Barnablaðið - 01.09.1972, Side 14

Barnablaðið - 01.09.1972, Side 14
Bréf til ungra foreldrafrá sunnudagaskólakennara Ég vildi óska að þessi fáu orð naeðu at- hygli einhverra hinna ágætu foreldra á is- landi, sem þrá að gefa börnum sínum allt það bezta, er þau geta hugsað sér þeim til handa um tfma og eilífð. Hvað snertir eilífðina, gerir nokkur efi vart við sig um að svo langt sé hugsað og svo hátt sé takmarkið sett á okkar efnismettuðu öld. Og þó. Hver er sú íslenzk móðir, sem ekki þekkir orðin: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, þvf að slíkra er Guðsríkið." „Sannlega segi ég yður: hver sem ekki tekur á móti Guðs- ríki eins og barn, mun alls ekki inn í það koma." (Lúk. 18, 16). Sterk eru ennþá áhrifin af þessum ynd- islegu orðum Frelsarans. Svo sterk að þau snerta hlýjan streng f hjarta hverrar ungr- ar og einlægrar móður. Móðir og faðir! Þið eigið að leyfa börn- unum að koma til Jesú, hjálpa þeim til þess, sem góðir ráðsmenn yfir því dýr- mætasta hnossi lífsins, sem sál barnsins er. Dýrgrip, sem Guð hefur trúað ykkur fyrir og ef hann glatast, getur ábyrgðin orðið ægiþung á herðum ykkar, ef þið gerðuð ekki það, sem í ykkar valdi stóð til þess að gæta hans. Fjöldi ævisagna hinna merkustu og beztu manna og kvenna veraldarsögunnar byrja á að greina frá sterkum trúarlegum áhrifum í bernsku. Ahrifum frá biðjandi móður og guðelskandi föður. Foreldrum, sem virtu Biblfuna og höfðu daglega orð Guðs um hönd á heimilinu. Þau leyfðu börnunum sínum að koma til Jesú, voru ekki hrædd við það þótt aðrir spottuðu guðrækni þeirra, minnug orðanna f 119. Davíðssálmi: „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu." Höfund- ur þessara orða, Davíð, sem ungur sigraði risann Golíat með orðunum: „í nafni Drottins", og sem síðar í lífinu varð kon- ungur sem féll í glötunargröf hræðilegs syndafalls, hafði sjálfur reynt mátt Guðs eilífa og almáttuga Orðs: „Hann dró mig upp úr glötunargröfinni og veitti mér fót- festu á kletti, gerði mig styrkan í gangi, lagði mér ný Ijóð í munn." Hamingjusami Davíð konungur! Og or- sökin var einlæg og sterk trú og bænar- samfélag við Guð allt frá fyrstu bernsku. Að síðustu: Slfkum heyrir Guðsríkið til, eða: Slíkra er Guðsrfkið. Barnið ykkar er Guðsríkisborgari. Jesús Kristur Frelsari mannkynsins alls, barnanna líka, hefur endurleyst það, friðkeypt og frelsað með pínu sinni og dauða á Golgata-krossi, svo að á meðan það sjálft ekki vísvitandi hafnar honum með synd og óhlýðni við boð Guðs, er það Hans. Er Jesús var 12 ára sagði hann við foreldra sína í helgi- dóminum í Jerúsalem: „Vissuð þið ekki að mér ber að vera í því sem míns föður er?" Ég vil benda ykkur á sunnudagaskól- ann. Sendið börnin þangað og hlynnið síðan að frækornunum, sem þar er af alúð sáð í hjörtu þeirra. Síðan reynum við að hjálpast að í því að vernda dýrgripi Guðs og ykkar eigin um tíma og til eilífð- ar. Guð blessi ykkur til þess í Jesú nafni. Kristín Sæmunds. (Birt áður í Aftureldingu, 1954). 14

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.