Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 9
YNGSTU LESENDURNIR Gamla grenitréð 1. Við gluggann í gamla fiski- mannahúsinu sátu tveir liyir drengir og horfðu út um rúðumar. Snjórinn þyrlaðist upp í loftið. Það var stormur í aðsigi. Gamla grenitréð í klettaskorunni var nœstum alþakið snjó. Það var gamalt og feysldS. Því leið víst ekki vel í þessum stormi og einmana- leika. Pabbi Jóns og Péturs hafði oft talaS um það að höggva tréS og gróðursetja annað nýtt í stað- inn, sem betur gœti þolað stormana á eyjunni. 2. En hvað pabbi er lengi, sagði Jón. Pabbi drengjanna hafði gengið yfir í húsið hans Nikulásar, en það var rétt við sjóinn. Nikulás hafði farið út á ísinn til að fiska. Hann hafði höggvið gat á ísinn og þar dró hann upp fisk. En nú var Niku- lás búinn að vera svo lengi úti á ísnum, að konan hans var orðin hrœdd um að eitthvað vœri að. Pabbi drengjanna hafði farið að leita að honum og móðir þeirra var hjá konu Nikulásar, til að hug- hreista hana. Drengimir voru því einir heima og það á aðfangadags- kvöldi. —Nú verður ekkert skemmtilegt jólakvöld, sagði Pétur. Hugsa sér ef pabbi villist á ísnum. BARNABLAÐIÐ 89

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.