Barnablaðið - 01.05.1955, Side 5

Barnablaðið - 01.05.1955, Side 5
Kæru börn! Þið vitið það eflaust, öll sem elskið Jesúm og hafið heyrt fallegu sögurnar af honum, að það eru haldnar helgar þrjár stórhátíðir á ári hverju, í minningu um hann. Þessar hátíðir eru Jólin, Pásk- arnir og Hvítasunnan. Þessar hátíðir eiga að færa börn- unum mikil gleðitíðindi um Jes- úm, barnavininn mesta og bezta vininn, sem til er á himni og jörðu. Hann kom til vor niður á jörðina til þess að gefa börnum Guðs á jörðinni eilífan frið og gleði. Plann kom til að gefa öllum eilíft líf, sem vilja trúa á hann og breyta eftir boðum hans. Fyrsta stórhátíðin eru Jólin, fæðingarhátíð Jesú, sem eru hald- in 25. des. ár hvert. Jesús fæddist í borginni Betlehem í Gyðinga- landi. Hann var getinn af Heilög- um Anda og fæddist af Maríu heit- konu Jósefs, sem var kallaður faðir hans, því hann gekk honum í föðurstað. Jesús ólst upp í bænum Nasaret í Galíleu. Þegar hann var um þrítugt var hann skírður af Jó- liannesi skírara í ánni Jórdan. Og er hann var að gera bæn sína, kom Heilagur Andi yfir hann í dúfu líki. Og rödd heyrðist af himn- um er sagði: Þessi er sonur minn elskulegur, sem ég hef velþókn- un á. Síðan fór hann út á eyðimörk- ina, þar sem hans var freistað af djöflinum. Eftir það fór hann að ferðast um landið og fræða fólkið um Guðs ríkið, sem hann var kom- inn til að stofna. Hann læknaði sjúka, vakti upp dauða, rak út illa anda og hjálpaði öllum nauðstödd- um, sem til hans leituðu og gjörði mörg dásamleg kraftakverk. Hann vildi hjálpa öllum nauðstöddum og leiða alla heim í dýrðina til Guðs. En prestarnir og höfðingjar lvðs- ins vildu ekki trúa orðum lians, heldur hötuðu þeir hann. Hann var negldur á kross og þannig dó hann á föstudaginn langa og var lagður í gröf. En á páskadagsmorguninn vakti Guð hann upp. Hann reis upp frá dauðum. Fyrst birtist Jesús konum, sem komu til grafarinnar á páskadags- morguninn og ætluðu að smvrja líkama hans. En þegar þær komu að gröfinni sáu þær hana opna. EARNABLAÐIÐ 21

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.