Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 14

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 14
inn í garðinn, sem var við enda götunnar. Hann tók sér sæti á fyrsta bekk sem hann sá og reyndi að hugsa skýrt. Hanir tók upp veskið sitt og ávísunina. — Borgið gegn þessari ávísun Daníel Marteini krónur 1.250.00 las hann. Og nú, þegar hann fengi frí, ætlaði hann að vinna fimm daga vikunnar, í stað þess að vinna aðeins eftir skólatíma á laugardögum. Þá mundi hann fá rnikla peninga. Maðurinn, sem hann vann fyrir, var góður maður. Hann var bygg- ingameistari og var mjög hrifinn af því að Marteinn ætlaði sér að verða arkitekt. Til að byrja með, hafði Mar- teinn fengið að hræra steypu fyrir nnirarana, en nú sagaði hann timb- ur og fékk að vera með um ábyrgð- armeiri framkvæmdir í byggingar- listinni. Byggingameistarinn hafði lofað að kenna honum svo mikið sem hann gæti og það var hans hugmynd að Marteinn skyldi fara að leggja fyrir peninga til skóla- námsins. Marteinn sparkaði í mölina sem var fyrir framan bekkinn. Hann var ákaflega reiður yfir, að Jim frændi hans skyldi ekki hafa sagt honum frá tryggingarfénu, sem móðir hans hafði lagt fram. Ef til vill væri bezt að fara að heiman og fá sér herbergi út í borg- inni. Hann átti kunningja, sem hét Jóhann. Hann vann í frístund- um sínum á matsölustað og vann á þann hátt fyrir fæði og húsnæði. Jóhann hafði boðið Marteini að útvega honum sams konar vinnu og einnig að vera með sér í her- berginu. Marteinn leit á klukkuna. Hún var orðin níu. Nú voru Jim og Sara komin af stað í veiðiferðina, sem þau höfðu ráðgert að fara í þenn- an sunnudag. Hann stóð upp frá bekknum. Nú ætlaði hann að fara heim og pakka niður fötunum sín- um. Síðan ætlaði hann að fara til Jóhanns og taka tilboði hans um vinnu og húsnæði. Lengra fram í tímann hugsaði hann ekki. Hann nálgaðist nú húsið. Hurðin að bílskúrnum stóð opin. Bíllinn, báturinn og aftanívagn- inn voru horfin. Þetta minnti Martein á það að hann átti að laga til í bílskúrnum og kjallaran- um í dag. En nú hafði hann ann- að að gera. Hann flýtti sér upp á efri hæð liússins og inn í herbergi sitt Hann dró fram gömlu ferðatöskuna, sem mamma hans hafði átt, raðaði mjög vandlega niður í töskuna og reyndi að fá allt það nauðsynleg- asta með sér. Það yrði ákaflega erfitt ef hann þyrfti að koma til baka. Hann fór út í bílskúrinn og náði í kassa undir skólabækurnar. Síðan fór hann í sín beztu föt, því að hann þurfti að vera vel til fara, ef honum ætti að takast að fá vinnuna. Hann staðnæmdist nokkrar mín- útur og leit í kringum sig. Þetta 94 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.