Barnablaðið - 01.09.1954, Side 11

Barnablaðið - 01.09.1954, Side 11
BERNSKUMINNING. Æskuheimili okkar Jósefs var í þorpi við sjó hjá afa okkar, sem átti þar lítið hús. Hann var sjó- maður en faðir okkar var skip- stjóri. Og á skipi sínu fór hann oft langar ferðir svo við og mamma sáum hann ekki svo mánuðum skipti. Svo þegar hann kom heim úr þessum löngu ferðum, þá vorum við himinlifandi glöð. — Við mund- um þó alltaf eftir honum bæði í kvöldbænum okkar og einnig á daginn, því það stóð alltaf mynd af honum á saumaborði mömmu. Avallt þegar faðir okkar kom heim úr þessum löngu ferðum þá færði hann okkur eitthvað fallegt sem við gátum leikið okkur að á hinum löngu vetrarkvöldum. Faðir minn trúði af öllu hjarta á hinn upprisna Frelsara og Guðs Son og bar mikla umhyggju fyrir skipshöfn sinni. Þegar hann var heima hélt hann alltaf samkomur fyrir sjómennina í þorpinu og þeir komu með glöðu geði til að hlusta á „skipstjórann", eins og hann var kallaður. Afi okkar las í Biblíunni á hverju kvöldi fyrir okkur öll. Hann var ávallt glaður og syngj- andi sálma, sem hann einnig kenndi okkur. Þegar hann kom að landi úr fiskiróðri, þá fórum við á móti honum niður í fjöruna og sungum þá venjulega einn af þeim söngvum, sem við nýlega höfðum lært hjá honum. En svo var það einn dag að okkar elskulegi afi varð mikið veikur, og Jesús tók hann lieim til sín í óend- anlegu dýrðina. Ó, hve undur sárt var það og mikil sorg fyrir okkur, að missa þennan ástríka afa. Stuttu eftir þetta, fluttum við til stærri bæjar. Þar virtust allir eiga svo erfitt og hafa svo mikið að hugsa fyrir hinu daglega lífi, og svo fór það þannig fyrir okkur Jósef, að við gleymdum nær því öllu er okkar ástkæri afi hafði kennt okkur um Drottin Jesúm Krist og Hans mikla kærleika. En þótt við gleymdum Jesú, þá gleymdi Hann okkur ekki, en varðveitti okkur svo við fórum ekki út í sollinn eða á lasta braut. Eitt sinn þegar faðir okkar kom BARNABLAÐIÐ 59

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.