Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 3
Þaö var vonlaust aö flýja í frumskógum Afríku er heimur tígris- dýranna. Af þeim stendur innbornum mönnum mikill stuggur, ógn og hætta. Þó er það svo, að þetta villta dýralíf í frum- skógunum kitlar forvitni margra Norður- landa manna. Þannig tóku sig til nokkrir ungir Svíar fyrir fáum árum, og ferðuðust til Afríku, til þess að kanna háttu villidýra á vissu frumskógasvæði. I hópnum var» ungur maður, sem átti einlæglega trúaða móður. En hann hafði aldrei viljað aðhyllast ráð hennar í því að elska Jesúm og ganga á Guðs vegum. Vitað er, að í skólum í Sví- þjóð er mikill áróður gegn trúnni. Og þessi ungi maður hafði smitazt af þessum vantrúarstefnum, sem læsa sig svo að segja inn í alla skóla í Sviþjóð. Þegar Hinrik, svo hét ungi maðurinn, var að búa niður í ferðatöskur sínar, kom mamma hans með Biblíuna, og bað hann að láta hana niður í einhverja ferðatösk- una. Hann brosti góðlátlega og sagði: ,,Nei, mamma, ég þarf hennar ekki með i þessa ferð, því að ég hef tryggt líf mitt fyrir frumskógaferðina með þeirri beztu tegund af veiðimannabyssu, sem til er. Með hana er ég öruggur hvar sem er í skógumAfríku.- Dag elnn, þegar ævintýramennirnir eru komnir suður í frumskógana, fýsti Hinrik að ganga upp á allhátt fell og horfa yfir landsvæðið þaðan. Félagar hans löttu hann, en það kom fyrir ekki. Hann kvaðst verða fljótur, enda fara laus og liðugur, og verða kominn aftur eftir-eina eða tvær klukkustundir. 3

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.