Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 9
aði jafnt fyrir karla og konur. Það voru
viðskiptavinirnir, sem komu því orðspori
af stað, að í margra mílna fjarlægð fynd-
ist ekki jafnoki hans i klæðskurði.
Þannig liðu árin og klæðskerinn varð
gamall maður. Fór þá svo að öldungurinn
átti ekki í fullu tré að annast sjálfan sig,
svo að vel færi. Dag einn kom presturinn
til hans. Aðeins þeir tveir fengu að vita
hvað um var rætt. Frá því var aldrei sagt.
Stuttu eftir þetta samtal flutti öldungur-
inn úr leiguibúð sinni og fór á elliheim-
ili. En þar var hann ekki búinn að vera
lengi, þegar dauðinn leysti hann frá ein-
manaleika og þjáningum hins jarðneska
lífs.
Klæðskerinn hafði aldrei borið sinn
innri mann á torg, meðan hann lifði. Þess
vegna þótti það frétt nokkur, er þess var
getið í blöðunum að söfnuðurinn, sem
klæðskerinn hafði verið meðlimur (, ætl-
aði að hafa minningarguðsþjónustu til
heiðurs honum, og af þvi tilefni kæmu
tveir kristniboðar frá Afríku og töluðu við
minningarathöfnina. Þetta vakti geysilega
athygli og furðu hjá borgarbúum. Það
sýndi sig líka, að þetta hafði vakið for-
vitni margra, því að það var þröng fyrir
dyrum við minningarathöfnina. Það var
kannski eðlilegt að viðskiptavinir hins
látna væru þarna viðstaddir, og þeir voru
að vísu margmennir. En þeir sem komu
vegna einnar saman forvitni voru þó enn-
þá fleiri.
Þeir tveir kristniboðarnir frá Afríku
sögðu frá því með társtokknum augum að
hinn dáni klæðskeri hefði kostað þá báða
sem kristniboða til Afríku og hefði siðan
kostað uppihald þeirra þar í mörg ár.
Allir þeir peningar, sem hann hafði unn-
ið sér inn, höfðu gengið til kristniboðsins
í Afríku, þegar frá væri dreginn sá naumi
skammtur, sem hann notaði til lífsafkomu
sinnar. En hann hafði gert það þannig, að
enginn vissi um þetta ( heimaborg hans,
því að það var fyrir frelsara hans, en
ekki neina menn, sem hann gerði þetta.
Klæðskeri þessi hét Abraham Cooper. —
Þetta einstæða fordæmi hans hefur orðið
hvati til margra síðan að gera eitthvað
líkt.
Þarna er skýringin á því hlýja og vina-
lega brosi, sem_ klæðskerinn gaf með-
bræðrum sínum, sem hann mætti á lífs-
leiðinni. Kunnugir skildu það ekki fyrr en
á þessari minningarguðsþjónustu. Nú
skildu þeir það, að það kom frá innibú-
andi gleði í hjarta þess manns, sem hafði
fengið að reyna þá sönnu gleði, sem finnst
í þvi, þegar menn gefa honum sjálfan sig
og allt sem þeir eiga.
Fórnar þú til Guðsrikis á jörðinni?
(Pinseliljen).
Akureyri, 16. júní 1972.
Kæra Barnablað!
Ég þakka þér fyrir bókamerkið, sem þú
sendir mér. Mér finnst það ákaflega fal-
legt.
Mig langar til að segja þér, að oft,
þegar ég týni einhverjum hlut og ég sakna
hans og langar til að finna hann, þá bið
ég til Guðs og bið hann um að gefa að ég
finni hann aftur, þá hefur hann alltaf bæn-
heyrt mig og á eftir þakka ég Guði fyrir
að hafa gert það. Guð hefur gert svo
mikið fyrir mig, að ég má ekki gleyma að
þakka honum fyrir það. Ég er ákaflega
óþolinmóð að eðlisfari, en Guð er að
hjálpa mér að yfirbuga þann galla og lika
fleiri, eins og skapið. Ég er dálítið skap-
sterk.
Ég vil þakka Guði fyrir svo margt, fyrir
miskunnsemina, þolinmæðina og hvað
hann er góður við alla. Og líka fyrir það,
að ég er heilbrigð og allir í minni fjöl-
skyldu. Hans sé dýrðin að eilífu!
Hulda Fjóla Hilmarsdóttir,
Hafnarstræti 63, Akureyri.
Es.:
Ég ætla að nota bókamerkið í Biblíuna
mína, eða Nýja testamentið mitt. Ég er
þrettán ára núna. Ég átti afmæli I. maí.
9