Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 12
T Iliin er lieima ,,Því að föðurland vort er á himni, og frá himni væntum vér Frelsara, Drottins Jesú Krists, hans sem mun breyta lægingarlíkama vorum í sömu mynd og dýrðar- líkami hans hefur." Sunnudaginn 6. október báruzt okkur þær fréttir, að Guðný Sigur- mundsdóttir frá Vestmannaeyjum, sem uin margra ára skeið hefur verið ósérhlífinn og trúr starfs- maður Barnablaðsins, hafi þann sama dag verið kölluð heim til Drottins. Við eigum erfitt með að átta okkur á því að Guðný er ekki lengur á meðal okkar. Skarð henn- ar er vandfyllt og margar spurn- ingar vakna í hjörtum okkar. Við minnumst orða Jobs: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." Við viljum því fela Drottni allar spurningar okkar og hin ófengnu svör og þakka honum fyrir líf hennar og trúa þjónustu. Ég er viss um að ef börnin sem lesa Barnablaðið fengju tækifæri til að segja eitthvað, þá mundu þau vilja þakka fyrir hinar vin- sælu framhaldssögur, sem undan- farið hafa birzt í blaðinu og Guðný hefur valið og þýtt. Nú er hún heima hjá Drottni Jesú, í þeirri dýrð, sem Biblían, Guðs orð, segir um að ekki hafi komið upp í huga nokkurs manns, en þeir sem trúa á Jesúm, elska hann og þjóna hon- um fá að reyna þessa djæð þegar hann kallar þá heim til sín. Við biðjum Guð að blessa eigin- mann Guðnýjar, börn, foreldra og aðra ættingja og veita þeim þann styrk og huggun, sem hann einn megnar að veita. Guð blessi minningu hennar á meðal okkar. L. P. 92 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.