnig flest stig í kvennaflokki, alls 70, en HSK varð í öðru sæti með 57 stig og Norðurland í því þriðja með 49,5. Kristinn Torfason, FH, stökk 7,77 metra í langstökki og var aðeins fimm sentimetra frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magn- ús sonar í greininni. Þar með náði hann lágmarkinu fyrir Evrópu- meistaramótið innanhúss sem fer fram í París fyrstu helgina í mars. Þingeyingurinn Þorsteinn Ingvars son stökk lengst 7,51 m en lágmarkið er 7,75 m. Þorsteinn varð reyndar fyrir því óláni að meiðast í keppninni. Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson var einnig búinn að tryggja sér þátttökurétt á EM en svo gæti farið að ÍR-ingurinn Kristín Birna Ólafsdóttir bættist í þann hóp. Kristín Birna var ekki langt frá því að ná lágmarkinu í 60 m grindahlaupi en þar sem hún þjóf- startaði var hún dæmd úr leik. Hún fær þó annað tækifæri í vik- unni til að ná lágmarkinu fyrir mótið í París. - esá Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands innanhúss fór fram um helgina: ÍR-ingar báru sigur úr býtum NÁÐI LÁGMARKINU Kristinn Torfason, FH, stökk 7,77 m í langstökki karla um helgina og náði lágmarki fyrir EM í París. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BESTI LEIKMAÐURINN Birna Valgarðsdóttir var valin maður leiksins en hún skoraði fjórtán stig. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.