Barnablaðið - 01.09.1954, Qupperneq 3

Barnablaðið - 01.09.1954, Qupperneq 3
hátt og truflaði það, og margt fleira var sagt honum til ills. Afleiðingin varð sú, að hann var kallaður fyrir konunginn, og átti að mæta eftir tvo daga. Konung- inn fýsti að sjá og heyra þennan mann, sem var ákærður fyrir að boða Guðs orð á þennan hátt. En þegar Anfelt fékk þessa skipun, þá byrjaði hann auðvitað á að biðja til Drottins, um vizku og náð, að koma fram á réttan hátt, og að Drottinn vildi mýkja hjarta kon- ungsins. Hann gat með söng sínum og spili hrifið áheyrendur sína til tára, en að yrkja sálma — það gat hann ekki. En hann vissi að nauð- synlegt var að fá sálm sem passaði sérstaklega fyrir þessa stund. Og hann vissi líka hver gæti orkt þann sálm, ef nokkur gæti það. Það var kona sem hann þekkti mjög vel, og sem oft liafði verið Iionum til huggunar og styrktar á erfiðum stundum, bæði með bænum sínum og sálmum. Hún hét Lina Sandell, (Eg vona að mörg af ykkur kannist við nafnið hennar, við eigum marga yndislega sálma eftir hana á íslsenzku, þ.á.m. þennan: „Enginn þarf að óttast síður“). Lina Sandell bjó í litlu húsi, þar var hún alein, með Frelsara sín- um og leið vel. Þennan morgun sem ég ætla nú að segja ykkur frá, var hún nýbúin að hella upp á könnuna, og kaffiilmurinn dreyfði sér um litla húsið hennar, allt ang- aði af hlýjum heimilisbrag. Hún var að láta bolla á borðið, þegar drepið var á hurðina. Þar var þá Anfelt kominn. Þau heilsuðust hjartanlega. Eftir það sagði Lina: — Ég var einmitt að biðja Drottin að senda mér einhvern til að drekka með mér kaffið, en hvað það gleður mig að Hann sendi þig. — Já, Lína, víst er gaman að drekka hjá þér kaffi, það hef ég nú líka svo oft gjört, og alltaf mér til ánægju. En nú er ég í alvarlegri erindum en að drekka kaffi, aðeins. Síðan sagði hann Línu í fáum orðum hvað gerzt hafði. Því næst bætti hann við: — Og nú, Lína, er það erindið að biðja þig að yrkja sálm, sem gæti hrært hjarta konungsins, svo ég mætti, ef Guð vill, halda áfram að boða Guðs orð, í minni kæru Svíþjóð. — Þá skulum við biðja Jesúm að Hann gefi mér þann sálm, svaraði Lina. Síðan beygðu þau kné, og lögðu þetta allt í hendur Hans, sem hefur allt vald á Himni og jörð. Eftir bænina, lét Lína dúk á hvítskúrað borðið, og framreiddi kaffið handa þeim . Þeim fannst báðum að þau gætu ekki drukkið kaffið, fyrr en þau hefðu lagt þetta alvarlega mál í sterkar hendur Drottins. — En eftir það smakkað- ist kaffið sérstaklega vel. Siðan kvaddi hann Línu ogsagði um leið: — Sálmurinn þarf að vera tilbú- inn á morgun. — Með Guðs hjálp, svaraði hún. BARNABLA8IS 51

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.