Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 16
Hann minntist móður sinnar, þeg- ar hann heyrði söngvana, sem sungnir voru, og bænarinnar, „Fað- ir vor“, þegar söfnuðurinn las hana sameiginlega. Þegar liann minnt- ist orðanna, „svo sem vér og fyrir- gefum“, þá fylltist hann beiskju til frænku sinnar. Hann hætti að taka eftir því sem fram fór í kring- um hann og minntist nú þess leið- inlega, sem komið hafði fyrir hann. „Svo sem vér og fyrirgefum". Hann gat ekki fengið sig til að hafa yfir þennan hluta af „Faðir vor.“ Þá minntist hann þess, þegar hann sat með móður sinni í kirkj- unni og hvernig hún las þennan hluta bænarinnar, með djúpri al- vöru. Hann minntist einnig, hversu glöð móðir hans hafði verið, þeg- ar liann hafði ákveðið að verða lærisveinn Jesú. Hversu hrygg mundi hún ekki verða, ef hún vissi, hversu langt frá þeirri ákvörðun, hann væri í dag. Vegna móður sinnar, lagði hann alla beiskju til hliðar og hlustaði á ræðumanninn. — Texti minn, sagði prédikar- inn og var festulegur á svip, finnst í Jóhannesarbréfi, 2. kafla og ell- efta versi: „En sá sem hatar bróð- ur sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkrinu, og veit ekki hvert hann fer. því að myrkrið hefur blindað augu hans.“ Marteinn sat teinréttur í bekkn- um. Hvers vegna beindi prédikar- inn orðunum til hans! — Þessi texti, sagði prédikarinn, útskýrir hvers vegna við eigum í erfiðleikum við það fólk, sem við lifum og störfum með. Ef við er- um sannfrelsuð, það er að segja ef við lifum í samfélagi við Krist, þá veitist okkur létt að umgangast meðbræður okkar. Kærleikur Krists gerir þetta mögulegt. Marteinn átti erfitt með að fylgj- ast með því sem eftir var af ræð- unni. Þetta leiddi hugsun hans til þeirra vandamála, sem hann átti við að stríða. Hann hafði hatað frænku sína og hann hafði gengið í myrkri. Hann hafði tapað samfé- laginu við Krist. Þegar guðsþjónustan var búin, gekk hann áframhaldandi, eins og prédikarinn hafði sagt, í myrkrinu. Mundi hann geta fyrirgefið frænku sinni og farið heim á ný, eins og ekkert hefði komið fyrir? Það gæti þýtt að hann yrði að afhenda ávís- unina og ef til vill hætta öllum áformum sínum um skólanámið. Hann þakkaði hinum gamla vini sínum fyrir vináttu hans og gekk síðan í hægðum sínum heim á leið. Þegar hann sá húsið, fyllt- ist hann á ný af gremju til frænku sinnar. Hann stóð langa stund og hugs- aði. Hann vildi ekki ganga í myTkri. Á einhvern hátt varð hann á ný að finna veginn til ljóss- ins, til kærleika Jesú. Marteinn gekk nú beinustu leið til verkfæra- geymslunnar. Klukkan fimm var hann búinn að koma öllum eigum sínum á sinn rétta stað í herberginu, og í kjall- 96 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.