Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 4
Hinrik komst upp á fellið, en á leið- inni niður til félaga sinna, féll yfir þoka. Þegar hann hafði gengið nokkuð, varð honum Ijóst, að hann fór villtur. Hann ákvað því að nema staðar og halda kyrru fyrir, þar til þokunni létti og félagar hans færu að svipast um eftir honum. Annað slagið komu raufar í þokuna. Þarna sá hann lítið vatn, sem hann hafði borið í námunda við, meðan hann gekk um í þokunni, án þess þó að sjá það. Þetta var nú gott, hugsaði hann, því að hann var göngumóður og orðinn þyrstur. Hann gengur þangað og svalar þorsta sín- um. En þegar hann víkur aftur frá vatn- inu, verður honum bilt við, því að lengra fjær þykist hann sjá tvo gesti, sem líka hafa verið þyrstir og verið að svala þorsta sínum. Þeir ganga þarna fram með vatn- inu og stefna í átt til unga mannsins. Æ, byssan mín góða! Honum varð meira en lítið hverft við, er hann uppgötv- aði að þetta voru tvö tígrisdýr. Hér var engrar undankomu auðið. Bilið á milli tígrisdýranna og hans styttist óðum. Að bregða á flótta gerði aðeins illt verra. Það vissi hann, eftir sögusögn innfæddra. Fyr- ir sálarsjónum hans rann upp myndin, er mamma hans bað hann að taka Bibliuna með í ferðatöskur sínar. Hugsanirnar flugu eins og örskot hver af annarri í gegnum hjarta hans: Kannski væri þá sannleikur Biblíunnar betra vopn en byssan, þegar virkilega reynir á? Biblíuvers, sem hann hafði lært sem barn við móðurkné, fljúga gegnum hugann. Og einhvers staðar langt neðan úr djúpi hjartans, kemur orð, sem mamma hans sagði honum einu sinni, í sambandi við atburð í hennar lífi, þegar hún var ung stúlka. Orðið var þetta: ,,Úr sex nauðum frelsar hann þig, og í hinni sjöundu snertir þig ekkert illt . . . Og villidýrin þarft þú ekki að óttast, því að þú ert í bandalagi við steina akurlendisins og dýr merkurinnar eru í sátt við þig." (Job. 5). Fyrr en hann vissi af, hafði hann hróp- að uppyfir sig: ,,Almáttugi Guð, fyrirgefðu mér, láttu þessi orð rætast á mér, eins og móður minni, þegar hún var ung stúlka." Orðin höfðu ekki fyrr sloppið af vörum hans en dýrin námu staðar, hnusuðu loftið í átt til unga mannsins Síðan gengu þau framhjá unga manninum, eins og hann væri ekki aðdráttarmeiri fyrir þau, en einn af steinum akurlendisins. Áður en myrkur féll á, létti þokunni, og ungi mað- urinn komst til félaga sinna. Eftir nokkra mánuði kom Hinrik heim til Svíþjóðar. Þegar hann hafði sagt móð- ur sinni frá ferðinni, bætti hann við: „Þessi eina lexía, þarna við vatnið, kenndi mér meira en öll skólaganga mín fram að þeim tíma hefur gert. Hér eftir verður Guð þing, minn Guð, elsku mamma." Á. E. Eyri, 13. ágúst 1972. Kæra Barnablað! Eg vil byrja á að þakka þér fyrir a11- ar góðu sögurnar þínar. Mér þykir allt- af jafn gaman að lesa þig og ég hlakka alltaf til að sjá þig. — Mér líkar ekki vel breytingin á blað- inu, ég hefði heldur viljað hafa það eins og það var. — En efni þess er alltaf jafn gott og þroskandi fyrir lesendur þess og það er fyrir mestu. — Mig langar til að komast i bréfasam- band við unglinga á aldrinum 15—18 ára. Eg vil svo að endingu óska Barna- blaðinu allra heilla á ókomnum árum, og vona að efrri þess verði alltaf eins gott og göfgandi og það er nú._ Með kærri kveðju. Dagný Ósk Guðmundsdóttir, 15, ára, Eyri, Flókadal, Borgarf jarðarsýslu. 4

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.